<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 05, 2004

Afi Skarpi 

Afi Skarpi dó í dag.
Hætti loks að anda eftir viku í dái eftir heilablóðfallið á mánudaginn síðasta.
Engin átök. Bara hætti.
Þetta var það besta sem gat gerst fyrir hann í stöðunni.

Ég átti góða stund uppi á spítala í gær hjá honum þar sem hann andaði ennþá stutt og þungt og í raun vildi maður að þetta tæki fljótt enda.
Sem það betur fer gerði í dag.

Kíkti svo á hann í dag eftir að hann lést. Ég sá að afi var löngu farinn á einhvern betri stað. Eins og það er erfitt að hugsa um dauðann fannst mér þetta ekki eins erfitt og ég hélt. Afi var löngu farinn. Hvert sem maður nú fer.
Friðsæll líkaminn var það eina sem var eftir.

Afi Skarpi.
Afi minn.

Ég á rödd hans á teipi eftir að ég tók viðtal við hann fyrir 3 árum. Sem betur fer. Þar lýsti hann æsku sinni í Keflavík og því þegar hann fór fyrst í bíó. Sagði mér frá uppáhaldskvikmyndastjörnum sínum í þá daga og því þegar hann var á leiksviði og lék Gróu á leiti og í fyrstu íslensku kvikmyndinni, um Bakkabræður.

Ég mun missa af kistulagningunni og jarðaförinni.
Svo ég kyssti hann bless í hinsta sinn og bað Guð að geyma hann.

Afi Skarpi.
Kolaportaafi.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker