<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júní 16, 2007

Sumarfrísfiðrildi 

Það hlaut að koma að því að ég koksaði á einhverju í þessari hringiðu sem líf mitt hefur verið undanfarið. Ég er hætt í vinnunni. Búið basta. Ég átti inni sumarfrí og þegar bossinn sá jafn vel og ég að ég var ekki að gera neitt af viti hvort eð er í vinnunni í þessu afhuga ástandi, tókum við sameiginlega ákvörðun að ég tæki sumarfrí og hætti fyrr en áætlað var. Og sjúkket fjúkket hvað mér er létt! Maður er alltaf að reyna að standa sig alls staðar, helst þúsund prósent, svo var ég í raun bara að performa á hálfu peisi í vinnunni og það var algjörlega ekkert kúl við það - en samt ætlaði ég að massa það og klára mánuðinn með stæl... en það tókst ekki alveg, svo þetta er frábær lausn. Ég er með pínku svona failure tilfinningu inní mér en steinninn er minni í maganum.

Ahh... sumarfrí, en yndislegt.
Það fer jú mest í að undirbúa brottför með því að redda ýmsu í kringum það, pakka fyrir mömmu þar sem flutningar eru á næsta leyti, sofa út og fara seint með Veru á leikskólann og sækja hana snemma ásamt því að knúsa hana alveg óheyrilega mikið inn á milli.

Já, minni steinn, meiri fiðrildi...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker