<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 08, 2003

Dýr smekkur? 

Það er nú bara þannig að það koma tímar þegar allt snyrtidótið manns virðist klárast á sama tíma. Og það er alveg óþolandi. Þvílík og önnur eins útgjöld að kaupa lagerinn! Náði að kaupa mér snyrtivörur (bara það sem vantaði) fyrir 15 þúsund kall á engum tíma. Og það voru meira að segja bara 5 hlutir! Andlitskrem, sjampó og næring, vax í hárið og ilmvatn! Reyndar dugar þetta mér alveg heillengi en mér er sama! Ég hef greinilega þróað með mér dýran smekk hvað þetta varðar! Einu sinni gat maður bara keypt andlitskrem í Bónus en í dag er það bara eitt sérstakt sem hægt er að nota frá Kanebo. Maður er orðinn það snobbaður. Merkin eiga mig gjörsamlega! Sjampóin verða að koma af hárgreiðslustofu og ilmvatnið er auðvitað Ralph Lauren. Þetta er ekkert eðlilegt - ég er orðin háð þessum vörum! Markaðsfræðin er búin að ééééta mig....böööööööö

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker