<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Málshættir 

Ég er ekki alveg sátt við þá málshætti sem páskaeggin eru að færa mér og vandamönnum þessa dagana. Þeir eru svo neikvæðir. Ekki alveg það sem maður vill sjá úr súkkulaðisætu eggi. "Oft ilmar af góðu ill rót", og "Sá sem óröksemi sáir uppsker óhamingju" er ekki alveg my idea of fun and joy, en ég hélt að það væri það sem páskaeggin væru all about (takiði eftir því hvað ég er orðin amrísk strax??).

Af hverju ekki að hafa uppörvandi gleðisetningar í páskaeggjunum eins og t.d.
"Ástin lifir"
"Gleði, gleði, gleði - gleði líf mitt er"
"Sá sem sáir gleði uppsker vinsældir"
"Mér finnst rigningin góð"
"Það er fátt meira hressandi en góð stórhríð"
"Ég er sátt við mig eins og ég er"
"Ég er ógeðslega kúl"
"Þú ert frábær"
"Ég hef góð áhrif á fólk"
"Ég er ekki feit"
"Ég stend mig vel í vinnunni"
"Oft ilmar af góðu sæt stelpa"

Ok, er ekki besti frasasmiðurinn, en þið skiljði hvað ég er að fara.
Svona happí happí joy joy frasar.

Alla vega. Gleðilega páska og borðið slatta af páskaeggjum í fríinu.

"Betra eru mörg páskaegg í maga en fá"!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker