<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, apríl 24, 2004

Las Vegas 

Við skruppum til Las Vegas í fyrradag. Leigðum okkur kagga og tókum rúntinn héðan úr Kalí og inn í eyðimörk. Fyrst Las Vegas er hér rétt hjá urðum við hreinlega að tékka pleisið út. Það tók um 4 tíma að keyra en leiðin á áfangastað var frekar einhæf en skemmtileg þó. Á leiðinni keyrir maður í eyðimörk með smá eyðimerkurgróðri og í gegnum nokkra Ghost towns þar sem hægt er að pissa og fá sér Taco Bell. Einn svoleiðis bær hét í alvörunni Ghost Town, ha, ha! Spáiði í því að búa þar! Já, ég bý í Draugabæ. En nei, ég heiti samt ekki Kasper.

Í stuttu máli var alveg magnað að koma til Vegas. Það er erfitt að ímynda sér það sem er þar í gangi nema koma þangað og sjá og heyra staðinn í botn. Ætla þó að reyna að gefa smá glimps af því sem ég upplifði.

Fyrir mér er Vegas gerviheimur. Risa skemmtigarður. Leikfangaland. Draumaveröld. Ýktur raunveruleiki. Sem sagt alveg svakalega kúl og skemmtileg borg. Hún hefur allt sem maður getur ímyndað sér. Strippið er aðagatan þarna og þar eru stærstu og ýktustu hótel sem hægt er að ímynda sér. Hvert þeirra hefur ákveðið þema sem byggt er út frá. T.d. er í Vegas hægt að koma til Parísar og sjá Effelturninn og sigurbogann, þú getur skroppið til New York og séð frelsisstyttuna í fullri stærð. Eitt hótelið heitir Hótel Feneyjar og býður m.a. upp á siglingu á síkjum innandyra, og allt er þetta svo stórt að erfitt er að ímynda sér umfangið. Annað heitir Luxor og er stór píramýdi með sfinxinum og fleiru Egypsku.

Og ekki má gleyma kasínóunum! Það eru alls staðar spilasalir og allir eru þeir fullir af fólki að skemmta sér. Eyða þvílíkum upphæðum og hefur gaman að því. Við settum okkur markið að eyða ekki meiru en 10 dollurum og það hélst! Væri svo auðvelt að missa sig þarna mar... Höfðum jafn gaman að því að horfa á fólk spila bæði af sér aleiguna og hoppa af gleði yfir risavinningum.

Umgjörð Las Vegas er öll svo girnileg og skemmtileg að hún fær mann til að langa að fríka út og gleyma sér. Fær manni til að líða eins og maður sé bara í Disney og að lífið sé einn frábær og áhyggjulaus leikur. Og að peningar séu aukaatriði. Frekar hættulegt og án efa auðvelt að gleyma sér aðeins í vitleysunni þarna. The true city of entertainment.

Við tókum auðvitað þátt í leiknum og gistum eins og drottning og kóngur í ríki sínu á Cesars Palace, en allt hótelið snýst um Cesar og rómverska ríkið. Þakið gosbrunnum og styttum. Hrikalega stórt. Ekki nema 10 veitingastaðir á hótelinu og 70-80 verslanir og þá er ég að tala bæði um litlar verslanir og svo upp í dýrustu og flottustu merkin eins og Armani og demantabúðir og ég veit ekki hvað og hvað. Ótrúlegt. Maður þurfti að hafa kort af hótelinu til að rata um!
Held ég muni seint fara á svona svakalega massíft og flott hótel ever again.

Það fer víst enginn til Las Vegas nema skella sér á eitt gott Vegas show. Og það gerðum við. Úrvalið af showum er svakalegt. Fórum á eitt gott tradisjónal show með berbrjósta showgirls í massavís í glimrandi fjaðrabúningum og skreyttar. Alveg í anda Vegas leiksins.

Þetta var frábær ferð. Gaman að sjá allt það ýktasta af því ýkta sem maður hafði áður ímyndað sér. Þetta er leikheimurinn sem alla langar að upplifa og sjá. Mæli með þessu.

Erum komin aftur til Kalíforníu og nutum dagsins í sólinni í dag. Eigum 3 daga eftir af dvölinni hér í amerísku paradísinni og ætlum að nota einn daginn til að skreppa niður til Tijuana í Mexíkó. Er bara hér 2 tíma niður eftir.

Þangað til þá loves.

P.s. þeir Galluparar sem lesa þetta - þið eruð einhvers staðar blindfullir núna að skemmta ykkur með fyrirtækinu og ég verð að viðurkenna að ég sakna ykkar nú alveg smá....! Fæ díteleraðar lýsingar af skandölum og kjaftasögum eftir helgina. Love you.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker