<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júní 12, 2007

Elsku Volvóinn minn! 

Það var á sínum tíma ákveðið erfitt skref fyrir mig að kaupa mér Volvó. Enda að koma af megatöffarabíl dauðans - Landrover. Með Volvóskrefinu fannst mér ég verða minni pæja og meira svona sænsk húsmóðir með svuntu - öryggið í fyrirrúmi skiljiði. Ég sem á ekki einu sinni svuntu og sulla bara mjög reglulega niður á mig. En svo var bíllinn bara svo mikill töffari, fjórhjóladrifinn og fór allt í vetur og meira að segja Kjöl á sínum tíma (þótt ég myndi nú ekki mæla með því þæginda farþeganna vegna!). Ég náttlega jafnaði þetta út með því að skella mér bara á motocrossara svo Volvóinn varð mjög fljótt uppáhalds, dýrkaður og dáður.



En nú þarf að losa sig við allt góssið áður en haldið er í útlegðina og því er Volvóinn minn kær til sölu - Cross Country V70 CX. Hann er jú svartur og svakaflottur, 2001 árgerð, keyrður 85 þús km, kom frá USA fyrir um 1 1/2 ári síðan. Hann er í góðu standi og fór í gegnum skoðun í síðustu viku athugasemdalaust.
Þeir sem vilja elska hann geta greitt að andvirði 2,4 milljónir til mín - og/eða yfirtekið bílalán upp á 850 þúsund kjall sem gerir um 25 þús. kr. á mánuði.
Sko - pís og keik að eignast svona töffara!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker