<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 30, 2007

Yo y el gardinero... 

Fór í stöðupróf í spænsku í morgun og sé dósentinn uppi í Háskóla ennþá fyrir mér hlæjandi að spænskubullinu í mér. Ég er stúdent í spænsku en hef aldrei búið í spænskumælandi landi og er því nokkuð tunguheft þegar kemur að því að tjá sig upphátt á spænsku. Ég hugsa allt fyrst á ítölsku áður en ég reyni að transforma því yfir í spænsku, en ég get haldið uppi nokkuð ágætum samræðum á ítölsku síðan ég bjó í suður Sviss fyrir hva 12 árum síðan. Ég veit í raun ekkert hvernig mér gekk, þetta var bæði viðtal, innfylling á orðum sem ég semi-skildi og skildi ekki ásamt því að skrifa stuttan texta um myndir.

Spurningin er víst að mér skilst hvort ég muni fara í intensívan spænskukúrs í 4 eða 6 tíma á dag fyrsta mánuðinn eða svo. Sem er frábært, ég er nokkuð fast learner og elska að læra ný tungumál. Ég geri að sjálfsögðu mitt besta en mun því líklega fyrst um sinn vinna með garðyrkjumanninum við að vökva og tína avocado og lime áður en ég fer á vettvang og krafsa mig í gegnum skýrslur frá stjórnvöldum.
Nice.
Ég lofa alla vega að koma reiprennandi heim!

miðvikudagur, júní 27, 2007

Pakkinn 

Við lifum í pakka.
Og viljum lifa í pakka.
Öruggum pakka þar sem við pökkum okkur vel inn og þar sem er hlýtt og notalegt að vera. Sumir reyra umbúðunum fastar að en aðrir en öll eigum við okkar örugga comfort zone sem er besti staðurinn. Í pakkanum. Þar þarf ekki að taka áhættur, þar þarf ekki að hafa áhyggjur. Ég er ekki endilega að segja að lífið sé eitthvað einfaldur pakki, að hann dansi bara áfram í eilífri sælu og stuði, heldur frekar að við séum langflest öryggisfíklar og pökkum okkur þannig inn að áhrifin verði sem allra minnst þegar pakkinn hristist eða skekkist. Eðlilega.

Já, pakki. Pakki með draumahúsinu, draumabílnum, draumamálverkum, draumabollastelli, draumagarði, draumasturtuhaus, draumadjobbi og draumum um betri drauma. Við tölum um að vera "í pakkanum", með hús og bíl og skuldir. Skuldbindingar. Við komum okkur vel fyrir og látum okkur líða vel. Samt tölum við líka um að komast ekki "úr pakkanum" vegna þess að pakkinn er svo vel límdur og með alltof fallegri slaufu til að eyðileggja.

En hvað er þá hvers virði? Hvenær hættir pakkinn að þjóna okkur og verða okkar skjól og orka og hvenær erum við farin að lifa fyrir pakkann? Skilin eru óljós, enda við sjálf sem erum pakkinn.

Ég er í alveg ágætispakka. Slaufan er falleg og límið gott. En samt get ég ekki beðið með að taka pásu á pakkanum og gera eitthvað allt annað. Pása á pakkanum held ég að sé öllum hollt en kannski fæstir fá sig út í. Það er vinna, getur verið hættulegt, pakkinn gæti krumpast allverulega og hver veit nema hann verði aldrei samur eftir á. Það er erfitt að byggja upp nýjan pakka og droppa einhverju sem við höfum unnið ötullega að í jafnvel mörg ár.

Ég finn svo sterkt innra með mér að andinn minn byggist ekki bara á flottu parketi og nýju æðislegu Karen Millen gallabuxunum mínum, þótt ég geti ábyggilega seint neitað því að vera að stóru leyti peningalega drifin mannsekja í lífsgæðakapphlaupi með ykkur hinum. Og ég veit að ég hef gaman að því. Hin hliðin mín segir mér svo að pakkinn skipti minna máli en margt annað eins og að ferðast og upplifa nýja hamingju sem er ekki eingöngu hlutbundin heldur snýst líka um frelsið án pakka. Ég veit að lífið er jafnvægi milli þessara tveggja póla hjá flestum. En víst er að pakkinn heldur fast í.

Viðbrögð samferðafólks míns þegar ég segi þeim fréttirnar af þessu verkefni mínu lengst úti í heimi eru misjöfn. Sumir fá stresskast fyrir mína hönd og spyrja hvernig ég ætli að fara að þessu. Sumir verða svaka spenntir og fá abbókast eins og ein vinkonan orðaði það. Enn aðrir frjósa í andlitinu og segja "en æðislegt" en eru nú alls ekki vissir um að Nicaragúaískur pakki sé það eftirsóknarverður miðað við þann sem heima er. Aðrir gagnrýna í hljóði að ég sé virkilega að fara frá barni og manni - hversu lengi sem það verður. Mamma að fara frá barninu sínu er náttlega glæpur miðað við að pabbinn ferðist í burtu frá því. Að stinga af frá fárveikri móður sinni er líka merki um sturlun í huga einhverra. Ég finn það. Enginn þorir að segja: Ertu eitthvað vitlaus manneskja?! Enda almenn kurteisi meðal vina að sýna stuðning og samgleðjast. Tengdó hringdi fyrir nokkrum dögum og spurði hvort ég væri ennþá að fara. Ég svaraði játandi og hún dæsti í símann og sagðist bara hljóta vera orðin of gömul til að skilja svona lagað.

Við þurfum ekkert að skilja hvort annað til fulls, enda hver hugsun og upplifun einstök.

Í Nicaragua verður pakkinn alla vega pottþétt öðruvísi. Kærkomin tilbreyting. Ný lífsreynsla. Fullt af lærdómi og nýjum leik.
Og enginn vafi á því að ég komi heim með ferskar og skrautlegar umbúðir tilbaka utan um þann pakka sem áður var.

þriðjudagur, júní 26, 2007

Tilbúin... viðbúin... 

Eyddi 26 þúsund kalli í apótekinu áðan og hlýt því að vera nokkuð vel græjuð fyrir ferðina.
Bólusetningu er lokið og ég náði að kaupa mér þrenna útlandavæna sumarskó í gær. Þá kom frænka færandi hendi frá útlöndum í gær með útlandaföt handa mér úr dýrgripabúðinni H&M. Ég er sem sagt að verða tilbúin fyrir brottför.
En vá, hvenær verður maður svo sem tilbúinn fyrir svona ferð? Þótt draslið sé að verða til er ekki þar með sagt að hjartað sé það. En það þýðir ekkert að grenja. Ég dembi mér bara út í ískalda laugina og syndi sem best ég get. Ég er nebblega sunddrottning muniði
(sjálfspepp í gangi).

Þið hafið 10 daga til að knúsa mig.

mánudagur, júní 25, 2007

Að vanta mánuð í þriggja 

Vera er 2 ára og 11 mánaða í dag.






Ég þarf náttlega ekki að nefna hvað hún er æðisleg og dugleg dama.
Hún er þessa dagana vægast sagt mjög áhugasöm um stafina og kann þá allflesta og veit hver á hvaða staf. Hún sér stafi út um allt í umhverfinu og er sífellt segjandi mér hvaða stafi hún sér ef hún sér stafi á húsum, búðum eða bolum. Leikskólakennarinn hennar segir hana mjög fljóta að læra stafina og hún hefði aðeins einu sinni á 15 ára ferli séð stúlku á þessum aldri kunna stafrófið og skrifa nafnið sitt sjálf. Þetta fær hún pottþétt frá mömmunni.

Önnur áhugamál eru t.d. að fara í feluleik, veiðikonuleik, hundaleik, kennaraleik, hoppa á einum fæti, húlla hopp, blása sápukúlur og fara í kyssu- og knúsuleik. Vera er knúsudýr - sem betur fer!
Vera sagði mér áðan að í dag hafi hún verið að leira. Ég spurði hana hvað hún hafi leirað. "Kirkjubæjarklaustur" var svarið.
Vera veit að breytingar eru í vændum. Hún segir öllum að hún sé bráðum að fara að flytja í nýtt hús sem heiti Nicaragua og það þurfi að fara í þrjár flugvélar til að komast þangað!

Drottningin 






Ég rölti á Heklu í dag en það hefur verið á planinu í nokkur ár. Fékk góðan íslenskan náttúrufíling í nesti fyrir Nicaragua. Gleymdi að bera sólarvörn á mig og er núna með bleikan nebba. Þetta var auðveld ganga þótt hún hafi verið á fótinn, enda mamman í þvílíku formi að annað eins hefur ekki sést. Gæti verið góður undirbúningur fyrir Momtombo og Masaya.



Tindfjöll þarna í baksýn - Ýmir og Ýma


Ótrúlega flott útsýni af toppnum

Andstæður


föstudagur, júní 22, 2007

Vera og Davíð 



Góða helgi öll.
Stefnan er að tjilla sem mest á morgun úti í garði, ná mér í nokkrar freknur og njóta íslenska sumarsins. Svo mun ég grilla með múttu en hún er í helgarfríi af spítalanum.
Á sunnudaginn er stefnan svo tekin á Heklu í fyrsta sinn. Hafið samband ef þið viljið koma með!

miðvikudagur, júní 20, 2007

Operation Níka 06.07.07 


Þá er kominn brottfarardagur á mig.
Ég skelli mér til Nicaragua föstudaginn 6. júlí með næturstoppi á flugvallarhóteli í New York og svo millilendingu í Miami áður en ég lendi í Managua að kvöldi laugardagsins 7. júlí.
Heim 7. desember eftir þriggja daga frí í New York.

Ég veit í raun enn lítið hvað ég verð akkúrat að vinna við þarna úti, en fékk að vita það á fundi um daginn að reynsla mín sem rannsakandi hjá Gallup hafi spilað sterkt inn í ráðninguna svo vonandi fæ ég eitthvað að fara á vettvang og mannfræðast í botn. Þegar spænskan verður alkomin.

Verkefnin sem eru í gangi í félagslegum málum í Nicaragua eru afar spennandi en meðal annars er verið að vinna að því að opna fleiri Mæðrahús, eða Casas Maternas, en mér skilst að nýlega hafi eitt verið opnað. Mæðrahúsin eru fyrir ófrískar konur í áhættumeðgöngu sem koma úr strjálbýli þannig að þær geti verið nálægt heilbrigðisþjónustu vikurnar fyrir og eftir fæðingu. Starfsemi Mæðrahúsanna hefur reynst áhrifamikil leið til að vinna gegn mæðra- og ungbarnadauða sem er hár í Nicaragua. Eins skilst mér að það þurfi að byggja fleiri skóla og skólastofur til að hýsa kennslu eftir að skólaganga var gerð ókeypis fyrir öll börn í fyrra með nýrri stjórn. Þá sé einnig á döfinni ákveðið byggðarþróunarverkefni þar sem mér skilst að snúist um að eitt hérað sé í raun tekið í "fóstur" í austurhluta landsins (sú hlið sem snýr að Karabískahafinu) en sá hluti er víst stutt á veg kominn á mörgum sviðum og mikil fátækt sem ríkir. Þar þarf þá til að byrja með að afla upplýsinga um ástand mála til að geta hafið verkefni á sem flestum sviðum eins og heilbrigðismálum, menntamálum, félagsmálum og orkumálum.

Já, mannfræðinginn mig hlakkar virkilega til að taka þátt í þessum verðugu verkefnum.

Þið hafið 16 daga til að knúsa mig.

þriðjudagur, júní 19, 2007

Sól og regnbogi 

Sumarfrísdagarnir mínir tveir hafa þvert á móti farið í að sleikja sumarsólina og þeim mun meira í að bruna á milli staða í reddingum og innkaupum - sýslumaður, myndataka, nýtt ökuskírteini, bólusetning, smá vinna, fundur á ÞSSÍ, fasteignasalan, bankinn, fá sumarfríið endurgreitt frá Iceland Express og gistinguna frá Spáni, græja annan leikskóla í júlí fyrir Veru, heimsækja mömmu, kaupa þægindi og afþreyingu fyrir mömmu og útlandaföt fyrir dömuna. Já, á tveimur dögum er mjög margt búið að reddast og skýrast og ég mun rólegri yfir þessu öllu saman. Ég fæ víst nóg af sól í Nicaragua, þar er meðalhitinn núna víst um 32 -35 gráður, alltaf sól, mikill raki og hellidemba einu sinni á dag. Samt jafnast nú fátt á við íslenska sumardaga þegar vel lætur.

Mamma hefur það fínt miðað við aðstæður, er nýbúin að fá sína aðra lyfjameðferð og gengur vel, þrátt fyrir þráláta lungnabólgu sem vill ekki fara og verður tékkað betur á í fyrramálið með speglun. Hún lenti reyndar inni á hjartadeild í gær vegna þess að púlsinn rauk upp í lyfjagjöfinni en það jafnaði sig sem betur fer. Maður veit greinilega aldrei hverju maður á von á í þessari svaka meðferð. Það er auðvitað bara verið að dæla eitri beint í æð til að drepa krabbann, úff. Hún er sem sagt enn á spítalanum og fær fína þjónustu þar - meira að segja dömu sem kom og rakaði á henni það sem eftir var af hárinu í morgun. Svo núna er amma með "engin hár" og Vera og amman í stíl með buff - eins og Vera sagði í dag eftir heimsóknina. Vera vatnslitaði mynd handa ömmu sinni um helgina sem hét "sól og regnbogi" og myndin hangir nú uppi við sjúkrarúmið hennar.

Já, um að gera að bera sólina og sumarið bara inn í hjartað þegar þess fær ekki notið úti við, hvort sem maður er lasinn eða upptekinn við ómerkari hluti. Það gleður meira en margur sumardagurinn.

mánudagur, júní 18, 2007

Hæ hó jibbí jei 

"Mamma, ég er með tvo ísa"

Irena Hilmarsdóttir spræk eins árs




Þetta snýst jú allt um að vera fín, fá réttu blöðrurnar og flottustu sleikjóana.



laugardagur, júní 16, 2007

No he corrido hoy en la carrera de las mujeres 

Já, ég verð að æfa mig maður.
Ég fer í spænskupróf í næstu viku til að hægt sé að sjá hvar ég stend spænskulega séð upp á verkefnin mín úti. Shitturinn. Kannski kann ég svo bara ekki baun og verð júsless pís of sjitt, bara fyrir þeim þarna úti. Madre mía! Ég er geðveikt að æfa mig en ég veit að ég tala enn bara sæmilega, nákvæmlega eins og CV-ið mitt sagði til um. Ég er hins vegar duglegur nemandi og veit að ég pikka spænskuna upp á stuttum tíma þegar ég kem út. Það sem reffilegi ráðunauturinn/yfirmaðurinn minn þarna úti er hins vegar að spá í, er hvort ég sé hæf til að sitja ein fundi með ákveðnum fagráðuneytum þarna úti um ákveðin mál sem verið er að ræða og taka punkta! Eh... eins gott ég bara fari í þetta próf og allir verði raunsæir :S

Annars hlakkaði ég mikið til að hlaupa í kvennahlaupinu sem fram fór í dag en svo datt úr mér allur móður í gær þegar ég uppgötvaði að það væri engin tímataka í gangi í hlaupinu. Til hvers að halda hlaup með engri tímatöku?? Jú, kvennakraftur og vera með og allt það, en ég er totally over that! (getur verið að ég sé farin að ofmetnast hehe). Mig langaði bara að bæta mig og þetta átti að vera síðasta MEGAhlaupið fyrir brottför. En nei. Ég sá þetta bara fyrir mér að allar fimmþúsund saumaklúbbskerlingarnar yrðu fyrir mér, kjaftandi í hægagangi og ég ýkt pirrí að kenna þeim um hvað ég væri léleg. Svo ég bara fór í barnaafmæli í staðinn og borðaði mig vel sadda af hnallþórum og brauðtertum. Mér sýnist ekkert almennilegt hlaup í gangi þangað til ég legg í hann svo ætli keppnisskórnir séu ekki bara komnir á hilluna í bili þótt útijoggið muni ennþá vera mitt lífsvatn og orka. Ég hef ekki grænan grun um hvort hægt sé að skokka úti í Managua, ég verð að láta það koma mér á óvart - come todos las otras cosas que no sé sobre este aventura... eða eitthvað þannig.

Sumarfrísfiðrildi 

Það hlaut að koma að því að ég koksaði á einhverju í þessari hringiðu sem líf mitt hefur verið undanfarið. Ég er hætt í vinnunni. Búið basta. Ég átti inni sumarfrí og þegar bossinn sá jafn vel og ég að ég var ekki að gera neitt af viti hvort eð er í vinnunni í þessu afhuga ástandi, tókum við sameiginlega ákvörðun að ég tæki sumarfrí og hætti fyrr en áætlað var. Og sjúkket fjúkket hvað mér er létt! Maður er alltaf að reyna að standa sig alls staðar, helst þúsund prósent, svo var ég í raun bara að performa á hálfu peisi í vinnunni og það var algjörlega ekkert kúl við það - en samt ætlaði ég að massa það og klára mánuðinn með stæl... en það tókst ekki alveg, svo þetta er frábær lausn. Ég er með pínku svona failure tilfinningu inní mér en steinninn er minni í maganum.

Ahh... sumarfrí, en yndislegt.
Það fer jú mest í að undirbúa brottför með því að redda ýmsu í kringum það, pakka fyrir mömmu þar sem flutningar eru á næsta leyti, sofa út og fara seint með Veru á leikskólann og sækja hana snemma ásamt því að knúsa hana alveg óheyrilega mikið inn á milli.

Já, minni steinn, meiri fiðrildi...

fimmtudagur, júní 14, 2007

Mömmufréttir 

Konan er komin úr einangrun og það tók mun styttri tíma en áætlað var. Eins veik og hún er búin að vera undanfarinn 1 1/2 sólarhring þá voru hádegisfréttirnar þær að hvítu blóðkornin eru þvílíkt að taka við sér, hitinn farinn og blóðprufan var hin besta. Hún er reyndar með lungnabólgu en iss... það er ekki neitt til að hafa áhyggjur af. Sjúkraliðinn sem mældi mömmu í hádeginu óskaði henni kærlega til hamingju og við skáluðum í vatni glaðar í bragði.
Hún verður uppi á spítala eitthvað fram yfir helgi.

Já, litlu sigrarnir sko.

Millinn okkar 

Emil vinur okkar er jafn gamall Veru. Hann kom í heimsókn á dögunum og það var leikið úti í sólinni, grillaðar pylsur og fiskispjót og fengið sér ís og sleikjó - svona ekta sommerí.





Skálað í pulsu



Klístraður koss

miðvikudagur, júní 13, 2007

Go mamma! 

Þetta er nú ekki alveg réttlátt.
Að kona eins og mamma sé að lenda í þessum veikindum. Mamma er kona sem hefur alltaf hugsað um heilsuna, aldrei drukkið og djammað af neinu viti, hreyft sig reglulega, sefur nóg og kaupir matinn sinn í Fræinu í Fjarðarkaupum svo að hún borði nú örugglega hollt. En samt veikist hún. Maður ræður augljóslega engu.

Ég var að koma af bráðamóttökunni þar sem var brunað með mömmu í nótt vegna þess að hún var komin með hita sem er hreinlega banvænt fyrir sjúklinga eins og hana. Já, smá hitavella þýðir sýking og það er hættulegt. Hún er í raun miklu veikari en okkur (líka hana) óraði fyrir. Þrátt fyrir að tækla krabbameinslyfin vel og finna lítið fyrir áhrifunum af þeim mælast hvítu blóðkornin hennar í núlli sem segir okkur að varnarkerfi líkamans er ekkert. Hún var rannsökuð í nótt og svo sett í varnarEINANGRUN takk fyrir þar sem konan þarf að dvelja næstu 5 - 10 dagana. Það er ekki æskilegt að fá heimsóknir í varnareinangrunina en í neyð má maður fara inn í svona geimbúning sprittaður hátt og lágt! Já, svolítið óréttlátt. Eins og að vera settur í stofufangelsi fyrir eitthvað sem þú hefur ekki gert. Ég er á leiðinni uppeftir með tölvuna hennar, handavinnuna, bækur og allar seríurnar af Grace Anatomy! Hún á eftir að þrykkja út nokkrum flottum lopapeysum næstu dagana og upplifa ekta spítalalíf með sætum læknum í gerviheimi sápuóperanna hehe. Ekki það, ég hef aldrei séð þessa þætti. Ætti samt að hafa tíma til að detta í þá úti í Níka, maður á víst eftir að hafa dágóðan tíma fyrir sjálfan sig þar.

Já, það er svoleiðis allt að gerast á sama tíma núna. Mamma er að kaupa íbúð og selja íbúð og er svona veik. Eins var hún að skipta um vinnu og fara í draumastarfið sitt í ferðamálabransanum sem gengur augljóslega tæplega upp í þessu ástandi. Vonandi síðar samt. Ég mun því umbreyta mér í Gunnu Ax í þessum hlutverkum og ganga frá kaupum og sölu á fasteignum og standa í ýmis konar reddingum í sambandi við það. Það er nú minnsta málið.

Svo er það Nicaragua. Núna hugsa ég hvað í óóóósköpunum ég er aftur að fara að gera þarna eiginlega? Svo dofnar sú tilfinning og spenningurinn kemur aftur. Kvíði líka og fullt af áhyggjum. Ætli það væri ekki bara mun einfaldara og betra fyrir alla að ég væri heima - sú pæling líka. En hver sagði að þetta ætti að vera einfalt. Fór á fund í gær hjá ÞSSÍ þar sem ég sá m.a. mynd af litlu skrifstofunni sem ég mun vinna í úti og innlendu samstarfsfólki og allt varð svo real. Kannski of real í stöðunni.

Ég viðurkenni algjörlega að ég á erfitt með að einbeita mér að vinnunni í stöðunni, sem gerir jú kröfur til mín með að klára þennan síðasta mánuð með stæl, bæði með mína tilveru og mömmu á þessu líka svaka umbreytingarskeiði. Milljón trilljón hlutir að hugsa um og redda, í mínu, mömmu og vinnulífinu og enginn tími, hvað þá eirð.

EN GO MAMMA - svona rykgrímur fyrir vitin eru alla vega svakalega inn í Japan í dag :)

þriðjudagur, júní 12, 2007

Elsku Volvóinn minn! 

Það var á sínum tíma ákveðið erfitt skref fyrir mig að kaupa mér Volvó. Enda að koma af megatöffarabíl dauðans - Landrover. Með Volvóskrefinu fannst mér ég verða minni pæja og meira svona sænsk húsmóðir með svuntu - öryggið í fyrirrúmi skiljiði. Ég sem á ekki einu sinni svuntu og sulla bara mjög reglulega niður á mig. En svo var bíllinn bara svo mikill töffari, fjórhjóladrifinn og fór allt í vetur og meira að segja Kjöl á sínum tíma (þótt ég myndi nú ekki mæla með því þæginda farþeganna vegna!). Ég náttlega jafnaði þetta út með því að skella mér bara á motocrossara svo Volvóinn varð mjög fljótt uppáhalds, dýrkaður og dáður.



En nú þarf að losa sig við allt góssið áður en haldið er í útlegðina og því er Volvóinn minn kær til sölu - Cross Country V70 CX. Hann er jú svartur og svakaflottur, 2001 árgerð, keyrður 85 þús km, kom frá USA fyrir um 1 1/2 ári síðan. Hann er í góðu standi og fór í gegnum skoðun í síðustu viku athugasemdalaust.
Þeir sem vilja elska hann geta greitt að andvirði 2,4 milljónir til mín - og/eða yfirtekið bílalán upp á 850 þúsund kjall sem gerir um 25 þús. kr. á mánuði.
Sko - pís og keik að eignast svona töffara!

mánudagur, júní 11, 2007

Óréttlætið í ævintýrinu 

Það er göfugt að gefa af sér og hjálpa öðrum. Fallegt og gott, yfirleitt bæði fyrir þiggjanda og veitanda. Ég hef áður á síðum þessa bloggs talað um athöfnina að gefa og hina hreinu gjöf og hvort hún sé til eða hvað. Margir segja að hrein gjöf sé ekki til þar sem sá sem gefur fái alltaf alla vega vellíðunartilfinningu fyrir það sem hann gerði gott eða gaf, og því sé gjöfin aldrei hrein - hann fái alltaf eitthvað í staðinn og sé því í raun að gefa sjálfs síns vegna. Ekki einu sinni móðir að fæða barn sitt er hrein gjöf að mati marga mannfræðigúrúa.

Ég er á leið lengst til Mið-Ameríku til að gefa af mér. Leggja mitt af mörkunum til að öðrum líði kannski örlítið betur og öðlist jafnvel eilítið betri lífsgæði í hvaða mynd sem það birtist. Þróunarsamvinna, með áherslu á samvinnu, verður verkefni mitt og vonandi kemur eitthvað gott út úr því. Hvort sem ég verð á vettvangi, safnandi gögnum, sitjandi fundi eða skrifandi skýrslur. Áhuginn á þróunarsamvinnu (maður á víst síður að tala um þróunarhjálp í dag) hefur alltaf brunnið (eitt fyrsta bloggið mitt var t.d. um hjálparstarf í okt. 2003) og sú tilfinning að geta gefið af sér til alla vega skárri heims verið til staðar. Þetta hefur eitthvað með að hjálpa litla manninum eins og mannfræðin leggur upp úr. Jafnrétti, virðing, umburðarlyndi og öll hin fallegu hugtökin sem við kunnum svo vel.

Samt verð ég að segja að það er eitthvað smá skrýtið við að fara alla leið yfir hálfan hnöttinn til að vinna að þessum tilfinningum. Skrýtið að vera að fara að rækta annarra manna órækt og vanlíðan þegar það er jafnvel nóg af henni hér í kringum mann. Á Íslandi, í fjölskyldunni, meðal vina. Maður reynir að tækla það jafn óðum en ætli það verði samt ekki seint að atvinnu manns að vera sálfræðingur, planari, peppari og allt þar á milli til að öllum líði sem best hér.
Óréttlætið segir líka að ég geti líka verið hér heima næstu mánuðina og t.d. sinnt og aðstoðað mömmu mína sem nýlega greindist með krabbamein. Hún er single, mikil félagsvera og má samt ekki hitta fólk vegna þess að lyfin bæla niður ónæmiskerfið og það er svo hættulegt. Má ekki fara út í sólina, ekki í margmenni, og bara helst ekki gera neitt. Sem er vissulega erfitt. Ég gæti unnið gott og þarft móralskt starf þar með því að stytta henni stundirnar og gefa henni andlegan kraft næstu 6 mánuði á meðan baráttan stendur yfir. En mamma er samt stuðningsmaður minn no. 1 og myndi aldrei vilja að ég yrði af tækifærinu þrátt fyrir aðstæðurnar.


En ævintýramennskan kallar sterkt og þörfin er vissulega í Nicaragua, fátækasta ríki Ameríku. Og auðvitað er ég líka að hugsa bara um sjálfa mig en ekki aðeins það að bjarga heiminum þegar ég tek þessa ákvörðun að fara út. Og ég geri vissulega mitt besta í því starfi sem mér er sett þótt árangurinn af ævintýravinnunni verði líklega seint mælanlegur. En ég ætla að tækla þetta bæði þar og hér - guði sé lof fyrir Skype og webcam.

Garða-grill-tjill 










Vera og Stelpa eru bestu vinkonur




Davíð Helgi Aronsson 





Davíð Helgi nýskírður



Vera söng bæn fyrir Davíð Helga í Hallgrímskirkju - menn og konur táruðust fyrir vikið!



Vinir Veru - Gabríel og Freyja



Freyju og Veru fannst súkkulaðikökurnar í skírnarveislunni ekki svo voðalega vondar...

laugardagur, júní 09, 2007

¡Desgraciadamente trabajo con el ordinador! 

Þá er viku 1 af 6 í sjálfs-spænskukennslunni lokið á 2 tímum, og það á laugardagskvöldi og ég skemmti mér hið besta. Ég er nú helvíti góð, betri en mig minnti. Þetta er allt þarna, þarf bara að grafa það upp úr hyldýpi heilans og fram á tungubroddinn. Si, si. Ég var nú ekki á nýmælabraut í MH fyrir ekki neitt og Siggi Hjartar marði þetta inn í hausinn á okkur í spænskutímum. Spænskan mín transformeraðist svo ósjálfrátt yfir í ítölsku þegar ég bjó í suður Sviss á sínum tíma og það kom mér virkilega á óvart þegar ég fór í pæjuferðina mína til Ítalíu í fyrrasumar hvað ég gat talað og skilið mikið, hélt að þetta væri horfið. Núna þarf ég sem sagt bara að breyta ítölskunni aftur yfir í spænsku og bingó - ég er á grænni grein. Eða Nicaraguaísku hvernig sem sú spænska nú hljómar. Þetta er sem sagt allt að koma. Ég held að kerlingin í linguafóninum hafi sagt að ég hafi fengið 6 gullstjörnur í kvöld - og ég sem er þunn og mygluð og allt eftir gott djamm í gær. Jeminn hvað ég á eftir að vera flúent í lok mánaðarins. Auk þess að hreinlega ÉTA linguafóninn er á planinu að sitja reglulega á kaffi Kúltúr niðri í Alþjóðahúsi og spjalla við spænskumælandi barþjónana þar. Ég held einmitt að einn þeirra sé frá Rakaniggara...

föstudagur, júní 08, 2007

Fíflafegurð 





Rósa Davíðs kíkti í heimsókn um daginn







This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker