föstudagur, apríl 30, 2004
Ameriski draumurinn - islenskur veruleiki
Ta er ameriski draumurinn senn a enda. Hann var allt sem eg hafdi imyndad mer og meira til. Fljugum heim i kvold. Tetta fri er buid ad vera einstaklega vel heppnad og skemmtilegt.
Seinni hluti New York frisins hefur verid meiri afsloppun en sa fyrri. Tad er komid sumar her og gott vedur og hlytt. Forum a American museum of natural history sem var mjog ahugavert. Tetta er risasafn tar sem haegt er ad sja allan fjandann er vid kemur throun a monnum og dyrum. Frelsisstyttan var svo skodud i gaer. Og eg vard nu barasta ekkert fyrir vonbrigdum med smaed hennar eins og svo margir hafa minnst a! Bara fin kruttleg stytta sem stendur fyrir sinu! Tad var svo gott vedur i gaer ad vid bara lagum tarna a Liberty Island i solbadi i godu tjilli. Frekar naes.
I dag verdur svo sjoppad tad sem a eftir ad sjoppa en innkaupabeidnir hvadan af heiman fra eru enn ad streyma inn.... tad er audvitad allt um tad bil helmingi odyrara her svo why not.
'Islenski veruleiki here I come.
Seinni hluti New York frisins hefur verid meiri afsloppun en sa fyrri. Tad er komid sumar her og gott vedur og hlytt. Forum a American museum of natural history sem var mjog ahugavert. Tetta er risasafn tar sem haegt er ad sja allan fjandann er vid kemur throun a monnum og dyrum. Frelsisstyttan var svo skodud i gaer. Og eg vard nu barasta ekkert fyrir vonbrigdum med smaed hennar eins og svo margir hafa minnst a! Bara fin kruttleg stytta sem stendur fyrir sinu! Tad var svo gott vedur i gaer ad vid bara lagum tarna a Liberty Island i solbadi i godu tjilli. Frekar naes.
I dag verdur svo sjoppad tad sem a eftir ad sjoppa en innkaupabeidnir hvadan af heiman fra eru enn ad streyma inn.... tad er audvitad allt um tad bil helmingi odyrara her svo why not.
'Islenski veruleiki here I come.
þriðjudagur, apríl 27, 2004
Bless bless Californía
Erum orðin vel grilluð eftir daginn en dagurinn í dag var sá heitasti hingað til. Lágum við sundlaugina flatmagandi og leikandi stríðsleiki við Halldór Andra í 30 stiga hita og skíííínandi sól. Rauðhausinn er að sjálfsögðu með vörn 30 á sér alla daga hér - dugar ekkert minna. Meira að segja Ella nigger er meira að segja með vörn 30 á sér hér (er samt á litinn eins og Snickers - ekki alveg fair!)en geislunin hér er þvílík. Um leið og getið er um hita og raka í veðurfréttum hér er um leið minnst á magn hættulegra geisla frá sólinni og sagt hversu lengi fólk getur verið úti í sólinni án sólarvarnar. Vanalegast er sá tími aðeins 30 mínútur áður en þú endar uppi með "damaged skin".
En ég verð samt að segja að ég hef þrátt fyrir það náð fínum lit. Æ, maður er eitthvað svo sætur svona brúnn miðað við glærfjólubláa litinn sem prýðir mann vanalegast heima á fróni. Feeling good.
Á morgun lendum við svo aftur í N.Y. þar sem við eigum enn eftir að taka góðan túristapakka. Frelsisstyttan og söfnin þurftu að bíða þar til í lokin þar sem sjoppingið tók allan okkar tíma í fyrri N.Y. ferðinni um daginn.... Þetta verður því tekið með trompi þá 3 daga sem við eigum eftir hér. Ætla þó ekki að labba eins mikið og í N.Y. um daginn - gekk næstum því af mér fæturna og fékk harðsperrur í bumbuna! Alveg þvílíkt. Maður er þokkalega í rólega gírnum eftir California dreaming mmmmmm....
Bless, bless California the golden state !
I´ve had fun in the sun :)
En ég verð samt að segja að ég hef þrátt fyrir það náð fínum lit. Æ, maður er eitthvað svo sætur svona brúnn miðað við glærfjólubláa litinn sem prýðir mann vanalegast heima á fróni. Feeling good.
Á morgun lendum við svo aftur í N.Y. þar sem við eigum enn eftir að taka góðan túristapakka. Frelsisstyttan og söfnin þurftu að bíða þar til í lokin þar sem sjoppingið tók allan okkar tíma í fyrri N.Y. ferðinni um daginn.... Þetta verður því tekið með trompi þá 3 daga sem við eigum eftir hér. Ætla þó ekki að labba eins mikið og í N.Y. um daginn - gekk næstum því af mér fæturna og fékk harðsperrur í bumbuna! Alveg þvílíkt. Maður er þokkalega í rólega gírnum eftir California dreaming mmmmmm....
Bless, bless California the golden state !
I´ve had fun in the sun :)
mánudagur, apríl 26, 2004
Hola Tijuana Mexico
Tókum rúntinn niður til Mexico í dag. Öll familían á nýja bílnum Ellu og Atla. Audi kaggi, svaka fínn. Tijuana er mexíkósk borg sem liggur alveg við landamæri USA og Mexico. Við keyrðum í rúman klukkutíma áður en við lentum beisikklí á annarri plánetu, þ.e. miðað við það sem gengur og gerist hér í Kaliforníu.
Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessari borg. Frekar subbuleg, allt öðruvísi en USA, áreiti frá litlum íturvöxnum sölumönnum, þrífst á túrisma, allir að selja það sama! Frekar fyndið. Silfur og gull kostar ekki neitt þarna og var að sjálfsögðu splæst í silfur armband og eyrnarlokka með turquoise steinum handa maddömmunni. Á skid og ingen ting. Oh, hvað mér finnst gaman að skoða og versla svona öðruvísi skemmtilegt ódýrt dót og drasl. Við gengum þarna um og skoðuðum lífið í borginni. Enduðum daginn svo á að flippa aðeins í Nike factory outletti sem við fundum rétt við landamærin (USA megin). Frekar girnilegt og ódýrt.
Góður dagur og soldið skrýtin upplifun að koma þarna til Tijuana. Auðvitað gefur þessi borg ekki sem besta mynd af Mexico. Maður þarf að kíkja lengra niðureftir til að fá ekta fíling. Það er eiginlega eins og borgin sé uppsett eða hafi myndast aðeins fyrir túrista og lítið annað. Alla vega það sem við sáum af henni, sem var að vísu aðeins brotabrot. En gaman var þetta engu að síður og nú hef ég komið til Mexico.
Gracias amigos. Obrigado. Eða eitthvað.
Eigum einn dag eftir í sólinni hér í Dana Point og það verður grillað sig á morgun á ströndinni.... mmmmmm...
Höldum svo aftur til N.Y. og verðum þar í 3 daga áður en við lendum aftur á elsku Íslandi.
Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessari borg. Frekar subbuleg, allt öðruvísi en USA, áreiti frá litlum íturvöxnum sölumönnum, þrífst á túrisma, allir að selja það sama! Frekar fyndið. Silfur og gull kostar ekki neitt þarna og var að sjálfsögðu splæst í silfur armband og eyrnarlokka með turquoise steinum handa maddömmunni. Á skid og ingen ting. Oh, hvað mér finnst gaman að skoða og versla svona öðruvísi skemmtilegt ódýrt dót og drasl. Við gengum þarna um og skoðuðum lífið í borginni. Enduðum daginn svo á að flippa aðeins í Nike factory outletti sem við fundum rétt við landamærin (USA megin). Frekar girnilegt og ódýrt.
Góður dagur og soldið skrýtin upplifun að koma þarna til Tijuana. Auðvitað gefur þessi borg ekki sem besta mynd af Mexico. Maður þarf að kíkja lengra niðureftir til að fá ekta fíling. Það er eiginlega eins og borgin sé uppsett eða hafi myndast aðeins fyrir túrista og lítið annað. Alla vega það sem við sáum af henni, sem var að vísu aðeins brotabrot. En gaman var þetta engu að síður og nú hef ég komið til Mexico.
Gracias amigos. Obrigado. Eða eitthvað.
Eigum einn dag eftir í sólinni hér í Dana Point og það verður grillað sig á morgun á ströndinni.... mmmmmm...
Höldum svo aftur til N.Y. og verðum þar í 3 daga áður en við lendum aftur á elsku Íslandi.
laugardagur, apríl 24, 2004
Las Vegas
Við skruppum til Las Vegas í fyrradag. Leigðum okkur kagga og tókum rúntinn héðan úr Kalí og inn í eyðimörk. Fyrst Las Vegas er hér rétt hjá urðum við hreinlega að tékka pleisið út. Það tók um 4 tíma að keyra en leiðin á áfangastað var frekar einhæf en skemmtileg þó. Á leiðinni keyrir maður í eyðimörk með smá eyðimerkurgróðri og í gegnum nokkra Ghost towns þar sem hægt er að pissa og fá sér Taco Bell. Einn svoleiðis bær hét í alvörunni Ghost Town, ha, ha! Spáiði í því að búa þar! Já, ég bý í Draugabæ. En nei, ég heiti samt ekki Kasper.
Í stuttu máli var alveg magnað að koma til Vegas. Það er erfitt að ímynda sér það sem er þar í gangi nema koma þangað og sjá og heyra staðinn í botn. Ætla þó að reyna að gefa smá glimps af því sem ég upplifði.
Fyrir mér er Vegas gerviheimur. Risa skemmtigarður. Leikfangaland. Draumaveröld. Ýktur raunveruleiki. Sem sagt alveg svakalega kúl og skemmtileg borg. Hún hefur allt sem maður getur ímyndað sér. Strippið er aðagatan þarna og þar eru stærstu og ýktustu hótel sem hægt er að ímynda sér. Hvert þeirra hefur ákveðið þema sem byggt er út frá. T.d. er í Vegas hægt að koma til Parísar og sjá Effelturninn og sigurbogann, þú getur skroppið til New York og séð frelsisstyttuna í fullri stærð. Eitt hótelið heitir Hótel Feneyjar og býður m.a. upp á siglingu á síkjum innandyra, og allt er þetta svo stórt að erfitt er að ímynda sér umfangið. Annað heitir Luxor og er stór píramýdi með sfinxinum og fleiru Egypsku.
Og ekki má gleyma kasínóunum! Það eru alls staðar spilasalir og allir eru þeir fullir af fólki að skemmta sér. Eyða þvílíkum upphæðum og hefur gaman að því. Við settum okkur markið að eyða ekki meiru en 10 dollurum og það hélst! Væri svo auðvelt að missa sig þarna mar... Höfðum jafn gaman að því að horfa á fólk spila bæði af sér aleiguna og hoppa af gleði yfir risavinningum.
Umgjörð Las Vegas er öll svo girnileg og skemmtileg að hún fær mann til að langa að fríka út og gleyma sér. Fær manni til að líða eins og maður sé bara í Disney og að lífið sé einn frábær og áhyggjulaus leikur. Og að peningar séu aukaatriði. Frekar hættulegt og án efa auðvelt að gleyma sér aðeins í vitleysunni þarna. The true city of entertainment.
Við tókum auðvitað þátt í leiknum og gistum eins og drottning og kóngur í ríki sínu á Cesars Palace, en allt hótelið snýst um Cesar og rómverska ríkið. Þakið gosbrunnum og styttum. Hrikalega stórt. Ekki nema 10 veitingastaðir á hótelinu og 70-80 verslanir og þá er ég að tala bæði um litlar verslanir og svo upp í dýrustu og flottustu merkin eins og Armani og demantabúðir og ég veit ekki hvað og hvað. Ótrúlegt. Maður þurfti að hafa kort af hótelinu til að rata um!
Held ég muni seint fara á svona svakalega massíft og flott hótel ever again.
Það fer víst enginn til Las Vegas nema skella sér á eitt gott Vegas show. Og það gerðum við. Úrvalið af showum er svakalegt. Fórum á eitt gott tradisjónal show með berbrjósta showgirls í massavís í glimrandi fjaðrabúningum og skreyttar. Alveg í anda Vegas leiksins.
Þetta var frábær ferð. Gaman að sjá allt það ýktasta af því ýkta sem maður hafði áður ímyndað sér. Þetta er leikheimurinn sem alla langar að upplifa og sjá. Mæli með þessu.
Erum komin aftur til Kalíforníu og nutum dagsins í sólinni í dag. Eigum 3 daga eftir af dvölinni hér í amerísku paradísinni og ætlum að nota einn daginn til að skreppa niður til Tijuana í Mexíkó. Er bara hér 2 tíma niður eftir.
Þangað til þá loves.
P.s. þeir Galluparar sem lesa þetta - þið eruð einhvers staðar blindfullir núna að skemmta ykkur með fyrirtækinu og ég verð að viðurkenna að ég sakna ykkar nú alveg smá....! Fæ díteleraðar lýsingar af skandölum og kjaftasögum eftir helgina. Love you.
Í stuttu máli var alveg magnað að koma til Vegas. Það er erfitt að ímynda sér það sem er þar í gangi nema koma þangað og sjá og heyra staðinn í botn. Ætla þó að reyna að gefa smá glimps af því sem ég upplifði.
Fyrir mér er Vegas gerviheimur. Risa skemmtigarður. Leikfangaland. Draumaveröld. Ýktur raunveruleiki. Sem sagt alveg svakalega kúl og skemmtileg borg. Hún hefur allt sem maður getur ímyndað sér. Strippið er aðagatan þarna og þar eru stærstu og ýktustu hótel sem hægt er að ímynda sér. Hvert þeirra hefur ákveðið þema sem byggt er út frá. T.d. er í Vegas hægt að koma til Parísar og sjá Effelturninn og sigurbogann, þú getur skroppið til New York og séð frelsisstyttuna í fullri stærð. Eitt hótelið heitir Hótel Feneyjar og býður m.a. upp á siglingu á síkjum innandyra, og allt er þetta svo stórt að erfitt er að ímynda sér umfangið. Annað heitir Luxor og er stór píramýdi með sfinxinum og fleiru Egypsku.
Og ekki má gleyma kasínóunum! Það eru alls staðar spilasalir og allir eru þeir fullir af fólki að skemmta sér. Eyða þvílíkum upphæðum og hefur gaman að því. Við settum okkur markið að eyða ekki meiru en 10 dollurum og það hélst! Væri svo auðvelt að missa sig þarna mar... Höfðum jafn gaman að því að horfa á fólk spila bæði af sér aleiguna og hoppa af gleði yfir risavinningum.
Umgjörð Las Vegas er öll svo girnileg og skemmtileg að hún fær mann til að langa að fríka út og gleyma sér. Fær manni til að líða eins og maður sé bara í Disney og að lífið sé einn frábær og áhyggjulaus leikur. Og að peningar séu aukaatriði. Frekar hættulegt og án efa auðvelt að gleyma sér aðeins í vitleysunni þarna. The true city of entertainment.
Við tókum auðvitað þátt í leiknum og gistum eins og drottning og kóngur í ríki sínu á Cesars Palace, en allt hótelið snýst um Cesar og rómverska ríkið. Þakið gosbrunnum og styttum. Hrikalega stórt. Ekki nema 10 veitingastaðir á hótelinu og 70-80 verslanir og þá er ég að tala bæði um litlar verslanir og svo upp í dýrustu og flottustu merkin eins og Armani og demantabúðir og ég veit ekki hvað og hvað. Ótrúlegt. Maður þurfti að hafa kort af hótelinu til að rata um!
Held ég muni seint fara á svona svakalega massíft og flott hótel ever again.
Það fer víst enginn til Las Vegas nema skella sér á eitt gott Vegas show. Og það gerðum við. Úrvalið af showum er svakalegt. Fórum á eitt gott tradisjónal show með berbrjósta showgirls í massavís í glimrandi fjaðrabúningum og skreyttar. Alveg í anda Vegas leiksins.
Þetta var frábær ferð. Gaman að sjá allt það ýktasta af því ýkta sem maður hafði áður ímyndað sér. Þetta er leikheimurinn sem alla langar að upplifa og sjá. Mæli með þessu.
Erum komin aftur til Kalíforníu og nutum dagsins í sólinni í dag. Eigum 3 daga eftir af dvölinni hér í amerísku paradísinni og ætlum að nota einn daginn til að skreppa niður til Tijuana í Mexíkó. Er bara hér 2 tíma niður eftir.
Þangað til þá loves.
P.s. þeir Galluparar sem lesa þetta - þið eruð einhvers staðar blindfullir núna að skemmta ykkur með fyrirtækinu og ég verð að viðurkenna að ég sakna ykkar nú alveg smá....! Fæ díteleraðar lýsingar af skandölum og kjaftasögum eftir helgina. Love you.
þriðjudagur, apríl 20, 2004
California dreaming
Jæja, þá er maður kominn til hinnar einu sönnu Californíu. Og hér er alveg yndislegt að vera. Sérstaklega í gestrisni Ellu og Atla. Jú, og Halldórs Andra litla skæruliðans þeirra sem er á útopnu allan sólarhringinn. Mjög skemmtilegur krakki. Var ansi feginn að fá að hitta aðra íslendinga heldur en bara mömmu og pabba svo við höfum aðeins þurft að leika ma og pa hér úti -góð upphitun!
Erum búin að vera hér í 4 daga af 11 og erum bara í góðu afslappelsi í sólinni og rólegheitunum (miðað við NY). Kíktum um helgina með familíunni til Santa Monica hér uppfrá. Gengum þar um í góða veðrinu og spókuðum okkur. Þar var líf og fjör á götum úti, alls konar listamenn og tónlist, allir að reyna að meika það. Kíktum svo aðeins á Santa Monica beach og þar sáum við m.a. ekta baywatchara! Ha, ha... bara flottir. Kíktum svo aðeins upp til L.A., fórum á Sunset Blvd. og sáum nokkrar góðar stjörnur og hendur og fætur í gangstéttinni. Keyrðum svo upp í Hollywood hills og fengum þar svakalegt útsýni yfir borgina. Það var farið að rökkva og ljósin voru flott í myrkrinu. Í dag var svo farið á ströndina hér í Laguna og það var svaka næs fyrir hvítu Íslendingana... Á morgun verður svo líka strandardagur en svo erum við off to Las Vegas í 2 daga... :) Bæj á meðan elskurnar.
Erum búin að vera hér í 4 daga af 11 og erum bara í góðu afslappelsi í sólinni og rólegheitunum (miðað við NY). Kíktum um helgina með familíunni til Santa Monica hér uppfrá. Gengum þar um í góða veðrinu og spókuðum okkur. Þar var líf og fjör á götum úti, alls konar listamenn og tónlist, allir að reyna að meika það. Kíktum svo aðeins á Santa Monica beach og þar sáum við m.a. ekta baywatchara! Ha, ha... bara flottir. Kíktum svo aðeins upp til L.A., fórum á Sunset Blvd. og sáum nokkrar góðar stjörnur og hendur og fætur í gangstéttinni. Keyrðum svo upp í Hollywood hills og fengum þar svakalegt útsýni yfir borgina. Það var farið að rökkva og ljósin voru flott í myrkrinu. Í dag var svo farið á ströndina hér í Laguna og það var svaka næs fyrir hvítu Íslendingana... Á morgun verður svo líka strandardagur en svo erum við off to Las Vegas í 2 daga... :) Bæj á meðan elskurnar.
fimmtudagur, apríl 15, 2004
New York - New York
jaeja, sma update fra NY.
Tetta er nu bara geggjun. Verd ad segja tad. Madur missir sig gjorsamlega i ruglinu her. Gvud hvad tad er gaman ad versla og eyda peningum! Erum s.s. buin ad versla af okkur rassgatid. Eg segi nu bara eins gott ad madur se olettur og passar ekki i nein almennileg fot... get eiginlega bara keypt sko! Og ju, nokkur olettufot.
Annars er NY allt sem eg bjost vid. Yfirtyrmandi ad ollu leyti. Skemmtileg og litrik. Love it. Alls konar folk ur alls konar menningarkimum. Ekki allir eins eins og heima. Ae, tid vitid hvad eg er ad fara. Erum buin ad fara ut um alla borg tvera og endilanga og skoda hitt og tetta. Rolta um og sjoppa vel.
Forum i svakalega skemmtilega gospelmessu her i Queens a paskadag. Tad var nu meiri upplifunin. Tarna vorum vid 3 hvit innan um stutfulla kirkju af svortum babtistum ad prace the lord a paskadegi. Alveg geggjad. Tetta var 2 og halfs tima serimonia og allir syngjandi og klappandi og dansandi allan timann. Og segjandi halleluja og amen og prace the lord. Jesus is the master. I am his child. Og svo framvegis. Tetta var eiginlega eins og ad vera lentur i biomynd. Meira ad segja presturinn var med sitt rasta har og sagdi brandara i predikuninni. Ogleymanlegt.
Alla vega. A morgun er sidasti NY dagurinn i bili. Erum ta farin til Californiu ad hitta Ellu og Atla og Halldor Andra. Tad verdur kaerkomin afsloppun eftir stressid her. Er komin med oged a tvi ad sjoppa og nog af NY hamborgararossum og aetla i stadinn ad njota tess ad vera i frii i solinni i kringum silikonin...
Tetta er nu bara geggjun. Verd ad segja tad. Madur missir sig gjorsamlega i ruglinu her. Gvud hvad tad er gaman ad versla og eyda peningum! Erum s.s. buin ad versla af okkur rassgatid. Eg segi nu bara eins gott ad madur se olettur og passar ekki i nein almennileg fot... get eiginlega bara keypt sko! Og ju, nokkur olettufot.
Annars er NY allt sem eg bjost vid. Yfirtyrmandi ad ollu leyti. Skemmtileg og litrik. Love it. Alls konar folk ur alls konar menningarkimum. Ekki allir eins eins og heima. Ae, tid vitid hvad eg er ad fara. Erum buin ad fara ut um alla borg tvera og endilanga og skoda hitt og tetta. Rolta um og sjoppa vel.
Forum i svakalega skemmtilega gospelmessu her i Queens a paskadag. Tad var nu meiri upplifunin. Tarna vorum vid 3 hvit innan um stutfulla kirkju af svortum babtistum ad prace the lord a paskadegi. Alveg geggjad. Tetta var 2 og halfs tima serimonia og allir syngjandi og klappandi og dansandi allan timann. Og segjandi halleluja og amen og prace the lord. Jesus is the master. I am his child. Og svo framvegis. Tetta var eiginlega eins og ad vera lentur i biomynd. Meira ad segja presturinn var med sitt rasta har og sagdi brandara i predikuninni. Ogleymanlegt.
Alla vega. A morgun er sidasti NY dagurinn i bili. Erum ta farin til Californiu ad hitta Ellu og Atla og Halldor Andra. Tad verdur kaerkomin afsloppun eftir stressid her. Er komin med oged a tvi ad sjoppa og nog af NY hamborgararossum og aetla i stadinn ad njota tess ad vera i frii i solinni i kringum silikonin...
miðvikudagur, apríl 07, 2004
Málshættir
Ég er ekki alveg sátt við þá málshætti sem páskaeggin eru að færa mér og vandamönnum þessa dagana. Þeir eru svo neikvæðir. Ekki alveg það sem maður vill sjá úr súkkulaðisætu eggi. "Oft ilmar af góðu ill rót", og "Sá sem óröksemi sáir uppsker óhamingju" er ekki alveg my idea of fun and joy, en ég hélt að það væri það sem páskaeggin væru all about (takiði eftir því hvað ég er orðin amrísk strax??).
Af hverju ekki að hafa uppörvandi gleðisetningar í páskaeggjunum eins og t.d.
"Ástin lifir"
"Gleði, gleði, gleði - gleði líf mitt er"
"Sá sem sáir gleði uppsker vinsældir"
"Mér finnst rigningin góð"
"Það er fátt meira hressandi en góð stórhríð"
"Ég er sátt við mig eins og ég er"
"Ég er ógeðslega kúl"
"Þú ert frábær"
"Ég hef góð áhrif á fólk"
"Ég er ekki feit"
"Ég stend mig vel í vinnunni"
"Oft ilmar af góðu sæt stelpa"
Ok, er ekki besti frasasmiðurinn, en þið skiljði hvað ég er að fara.
Svona happí happí joy joy frasar.
Alla vega. Gleðilega páska og borðið slatta af páskaeggjum í fríinu.
"Betra eru mörg páskaegg í maga en fá"!
Af hverju ekki að hafa uppörvandi gleðisetningar í páskaeggjunum eins og t.d.
"Ástin lifir"
"Gleði, gleði, gleði - gleði líf mitt er"
"Sá sem sáir gleði uppsker vinsældir"
"Mér finnst rigningin góð"
"Það er fátt meira hressandi en góð stórhríð"
"Ég er sátt við mig eins og ég er"
"Ég er ógeðslega kúl"
"Þú ert frábær"
"Ég hef góð áhrif á fólk"
"Ég er ekki feit"
"Ég stend mig vel í vinnunni"
"Oft ilmar af góðu sæt stelpa"
Ok, er ekki besti frasasmiðurinn, en þið skiljði hvað ég er að fara.
Svona happí happí joy joy frasar.
Alla vega. Gleðilega páska og borðið slatta af páskaeggjum í fríinu.
"Betra eru mörg páskaegg í maga en fá"!
þriðjudagur, apríl 06, 2004
Sjænuð fyrir fríið
Þá er ég orðin sjænuð fyrir fríið. Fór í fyrsta sinn á ævinni í prófessjonalt vax (á fótunum sko - legg ekki enn í hið brasilíska...) og í fótsnyrtingu. Lá á snyrtistofunni hálfhrjótandi þetta var svo þægilegt í 2 tíma. Gvuð hvað ég mæli með þessu stelpur. Þetta er heaven! Og nú er ég ekki lengur með loðna klumpa og sigg og líkþorn (oj oj oj) heldur bara alveg ágætisleggi takk fyrir. Well, eins ágæta og þeir verða nú þessar elskur með öllum sínum göllum. Svo er það bara brúnkukrem og California here I come!
mánudagur, apríl 05, 2004
Afi Skarpi
Afi Skarpi dó í dag.
Hætti loks að anda eftir viku í dái eftir heilablóðfallið á mánudaginn síðasta.
Engin átök. Bara hætti.
Þetta var það besta sem gat gerst fyrir hann í stöðunni.
Ég átti góða stund uppi á spítala í gær hjá honum þar sem hann andaði ennþá stutt og þungt og í raun vildi maður að þetta tæki fljótt enda.
Sem það betur fer gerði í dag.
Kíkti svo á hann í dag eftir að hann lést. Ég sá að afi var löngu farinn á einhvern betri stað. Eins og það er erfitt að hugsa um dauðann fannst mér þetta ekki eins erfitt og ég hélt. Afi var löngu farinn. Hvert sem maður nú fer.
Friðsæll líkaminn var það eina sem var eftir.
Afi Skarpi.
Afi minn.
Ég á rödd hans á teipi eftir að ég tók viðtal við hann fyrir 3 árum. Sem betur fer. Þar lýsti hann æsku sinni í Keflavík og því þegar hann fór fyrst í bíó. Sagði mér frá uppáhaldskvikmyndastjörnum sínum í þá daga og því þegar hann var á leiksviði og lék Gróu á leiti og í fyrstu íslensku kvikmyndinni, um Bakkabræður.
Ég mun missa af kistulagningunni og jarðaförinni.
Svo ég kyssti hann bless í hinsta sinn og bað Guð að geyma hann.
Afi Skarpi.
Kolaportaafi.
Hætti loks að anda eftir viku í dái eftir heilablóðfallið á mánudaginn síðasta.
Engin átök. Bara hætti.
Þetta var það besta sem gat gerst fyrir hann í stöðunni.
Ég átti góða stund uppi á spítala í gær hjá honum þar sem hann andaði ennþá stutt og þungt og í raun vildi maður að þetta tæki fljótt enda.
Sem það betur fer gerði í dag.
Kíkti svo á hann í dag eftir að hann lést. Ég sá að afi var löngu farinn á einhvern betri stað. Eins og það er erfitt að hugsa um dauðann fannst mér þetta ekki eins erfitt og ég hélt. Afi var löngu farinn. Hvert sem maður nú fer.
Friðsæll líkaminn var það eina sem var eftir.
Afi Skarpi.
Afi minn.
Ég á rödd hans á teipi eftir að ég tók viðtal við hann fyrir 3 árum. Sem betur fer. Þar lýsti hann æsku sinni í Keflavík og því þegar hann fór fyrst í bíó. Sagði mér frá uppáhaldskvikmyndastjörnum sínum í þá daga og því þegar hann var á leiksviði og lék Gróu á leiti og í fyrstu íslensku kvikmyndinni, um Bakkabræður.
Ég mun missa af kistulagningunni og jarðaförinni.
Svo ég kyssti hann bless í hinsta sinn og bað Guð að geyma hann.
Afi Skarpi.
Kolaportaafi.
sunnudagur, apríl 04, 2004
Bless tré
Jæja, framkvæmdagleðin er alveg að vinna með okkur þessa dagana. Það er allt á fullu hér í Firðinum. Nú er loks risavaxna jólatréð sem tók allt plássið í garðinum okkar farið á bak og burt. Þetta tré er víst milljón ára gamalt og ábyggilega friðað og ég veit ekki hvað, en það var alveg að syngja sitt síðasta. Lús á því og svona ógeð þannig það var alls ekki til prýði svo það kom ekkert annað til greina en að fjarlægja það. Geitungarnir sækja líka svo svakalega í það á sumrin að í fyrrasumar var vart verandi úti á palli fyrir brjáluðum geitungum í trénu. Já, eina plantan á lóðinni okkar er þar með fallin! Viggi s.s. mætti með mörder lúkkið í gær og með keðjusög og sagaði tréð niður í bita. Og það var skemmtileg sjón. Garðurinn er þegar upp er staðið alls ekki eins lítill og ég hélt! Nú hef ég pláss fyrir nokkur sumarblóm og það sem er ennþá æðislegra - matjurtagarð. Jibbí. Í sumar verður alltaf ferskt sallat úr garðinum hér. Radísur og rúkóla sallat. Ammi namm.
Er á leið í eftirfermingaveislu í afganga. Ég finn að krakkinn þarf á því að halda (ekki ég sko...)
Er á leið í eftirfermingaveislu í afganga. Ég finn að krakkinn þarf á því að halda (ekki ég sko...)
laugardagur, apríl 03, 2004
Ég verð að þakka fyrir frábær viðbrögð við platblogginu mínu sem ég skrifaði 1. apríl (og var allt í plati), en ég fékk nokkur símtöl frá gáttuðum vinum og kunningjum og voru sumir ánægðir fyrir okkar hönd en aðrir spældir. Aftur biðst ég afsökunar á þessum grallaraskap! Love you all :)
Horfði á Verzló vinna Borgó í gær í gettu betur. Mér leið eins og hálfvita. Vissi ekkert af þessum spurningum sem litlu sætu menntaskólastrákarnir voru að rúlla upp. Alveg ótrúlegt hvað þeir vita. Ok, þeir eru búnir að vera í þjálfunarbúðum en komm on. Þetta er alveg rosalegt. Og kannski líka alveg rosalegt hvað við hin vitum þá lítið. Alla vega vona ég að fleirum en mér hafi liðið svona í gær!
Annars fékk ég svakalega skemmtilegt símtal í gær. Hún Ella Dóra hringdi í mig frá Californíu og við spjölluðum í langan tíma. Höfðum lot of catching up to do. Hún hringdi einmitt líka út af 1. apríl blogginu mínu. Var víst búin að lesa nokkrar línur í blogginu þegar hún varð svo himinlifandi glöð að hún tók upp símann og hringdi til að segja mér hvað hún hlakkaði nú til að fá okkur út í skóla! Æi...., gleði hennar varði þó bara í um 3 mínútur því þetta var jú bara aprílgabb. En áttum þetta svakalega skemmtilega símtal um daginn og veginn í staðinn. Takk fyrir það elsku Ella mín, ég hlakka svo til að hitta ykkur.
Svo er önnur gleðifrétt. Ein vinkona mín í vinnunni er orðin ólétt. Jei! Svaka gaman. Nema Gallup er að fara fjandans til án okkar! Segi svona. Auðvitað erum við ómissandi. Hún á að eiga um 7 vikum á eftir mér og við erum því samfó í þessum mömmuleik. Svo er ein önnur að fara að eiga í byrjun maí (það hafa tekist samningar um að það fæðist 6. maí) svo þarna verðum við 3 saman að mömmast. Þessi sem er í maí er með reynslu, er að koma með annað barn svo það er flott fyrir okkur frumbyrjurnar. En þetta gerir þetta allt mun meira spennandi en áður. Gott að hafa einhvern félagskap í "fríinu".
Horfði á Verzló vinna Borgó í gær í gettu betur. Mér leið eins og hálfvita. Vissi ekkert af þessum spurningum sem litlu sætu menntaskólastrákarnir voru að rúlla upp. Alveg ótrúlegt hvað þeir vita. Ok, þeir eru búnir að vera í þjálfunarbúðum en komm on. Þetta er alveg rosalegt. Og kannski líka alveg rosalegt hvað við hin vitum þá lítið. Alla vega vona ég að fleirum en mér hafi liðið svona í gær!
Annars fékk ég svakalega skemmtilegt símtal í gær. Hún Ella Dóra hringdi í mig frá Californíu og við spjölluðum í langan tíma. Höfðum lot of catching up to do. Hún hringdi einmitt líka út af 1. apríl blogginu mínu. Var víst búin að lesa nokkrar línur í blogginu þegar hún varð svo himinlifandi glöð að hún tók upp símann og hringdi til að segja mér hvað hún hlakkaði nú til að fá okkur út í skóla! Æi...., gleði hennar varði þó bara í um 3 mínútur því þetta var jú bara aprílgabb. En áttum þetta svakalega skemmtilega símtal um daginn og veginn í staðinn. Takk fyrir það elsku Ella mín, ég hlakka svo til að hitta ykkur.
Svo er önnur gleðifrétt. Ein vinkona mín í vinnunni er orðin ólétt. Jei! Svaka gaman. Nema Gallup er að fara fjandans til án okkar! Segi svona. Auðvitað erum við ómissandi. Hún á að eiga um 7 vikum á eftir mér og við erum því samfó í þessum mömmuleik. Svo er ein önnur að fara að eiga í byrjun maí (það hafa tekist samningar um að það fæðist 6. maí) svo þarna verðum við 3 saman að mömmast. Þessi sem er í maí er með reynslu, er að koma með annað barn svo það er flott fyrir okkur frumbyrjurnar. En þetta gerir þetta allt mun meira spennandi en áður. Gott að hafa einhvern félagskap í "fríinu".
föstudagur, apríl 02, 2004
Allt í plati 1. apríl
Æ, sorrý sorrý allt elsku fólkið mitt nær og fjær. Það sem ég skrifaði hér í gær var auðvitað bara smá apríl gabb. Ég hafði það missjón að láta einhvern hlaupa fyrsta apríl í gær en tókst ekki svo ég bara varð að setja smá hvíta lygi inn á bloggið! Bjarga mér fyrir horn!
Er s.s. hvorki að fara að selja kofann, fara í út í nám – hvað þá í doctor í mannfræði…, Viggi er ekki að fara að verða heimavinnandi húsfaðir þótt sú tilhugsun sé vissulega kúl og ég er ekki ólétt (ok jú víst).
Eins og er langar mig bara að vera hér heima í Firðinum með familíunni og í elsku Gallup.
En þetta með keilumeistarann var EKKI PLAT! Ég vann þokkalega.
Er s.s. hvorki að fara að selja kofann, fara í út í nám – hvað þá í doctor í mannfræði…, Viggi er ekki að fara að verða heimavinnandi húsfaðir þótt sú tilhugsun sé vissulega kúl og ég er ekki ólétt (ok jú víst).
Eins og er langar mig bara að vera hér heima í Firðinum með familíunni og í elsku Gallup.
En þetta með keilumeistarann var EKKI PLAT! Ég vann þokkalega.
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Keilumeistari og NEWS!!
Var að koma af djamminu með Gallup. Tókum keilu og dinner á eftir og getið nú bara hvað??!! Jú, jú, ég vann nú bara einstaklingskeppnina með stæl! Tók þessa massa-keilugæja og rústaði með 141 stig í skor. Reyndar ekki personal best en næstum. Ok, viðurkenni nú að þetta snýst um dagsformið en dagurinn í dag var alveg að vinna með mér. Ó, je. Ég er keilumeistari ligga ligga lái.
Annars er það helst að frétta að við Viggi erum búin að ákveða að flytja út! Og það bara strax síðla sumar. Ætlum að selja kofann og stefnum á nám í USA í haust. Þýðir ekkert annað en að fara að byrja á þessu. Viggi ætlar reyndar að byrja á því að vera heimavinnandi húsfaðir með krílið en svo kannski síðar meir taka einhvern skóla eða bara vinna svart í smiðnum. Ég fann þennan líka frábæra skóla rétt hjá L.A. í Californíu sem er akkúrat með námið sem mig hefur dreymt um. Hef ákveðið að taka doktorinn í menningarlegri mannfræði með áherslu á alþjóðar friðar og þróunarmál. Eitthvað fyrir mig. Og svaka praktískt - eða þannig! Við höfum verið að pæla soldið mikið í þessu og ég lét verða af því að sækja um núna í vikunni en umsagnarfresturinn rennur út á morgun. Fékk þessi líka fínu meðmæli bæði frá vinnuveitanda og kennurum svo þetta ætti að vera skothelt! Jei!!!!
Ég elska auðvitað Gallup en þetta er bara skref áfram. Gott fyrir krakkann og svona líka að alast upp í öðru landi og fyrir okkur að breyta til.
Ætla að heimsækja skólann þegar við förum út núna á næstunni. Hlakka ekkert smá til. Það var eiginlega Ella Dóra sem fékk mig til að spá alvarlega í þessu en hún og Atli eru jú flutt út og líkar ekkert smá vel. Hún er einmitt að byrja í sama skóla í haust í atferlisfræði. Oh, það verður svo gaman hjá okkur. Alltaf sól og sumar og frí frá Íslandi og Gallup í bili.
Svo þið sem eruð hér á landi fáið bara rétt að kíkja á krílið áður en við erum svo flogin út í ævintýrin......
Annars er það helst að frétta að við Viggi erum búin að ákveða að flytja út! Og það bara strax síðla sumar. Ætlum að selja kofann og stefnum á nám í USA í haust. Þýðir ekkert annað en að fara að byrja á þessu. Viggi ætlar reyndar að byrja á því að vera heimavinnandi húsfaðir með krílið en svo kannski síðar meir taka einhvern skóla eða bara vinna svart í smiðnum. Ég fann þennan líka frábæra skóla rétt hjá L.A. í Californíu sem er akkúrat með námið sem mig hefur dreymt um. Hef ákveðið að taka doktorinn í menningarlegri mannfræði með áherslu á alþjóðar friðar og þróunarmál. Eitthvað fyrir mig. Og svaka praktískt - eða þannig! Við höfum verið að pæla soldið mikið í þessu og ég lét verða af því að sækja um núna í vikunni en umsagnarfresturinn rennur út á morgun. Fékk þessi líka fínu meðmæli bæði frá vinnuveitanda og kennurum svo þetta ætti að vera skothelt! Jei!!!!
Ég elska auðvitað Gallup en þetta er bara skref áfram. Gott fyrir krakkann og svona líka að alast upp í öðru landi og fyrir okkur að breyta til.
Ætla að heimsækja skólann þegar við förum út núna á næstunni. Hlakka ekkert smá til. Það var eiginlega Ella Dóra sem fékk mig til að spá alvarlega í þessu en hún og Atli eru jú flutt út og líkar ekkert smá vel. Hún er einmitt að byrja í sama skóla í haust í atferlisfræði. Oh, það verður svo gaman hjá okkur. Alltaf sól og sumar og frí frá Íslandi og Gallup í bili.
Svo þið sem eruð hér á landi fáið bara rétt að kíkja á krílið áður en við erum svo flogin út í ævintýrin......