laugardagur, apríl 03, 2004
Ég verð að þakka fyrir frábær viðbrögð við platblogginu mínu sem ég skrifaði 1. apríl (og var allt í plati), en ég fékk nokkur símtöl frá gáttuðum vinum og kunningjum og voru sumir ánægðir fyrir okkar hönd en aðrir spældir. Aftur biðst ég afsökunar á þessum grallaraskap! Love you all :)
Horfði á Verzló vinna Borgó í gær í gettu betur. Mér leið eins og hálfvita. Vissi ekkert af þessum spurningum sem litlu sætu menntaskólastrákarnir voru að rúlla upp. Alveg ótrúlegt hvað þeir vita. Ok, þeir eru búnir að vera í þjálfunarbúðum en komm on. Þetta er alveg rosalegt. Og kannski líka alveg rosalegt hvað við hin vitum þá lítið. Alla vega vona ég að fleirum en mér hafi liðið svona í gær!
Annars fékk ég svakalega skemmtilegt símtal í gær. Hún Ella Dóra hringdi í mig frá Californíu og við spjölluðum í langan tíma. Höfðum lot of catching up to do. Hún hringdi einmitt líka út af 1. apríl blogginu mínu. Var víst búin að lesa nokkrar línur í blogginu þegar hún varð svo himinlifandi glöð að hún tók upp símann og hringdi til að segja mér hvað hún hlakkaði nú til að fá okkur út í skóla! Æi...., gleði hennar varði þó bara í um 3 mínútur því þetta var jú bara aprílgabb. En áttum þetta svakalega skemmtilega símtal um daginn og veginn í staðinn. Takk fyrir það elsku Ella mín, ég hlakka svo til að hitta ykkur.
Svo er önnur gleðifrétt. Ein vinkona mín í vinnunni er orðin ólétt. Jei! Svaka gaman. Nema Gallup er að fara fjandans til án okkar! Segi svona. Auðvitað erum við ómissandi. Hún á að eiga um 7 vikum á eftir mér og við erum því samfó í þessum mömmuleik. Svo er ein önnur að fara að eiga í byrjun maí (það hafa tekist samningar um að það fæðist 6. maí) svo þarna verðum við 3 saman að mömmast. Þessi sem er í maí er með reynslu, er að koma með annað barn svo það er flott fyrir okkur frumbyrjurnar. En þetta gerir þetta allt mun meira spennandi en áður. Gott að hafa einhvern félagskap í "fríinu".
Horfði á Verzló vinna Borgó í gær í gettu betur. Mér leið eins og hálfvita. Vissi ekkert af þessum spurningum sem litlu sætu menntaskólastrákarnir voru að rúlla upp. Alveg ótrúlegt hvað þeir vita. Ok, þeir eru búnir að vera í þjálfunarbúðum en komm on. Þetta er alveg rosalegt. Og kannski líka alveg rosalegt hvað við hin vitum þá lítið. Alla vega vona ég að fleirum en mér hafi liðið svona í gær!
Annars fékk ég svakalega skemmtilegt símtal í gær. Hún Ella Dóra hringdi í mig frá Californíu og við spjölluðum í langan tíma. Höfðum lot of catching up to do. Hún hringdi einmitt líka út af 1. apríl blogginu mínu. Var víst búin að lesa nokkrar línur í blogginu þegar hún varð svo himinlifandi glöð að hún tók upp símann og hringdi til að segja mér hvað hún hlakkaði nú til að fá okkur út í skóla! Æi...., gleði hennar varði þó bara í um 3 mínútur því þetta var jú bara aprílgabb. En áttum þetta svakalega skemmtilega símtal um daginn og veginn í staðinn. Takk fyrir það elsku Ella mín, ég hlakka svo til að hitta ykkur.
Svo er önnur gleðifrétt. Ein vinkona mín í vinnunni er orðin ólétt. Jei! Svaka gaman. Nema Gallup er að fara fjandans til án okkar! Segi svona. Auðvitað erum við ómissandi. Hún á að eiga um 7 vikum á eftir mér og við erum því samfó í þessum mömmuleik. Svo er ein önnur að fara að eiga í byrjun maí (það hafa tekist samningar um að það fæðist 6. maí) svo þarna verðum við 3 saman að mömmast. Þessi sem er í maí er með reynslu, er að koma með annað barn svo það er flott fyrir okkur frumbyrjurnar. En þetta gerir þetta allt mun meira spennandi en áður. Gott að hafa einhvern félagskap í "fríinu".
Comments:
Skrifa ummæli