<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 20, 2004

California dreaming 

Jæja, þá er maður kominn til hinnar einu sönnu Californíu. Og hér er alveg yndislegt að vera. Sérstaklega í gestrisni Ellu og Atla. Jú, og Halldórs Andra litla skæruliðans þeirra sem er á útopnu allan sólarhringinn. Mjög skemmtilegur krakki. Var ansi feginn að fá að hitta aðra íslendinga heldur en bara mömmu og pabba svo við höfum aðeins þurft að leika ma og pa hér úti -góð upphitun!

Erum búin að vera hér í 4 daga af 11 og erum bara í góðu afslappelsi í sólinni og rólegheitunum (miðað við NY). Kíktum um helgina með familíunni til Santa Monica hér uppfrá. Gengum þar um í góða veðrinu og spókuðum okkur. Þar var líf og fjör á götum úti, alls konar listamenn og tónlist, allir að reyna að meika það. Kíktum svo aðeins á Santa Monica beach og þar sáum við m.a. ekta baywatchara! Ha, ha... bara flottir. Kíktum svo aðeins upp til L.A., fórum á Sunset Blvd. og sáum nokkrar góðar stjörnur og hendur og fætur í gangstéttinni. Keyrðum svo upp í Hollywood hills og fengum þar svakalegt útsýni yfir borgina. Það var farið að rökkva og ljósin voru flott í myrkrinu. Í dag var svo farið á ströndina hér í Laguna og það var svaka næs fyrir hvítu Íslendingana... Á morgun verður svo líka strandardagur en svo erum við off to Las Vegas í 2 daga... :) Bæj á meðan elskurnar.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker