<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 09, 2007

¡Desgraciadamente trabajo con el ordinador! 

Þá er viku 1 af 6 í sjálfs-spænskukennslunni lokið á 2 tímum, og það á laugardagskvöldi og ég skemmti mér hið besta. Ég er nú helvíti góð, betri en mig minnti. Þetta er allt þarna, þarf bara að grafa það upp úr hyldýpi heilans og fram á tungubroddinn. Si, si. Ég var nú ekki á nýmælabraut í MH fyrir ekki neitt og Siggi Hjartar marði þetta inn í hausinn á okkur í spænskutímum. Spænskan mín transformeraðist svo ósjálfrátt yfir í ítölsku þegar ég bjó í suður Sviss á sínum tíma og það kom mér virkilega á óvart þegar ég fór í pæjuferðina mína til Ítalíu í fyrrasumar hvað ég gat talað og skilið mikið, hélt að þetta væri horfið. Núna þarf ég sem sagt bara að breyta ítölskunni aftur yfir í spænsku og bingó - ég er á grænni grein. Eða Nicaraguaísku hvernig sem sú spænska nú hljómar. Þetta er sem sagt allt að koma. Ég held að kerlingin í linguafóninum hafi sagt að ég hafi fengið 6 gullstjörnur í kvöld - og ég sem er þunn og mygluð og allt eftir gott djamm í gær. Jeminn hvað ég á eftir að vera flúent í lok mánaðarins. Auk þess að hreinlega ÉTA linguafóninn er á planinu að sitja reglulega á kaffi Kúltúr niðri í Alþjóðahúsi og spjalla við spænskumælandi barþjónana þar. Ég held einmitt að einn þeirra sé frá Rakaniggara...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker