<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 26, 2004

Hola Tijuana Mexico 

Tókum rúntinn niður til Mexico í dag. Öll familían á nýja bílnum Ellu og Atla. Audi kaggi, svaka fínn. Tijuana er mexíkósk borg sem liggur alveg við landamæri USA og Mexico. Við keyrðum í rúman klukkutíma áður en við lentum beisikklí á annarri plánetu, þ.e. miðað við það sem gengur og gerist hér í Kaliforníu.

Ég veit eiginlega ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessari borg. Frekar subbuleg, allt öðruvísi en USA, áreiti frá litlum íturvöxnum sölumönnum, þrífst á túrisma, allir að selja það sama! Frekar fyndið. Silfur og gull kostar ekki neitt þarna og var að sjálfsögðu splæst í silfur armband og eyrnarlokka með turquoise steinum handa maddömmunni. Á skid og ingen ting. Oh, hvað mér finnst gaman að skoða og versla svona öðruvísi skemmtilegt ódýrt dót og drasl. Við gengum þarna um og skoðuðum lífið í borginni. Enduðum daginn svo á að flippa aðeins í Nike factory outletti sem við fundum rétt við landamærin (USA megin). Frekar girnilegt og ódýrt.

Góður dagur og soldið skrýtin upplifun að koma þarna til Tijuana. Auðvitað gefur þessi borg ekki sem besta mynd af Mexico. Maður þarf að kíkja lengra niðureftir til að fá ekta fíling. Það er eiginlega eins og borgin sé uppsett eða hafi myndast aðeins fyrir túrista og lítið annað. Alla vega það sem við sáum af henni, sem var að vísu aðeins brotabrot. En gaman var þetta engu að síður og nú hef ég komið til Mexico.

Gracias amigos. Obrigado. Eða eitthvað.

Eigum einn dag eftir í sólinni hér í Dana Point og það verður grillað sig á morgun á ströndinni.... mmmmmm...
Höldum svo aftur til N.Y. og verðum þar í 3 daga áður en við lendum aftur á elsku Íslandi.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker