<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, desember 16, 2003

Viðurnefni 

Var að spá í viðurnöfnum um daginn. Það eru ótrúlega margir með viðurnefni hér í Hafnarfirði, svona dreifbýlisfílingur. Og þessi viðurnefni eru gjörsamlega föst við viðkomandi aðila í ákveðnum vinahópum.

Hér fyrir neðan eru dæmi um viðurnefni sem mér datt strax í hug hér í Hafnarfirði:

Hildur stóra, Hemmi feiti, Eysteinn litli, Siggi skór, Matti drædlutæpi, Droni tívolíeista, Inga hóra, Hafnarfjarðar Gulla, Maggi skæró, Árni pungstappa, Árni pissó, Gunni perfekt, Hilli haus, Lundi verkstjóri, Júlli morðingi, Íbbi tönn, Raggi rækja, Hlölli pomm, Gunna stöng og Kjartan jarðýta. Veit að í huga margra er ég sjálf Erla rauða.
Ok, það hlýtur að vera fair!

Yfirleitt eru það ákveðin atvik sem hafa orðið til þess að viðkomandi fær viðurnefnið, ja eða líkamsbygging eða önnur einkenni. T.d. sagði Viggi mér að Matti drædlutæpi hafi fengið þetta skemmtilega viðurnefni af því það hafi verið áberandi í den í sturtu eftir æfingar að hann hafi alltaf verið svo mikill drulludeli (í orðsins fyllstu… jakk) Þetta er auðvitað viðbjóður margt af þessu en auðvitað og ábyggilega alveg nauðsynlegt til aðgreiningar hér í firðinum!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker