sunnudagur, apríl 04, 2004
Bless tré
Jæja, framkvæmdagleðin er alveg að vinna með okkur þessa dagana. Það er allt á fullu hér í Firðinum. Nú er loks risavaxna jólatréð sem tók allt plássið í garðinum okkar farið á bak og burt. Þetta tré er víst milljón ára gamalt og ábyggilega friðað og ég veit ekki hvað, en það var alveg að syngja sitt síðasta. Lús á því og svona ógeð þannig það var alls ekki til prýði svo það kom ekkert annað til greina en að fjarlægja það. Geitungarnir sækja líka svo svakalega í það á sumrin að í fyrrasumar var vart verandi úti á palli fyrir brjáluðum geitungum í trénu. Já, eina plantan á lóðinni okkar er þar með fallin! Viggi s.s. mætti með mörder lúkkið í gær og með keðjusög og sagaði tréð niður í bita. Og það var skemmtileg sjón. Garðurinn er þegar upp er staðið alls ekki eins lítill og ég hélt! Nú hef ég pláss fyrir nokkur sumarblóm og það sem er ennþá æðislegra - matjurtagarð. Jibbí. Í sumar verður alltaf ferskt sallat úr garðinum hér. Radísur og rúkóla sallat. Ammi namm.
Er á leið í eftirfermingaveislu í afganga. Ég finn að krakkinn þarf á því að halda (ekki ég sko...)
Er á leið í eftirfermingaveislu í afganga. Ég finn að krakkinn þarf á því að halda (ekki ég sko...)
Comments:
Skrifa ummæli