þriðjudagur, apríl 06, 2004
Sjænuð fyrir fríið
Þá er ég orðin sjænuð fyrir fríið. Fór í fyrsta sinn á ævinni í prófessjonalt vax (á fótunum sko - legg ekki enn í hið brasilíska...) og í fótsnyrtingu. Lá á snyrtistofunni hálfhrjótandi þetta var svo þægilegt í 2 tíma. Gvuð hvað ég mæli með þessu stelpur. Þetta er heaven! Og nú er ég ekki lengur með loðna klumpa og sigg og líkþorn (oj oj oj) heldur bara alveg ágætisleggi takk fyrir. Well, eins ágæta og þeir verða nú þessar elskur með öllum sínum göllum. Svo er það bara brúnkukrem og California here I come!
Comments:
Skrifa ummæli