<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 14, 2007

Mömmufréttir 

Konan er komin úr einangrun og það tók mun styttri tíma en áætlað var. Eins veik og hún er búin að vera undanfarinn 1 1/2 sólarhring þá voru hádegisfréttirnar þær að hvítu blóðkornin eru þvílíkt að taka við sér, hitinn farinn og blóðprufan var hin besta. Hún er reyndar með lungnabólgu en iss... það er ekki neitt til að hafa áhyggjur af. Sjúkraliðinn sem mældi mömmu í hádeginu óskaði henni kærlega til hamingju og við skáluðum í vatni glaðar í bragði.
Hún verður uppi á spítala eitthvað fram yfir helgi.

Já, litlu sigrarnir sko.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker