<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 20, 2007

Operation Níka 06.07.07 


Þá er kominn brottfarardagur á mig.
Ég skelli mér til Nicaragua föstudaginn 6. júlí með næturstoppi á flugvallarhóteli í New York og svo millilendingu í Miami áður en ég lendi í Managua að kvöldi laugardagsins 7. júlí.
Heim 7. desember eftir þriggja daga frí í New York.

Ég veit í raun enn lítið hvað ég verð akkúrat að vinna við þarna úti, en fékk að vita það á fundi um daginn að reynsla mín sem rannsakandi hjá Gallup hafi spilað sterkt inn í ráðninguna svo vonandi fæ ég eitthvað að fara á vettvang og mannfræðast í botn. Þegar spænskan verður alkomin.

Verkefnin sem eru í gangi í félagslegum málum í Nicaragua eru afar spennandi en meðal annars er verið að vinna að því að opna fleiri Mæðrahús, eða Casas Maternas, en mér skilst að nýlega hafi eitt verið opnað. Mæðrahúsin eru fyrir ófrískar konur í áhættumeðgöngu sem koma úr strjálbýli þannig að þær geti verið nálægt heilbrigðisþjónustu vikurnar fyrir og eftir fæðingu. Starfsemi Mæðrahúsanna hefur reynst áhrifamikil leið til að vinna gegn mæðra- og ungbarnadauða sem er hár í Nicaragua. Eins skilst mér að það þurfi að byggja fleiri skóla og skólastofur til að hýsa kennslu eftir að skólaganga var gerð ókeypis fyrir öll börn í fyrra með nýrri stjórn. Þá sé einnig á döfinni ákveðið byggðarþróunarverkefni þar sem mér skilst að snúist um að eitt hérað sé í raun tekið í "fóstur" í austurhluta landsins (sú hlið sem snýr að Karabískahafinu) en sá hluti er víst stutt á veg kominn á mörgum sviðum og mikil fátækt sem ríkir. Þar þarf þá til að byrja með að afla upplýsinga um ástand mála til að geta hafið verkefni á sem flestum sviðum eins og heilbrigðismálum, menntamálum, félagsmálum og orkumálum.

Já, mannfræðinginn mig hlakkar virkilega til að taka þátt í þessum verðugu verkefnum.

Þið hafið 16 daga til að knúsa mig.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker