<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

BMI 22,5, púls 67... 

Ég borðaði örugglega samtals um 15 bollur í tilefni bolludagsins. Um helgina og svo í gær. Og ok, viðurkenni það, eina líka í dag. Með miklum rjóma og helst með royalbúðing líka. Skemmtilegir svona nammidagar. Fékk mig hins vegar ekki til að smakka á saltkjötinu og baununum í dag. Á morgun ætla ég svo að vera Silvía Nótt. Hvað annað.

Annars get ég fullyrt það að ég er 100% pía.
Hjúkkan í dag sagði mér það og þá er það satt.
Ég fór sem sagt í allsherjar heilsufarsmælingu í dag sem boðið var upp á inni í vinnu. Ég var akkúrat frábær í öllu sem mælt var, s.s. blóðfitu, blóðsykri, bmi, vöðva- og fitumassa, blóðþrýstingi, púls, járni, súrefnisupptöku og ég veit ekki hvað og hvað. Meira að segja mittismálið á mér er 100% þrátt fyrir bolluátið. Hún sagði mér að ég væri í fínu formi og myndi lifa vel og lengi.

Ah, góðir svona dagar þegar maður er svona fullkominn.

laugardagur, febrúar 25, 2006

Vera 19 mánaða 

Vera er 19 mánaða í dag. Snúllan sú. Oh, hún er svo mikið æði þessi stelpa sem ég á. Svo skemmtileg og sniðug og æðisleg og geðgóð og og og...

Vera er komin með Línu langsokk og apann á heilann og bæði horfir mikið á myndina og hlustar á tónlistina úr leikritinu. Hún keyrir apann um í kerrunni eftir að hafa pakkað honum vel inn í burðarrúminu. Vera er stöðugt að klæða sig í og úr og á morgnanna þegar ég er búin að klæða hana og er eitthvað að græja mig er daman oftar en ekki komin í annað sokkapar eða annan bol. Einnig þarf hún oft að skipta 2-3 sinnum um skó áður en við leggjum í hann. Dundar sér svona við þetta á meðan mamman setur upp andlitið.

Ný orð sem ég hef heyrt Veru segja undanfarið eru t.d. eyra (eja), auga (auja), hár (háá), heim (hemm), út (ut), inn og Axel (Axel brósi = Atsj) og hækka (hætta) - en það notar hún óspart til að fá mömmuna til að hækka þegar Lína er í græjunum! Til viðbótar við þetta þá lærði Vera fyrir nokkru loks að kyssa með lokaðan munninn ;)


Vera er orðin stór og farin að finna út alls kyns hluti eins og... Posted by Picasa


...að gera eins og mamma sín! Posted by Picasa

föstudagur, febrúar 24, 2006

Pabbi minn er sko smiður! 

Vera fór í gær að rölta á Laugaveginum með dagmömmunum sem búa þar rétt hjá. Á Laugaveginum er mikið um framkvæmdir sem stendur og fullt af vinnandi mönnum þar í smiðsfötum með heyrnahlífar og hamar í hönd. Vera var voða spennt og benti dagmömmunum á þá hvern af öðrum og sagði: „pabba, pabba“!! Þessi snúlla var sem sagt að segja þeim að pabbi sinn væri smiður. Oh, þvílíka krúttan. Er hún orðin gáfuð þessi elska eða hvað? Enda 19 mánaða á morgun (= eins og hálfs árs + 1 mánuður) ;)

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Fyrsta klippingin! 

Vera fór í klippingu í fyrsta sinn í gær. Pabbinn fór með hana því ég þurfti að vinna. Ég veit að ykkur þykir þetta ekkert merkilegt, en ég er svo spennt yfir þessu eitthvað - er næstum eins og fyrsti skóladagurinn. Merkisáfangi hehe. Hún var komin með svo síðar krullutæjur litla músin sem þurfti að snyrta. Þetta gekk víst vonum framar og mín sat prúð og stillt, svaka hissa með feimnasvipinn á sér allan tímann. Kom svo heim með fasta fléttu! Algjör snúlla.
Mamman fer pottþétt með hana næst.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Ég er alveg rosalega meðvituð um rassinn og brjóstin á mér í dag. Ég finn líka fyrir þeim í hverju skrefi. Soldið skemmtilegt svona, eins og maður sé með svaka tittsara og þrýstinn kúlurass. Fín tilfinning. Já, átökin í World Class í gær eru að segja til sín. Rassinn fékk framstig og brjóstin armbeygjur.
Og hana nú.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Verðandi brúðurin ég 

Ég er verðandi brúður.
Og það er þvílíkt spennandi. Allt að gerast. Búið að græja kjól, keypti mér skó um helgina (fór ekki með nema 6 pör heim til að máta...langaði í þá alla og var næstum því búin að skila bara þremur tilbaka...)festi salinn í gær (þótt hann sé með vínrauðum plussstólum og karrígulum gluggatjöldum - þá verður þetta pottþétt svaka fínt með stuðinu!) og fínpússaði gestalistann. Prestur, kirkja og organisti kominn og söngur í kirkjunni í græjingi. Er meira að segja búin að ganga frá barnapössun fyrir Veru!

Jamms. Spennó.

En um leið skrýtið.
Mig hefur alltaf langað að giftast Vigga. He´s the one. Svo fékk ég bara aldrei bónorðið og glætan að ég myndi biðja hans. Ég er nebblega meira gamaldags heldur en þið haldið. Eða þrjósk. Ég meina, kona hefur sín prinsipp.
Og vá hvað mig langaði að gera allt í "réttri" röð. Eftir uppskriftinni. Að klára skólann, kaupa íbúð, (sem við og gerðum) og gifta mig svo áður en börnin kæmu. Skildi ekki af hverju fólk var að búa til börnin áður en það gifti sig. Það leit eitthvað skakt út fyrir mér, sem var að reyna að planleggja líf mitt til að koma öllu fyrir. Annars myndi ég bara gleyma einhverju voða mikilvægu. Eins og til dæmis að gifta mig. Langaði ekki að vera þessi týpa sem færi til sýslumanns og skrifaði undir pappírana af skyldurækni við erfðalögin eða eitthvað. Af því hún gleymdi að gifta sig af því hún var svo bissí að gera eitthvað annað (eins og að vera þreytt húsmóðir eða eitthvað!)

Og svo leið og beið. Og beið og beið. Og ég gaf hint. Og ég ræddi giftingarmálin. En aldrei virtist vera rétti tíminn fyrir Vigga að ganga í málið. Hans lífsplan var víst eitthvað afslappaðra en mitt þaulskipulagða (=skipulagsfrík! En ég verð samt að segja ykkur að það plan hefur laaangt frá því gengið upp!).

Ég gaf út yfirlýsingu að mig minnir um 25 ára aldurinn í partýi með vinunum þar sem einhverra hluta vegna var verið að ræða brúðkaup og ég vissi sko alveg að ég vildi sko ekki sjá mig vera að gifta mig þrítuga eða eitthvað þaðan af eldri, af því ég gleymdi því hreinlega, af því það var svo mikið annað að gerast eins og að eignast börn og eitthvað. Að ég myndi sko ekki gifta mig þrítug og þreytt með barnaskarann og lærapokana niður á hæla. Sá hræðilega brúðkaupsmynd fyrir mér í huganum með svoleiðis þreyttu fólki sem var að gifta sig aþþíbara... og neibb, ég skyldi sko gifta mig þegar ég væri ennþá ung og sæt og með lærin og magann í þokkalega sexí ástandi. Og hana nú.

En svo...

...stefni ég á að gifta mig á þrítugsafmælisdaginn minn á næstunni. Á eitt barn og er með ágætislærapoka og líka pínu maga eftir meðgönguna.

En ég er ekki þreytt og jafnvel soldið sæt ennþá ef ég hef mig til svo þetta er ókey.
Gaman hvað lífið kemur alltaf á óvart.
E

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Ella í Calí 

Ella Dóra vinkona í Californiu er aftur komin með link á þessa síðu.
Hún er hetja sem setur það ekki fyrir sig að flytja ótt og títt á milli landa með börn og buru og allt. Hún var s.s. í Calí, kom til Íslands og er svo farin til Calí aftur. Eignaðist eitt barn í millitíðinni og þá á hún tvo litla skæruliða.

Við heimsóttum Ellu Dóru og fjölskyldu þegar þau bjuggu í Calí í fyrra skiptið og hér má sjá myndum af okkur skvísunum á góðri stundu.

Vera er í kúlunni, en þetta er í apríl 2004, um 3 mánuðum áður en Vera fæddist.
Æðisleg ferð, og vonandi eigum við fleiri góðar heimsóknir til þeirra eftir, hvar sem þau verða niður komin í heiminum...
Miss you Ella!
E




þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Bollur í brúnni 


namm Posted by Picasa

Dugleg!

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Vera og vinirnir 

Dagur litli vinur og Guðný Eva stóra systir hans - Sóleyjar- og Eikabörn kíktu í heimsókn í vikunni (með "bollur í brúnni"!)og Freyja litla vinkona kíkti í heimsókn í dag. Mamman hefur gaman að því að taka myndir af þeim krökkum sem koma í heimsókn -þau eru svo miklar dúllusnúllur eins og sjá má.


Allir að leika - Guðný Eva 4 1/2 árs og Dagur sem er 3 mánuðum eldri en Vera Posted by Picasa


Vera og Dagur eru ekki bara vinir heldur líka dagmömmupartners Posted by Picasa


Freyja Vilborgar- og Rúnarsdóttir Posted by Picasa


Hér sést vel hvað Vera er "stór"...og hvað Freyja er "lítil" (rúmlega 5 mánaða)! Posted by Picasa


Freyja og Vera Posted by Picasa

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Maaatur! 

Ég er alveg ágætis húsmóðir. Kann að elda soðinn fisk og hakk og spagó og það helst svona. Og ferst sæmilega úr hendi þegar ég prófa nýja rétti. En ég hef aldrei kunnað að gera kjötbollur í brúnni sósu. Og það var nú barasta eitt af mínu uppáhaldi þegar ég var yngri. Ég fékk stundum kjötbollur hjá ömmu Sillu en svo ekki meir í laaaangan tíma. Þar til í gær.

Haldiði ekki bara að vinkona mín hafi mætt á svæðið með mat í poka og krakkaskarann sinn, og kennt mér loks að elda "bollur í brúnni" eins og hún kallar það! Í skiptum fyrir ogguponsu ráðgjöf við saumaskap af minni hálfu (sem var samt ekki baun í bala). Við höfðum rætt þetta lengi að hún ætlaði að sýna mér galdurinn en aldrei varð neitt úr því. Hún fékk nebblega hláturskast þegar ég sagðist ekki kunna þetta. Það er bara þannig að þegar maður hefur fengið eitthvað svakalega gott einhvers staðar annars staðar, eins og t.d. hjá ömmu, þá leggur maður ekki í að toppa dæmið.

En það næstum því toppaðist í gær. Þetta var alveg delisíósó og allir borðuðu eins og hestar, og börnin þar með talin. Þetta verður hér eftir svona miðvikudagsmatur hjá mér (þegar ég nenni að elda).

Ef fleiri vilja kenna mér að elda þá er þeim velkomið að mæta í höllina og sýna mér. Ég hlýt að hafa ýmislegt í pokahorninu í skiptum!

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Hver hefði trúað því að þurrkari létti líf mitt svona svakalega? Ekki ég. En ég er að finna það. Alveg mögnuð uppfinning (glæný ekki satt?)

Og hver hefði trúað því hvað 70 sjónvarpsstöðvar geta gert mann að heiladauðum hálfvita. Jeminn. Ég sit bara eins og klessa í nýja sófanum mínum með fjarstýringuna á fullu á milli þess sem ég set í þvottavél og þurrkarann. Og finnst flest samt leiðinlegt.

En hei - ég er ekki alveg að morkna hérna samt. Var að koma af kóræfingu og Mozart guttinn er alveg að rokka. Ég held að verkið heiti "Missa Solemnis" in C major. Og þetta er allt að koma. Liggur svakalega hátt svo það ískrar í manni. Og fyrstu æfingarnar kann maður ekkert og verður bara raddlaus og vitlaus. Svo æfist þetta hægt og rólega og það er æðisleg tilfinning þegar manni finnst maður loks kunna þetta. Svona fullkomnunartilfinning sem er svakalega holl.

Jæja, nú fraus digital Ísland rétt í þessu svo best að fara að tala loks eitthvað við Vigga.
Pæliði í þessu.
E

mánudagur, febrúar 06, 2006

Númer fimmtán 

Í tilefni þess að 15. tönnin hennar Veru kom upp í dag (og hún sótt með hita til dagmammanna í kjölfarið eins og vanalega þegar tennurnar ryðja sér fram!) koma hér nokkrar myndir :)

Orð dagsins: Hús (úsh), amma (loksins!! - amma var alltaf mamma en er nú s.s. orðin aaamma), api (aba - Línu Langsokki að þakka) og afi (áva).


Veru finnst svaka gaman i sundi og vid skellum okkur vikulega. Posted by Picasa


Taktu ter stodu... Posted by Picasa


Vera vill helst ekkert synda i sundi - bara hoppa og hoppa og hoppa...og er alveg ohraedd og algjor glanni! Posted by Picasa


Gaman i sundi Posted by Picasa


Uti a rolo Posted by Picasa


Gjugg! Posted by Picasa


Ad klifra! Posted by Picasa


A rombunni Posted by Picasa


I rolunni Posted by Picasa


Sniduga Veran Posted by Picasa


Bjork Davids og Vera ad leika Posted by Picasa


Stelpan er ordin svo klár! Vera kann ordid ad fara i halfgerdan kollhnis uppi í rúmi Posted by Picasa


Saet i nyju nattfotunum Posted by Picasa


obbosí Posted by Picasa

sunnudagur, febrúar 05, 2006

Þorrablót 

Ég fór á mitt fyrsta þorrablót í gærkvöldi. Kvöldið byrjaði með partýi í góðar vina hópi þar sem ég einsetti mér að gúffa mig út af ostum og kexi til að geta mögulega sleppt við að smakka á þorramatnum síðar um kvöldið. Þetta var bara venjulegt fínt partý, flott fólk, tónlist og áfengi ekki síst. Ekkert sérlega þorralegt svona við það. Við horfðum á Eurovision og trylltumst úr gleði þegar Silvía Nótt steig á svið.

Silvía Nótt var æði. Ég kaus hana að sjálfsögðu. Við erum búin að prófa allt í þessari eurovisjonkeppni og ekki gengið neitt sérlega vel svona yfir höfuð, svo why not? Ég er meira að segja ennþá með lagið á heilanum síðan í gærkvöldi. Og man akkúrat ekkert annað lag í þessari undankeppni. Við vinnum þetta - koma svo! Alla vega ef Silvía fer. Hver ætlar að bjóða mér í júróvisjonpartý í maí?

Þorrablótið var haldið á Kaplakrika og þangað hélt HafnarfjarðarFHfylkingin. Súr matarlyktin tók á móti okkur og Logi fyrrum íþróttakennarinn minn var rallandi falskur uppi á sviði ásamt Hemma Gunn. Alveg súrt - í takt við þema kvöldsins. Við vinirnir vorum hins vegar allt annað en súr í bragði og héldum uppi góðu stuði allt kvöldið. Í för voru 2 óléttar og 3 með barn á brjósti en við hinar bytturnar náðum að trekkja þær þvílíkt upp að þær voru á þessu svakalega fína ímó allt kvöldið. Við dönsuðum af okkur rassg... með Bo Hall og félögum sem var svona þokkalega súrt. En það var líka sætt því þá fékk maður alla vega dans við tengdó sem greiddi einu sinni í píku eins og hann - og þvílíka tjúttið sem það var! Öll fjölskyldan hans Vigga var jú á staðnum enda harðir FH-ingar í húð og hár. Agalegt fjör sem sagt.

Maturinn á blótinu var aukaatriði. Ég smakkaði ekkert af þorramatnum nema rófustöppuna og smá harðfisk. Já, veit, gungan ég. Strákarnir slöfruðu flestir í sig sviðunum og renndu hákarlinu niður með brennivíni en ég sá einhvern veginn ekki tilganginn með því. Þegar ég var lítil kepptist ég samt við bróður minn um að borða sem flest svið til að eignast sem flestar byssur, sem voru að sjálfsögðu kjamminn. En ekki lengur... Og nú veit ég að hún amma mín Silla hristir hausinn yfir mér uppi á himnum.

Þetta var eitt stórt fyndið og skemmtilegt Hafnarfjarðarfyllerí og ég fékk smá flashback frá því á Flensborgarböllunum síðan í gamle dage. Nema núna voru allir orðnir svaka gamlir og mömmurnar og pabbarnir og ömmurnar og afarnir voru með í för! Þegar klukkan var að ganga fjögur og ég hitti einn blóðugan í framan og ein kona ældi næstum því á tærnar á mér inni á klósetti fann ég að þetta var orðið gott og við héldum heim á leið. Það var þessi líka fína ganga heim, en ég hef ekki labbað heim af djamminu síðan á Njálsgötunni forðum daga. Mjög hressandi ganga, sem ásamt fullum diski af kókópuffsi bjargaði deginum í dag. Ég var alls ekkert þunn eða mygluð. Aldrei þessu vant. Þorrinn maður, hann er sem sagt alveg að gera sig. Ég reyni að smakka alla vega svið og kannski hákarl á næsta ári. Ehhh...sko, ef einhver býður mér góðan pening fyrir.

En hei- ég er ekki svo góð í þessu - Þorrinn var fínn, honum lýkur senn, búin að blóta honum, en hvað gerist svo á Góunni sem gefur tilefni til að djamma?

föstudagur, febrúar 03, 2006

Uppgangur 

Ég held barasta að líf mitt þessa dagana sé að ganga upp.
Flísarinn mætti í morgun og ætlar að tækla baðherbergið mitt um helgina, ég er komin með Lost þættina á Ipodinn og Despó byrjaði í gærkvöldi. Vera er orðin frísk eftir veikindin, brúðkaupspartýgestalistinn að smella saman, helgi á morgun með þorrablóti í góðra vina hópi og Vera búin að bæta við tveimur nýjum orðum: Skór (dóóóó) og krakkar (daahdddaa).

Reyndar fékk Landinn ekki skoðun vegna þess að hann er bilaður, en hei, það er hætt að koma á óvart. Við erum hins vegar búin að ákveða að selja hann loksins. Jibbí.

Góða helgi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker