<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 30, 2007

Yo y el gardinero... 

Fór í stöðupróf í spænsku í morgun og sé dósentinn uppi í Háskóla ennþá fyrir mér hlæjandi að spænskubullinu í mér. Ég er stúdent í spænsku en hef aldrei búið í spænskumælandi landi og er því nokkuð tunguheft þegar kemur að því að tjá sig upphátt á spænsku. Ég hugsa allt fyrst á ítölsku áður en ég reyni að transforma því yfir í spænsku, en ég get haldið uppi nokkuð ágætum samræðum á ítölsku síðan ég bjó í suður Sviss fyrir hva 12 árum síðan. Ég veit í raun ekkert hvernig mér gekk, þetta var bæði viðtal, innfylling á orðum sem ég semi-skildi og skildi ekki ásamt því að skrifa stuttan texta um myndir.

Spurningin er víst að mér skilst hvort ég muni fara í intensívan spænskukúrs í 4 eða 6 tíma á dag fyrsta mánuðinn eða svo. Sem er frábært, ég er nokkuð fast learner og elska að læra ný tungumál. Ég geri að sjálfsögðu mitt besta en mun því líklega fyrst um sinn vinna með garðyrkjumanninum við að vökva og tína avocado og lime áður en ég fer á vettvang og krafsa mig í gegnum skýrslur frá stjórnvöldum.
Nice.
Ég lofa alla vega að koma reiprennandi heim!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker