sunnudagur, febrúar 05, 2006
Þorrablót
Ég fór á mitt fyrsta þorrablót í gærkvöldi. Kvöldið byrjaði með partýi í góðar vina hópi þar sem ég einsetti mér að gúffa mig út af ostum og kexi til að geta mögulega sleppt við að smakka á þorramatnum síðar um kvöldið. Þetta var bara venjulegt fínt partý, flott fólk, tónlist og áfengi ekki síst. Ekkert sérlega þorralegt svona við það. Við horfðum á Eurovision og trylltumst úr gleði þegar Silvía Nótt steig á svið.
Silvía Nótt var æði. Ég kaus hana að sjálfsögðu. Við erum búin að prófa allt í þessari eurovisjonkeppni og ekki gengið neitt sérlega vel svona yfir höfuð, svo why not? Ég er meira að segja ennþá með lagið á heilanum síðan í gærkvöldi. Og man akkúrat ekkert annað lag í þessari undankeppni. Við vinnum þetta - koma svo! Alla vega ef Silvía fer. Hver ætlar að bjóða mér í júróvisjonpartý í maí?
Þorrablótið var haldið á Kaplakrika og þangað hélt HafnarfjarðarFHfylkingin. Súr matarlyktin tók á móti okkur og Logi fyrrum íþróttakennarinn minn var rallandi falskur uppi á sviði ásamt Hemma Gunn. Alveg súrt - í takt við þema kvöldsins. Við vinirnir vorum hins vegar allt annað en súr í bragði og héldum uppi góðu stuði allt kvöldið. Í för voru 2 óléttar og 3 með barn á brjósti en við hinar bytturnar náðum að trekkja þær þvílíkt upp að þær voru á þessu svakalega fína ímó allt kvöldið. Við dönsuðum af okkur rassg... með Bo Hall og félögum sem var svona þokkalega súrt. En það var líka sætt því þá fékk maður alla vega dans við tengdó sem greiddi einu sinni í píku eins og hann - og þvílíka tjúttið sem það var! Öll fjölskyldan hans Vigga var jú á staðnum enda harðir FH-ingar í húð og hár. Agalegt fjör sem sagt.
Maturinn á blótinu var aukaatriði. Ég smakkaði ekkert af þorramatnum nema rófustöppuna og smá harðfisk. Já, veit, gungan ég. Strákarnir slöfruðu flestir í sig sviðunum og renndu hákarlinu niður með brennivíni en ég sá einhvern veginn ekki tilganginn með því. Þegar ég var lítil kepptist ég samt við bróður minn um að borða sem flest svið til að eignast sem flestar byssur, sem voru að sjálfsögðu kjamminn. En ekki lengur... Og nú veit ég að hún amma mín Silla hristir hausinn yfir mér uppi á himnum.
Þetta var eitt stórt fyndið og skemmtilegt Hafnarfjarðarfyllerí og ég fékk smá flashback frá því á Flensborgarböllunum síðan í gamle dage. Nema núna voru allir orðnir svaka gamlir og mömmurnar og pabbarnir og ömmurnar og afarnir voru með í för! Þegar klukkan var að ganga fjögur og ég hitti einn blóðugan í framan og ein kona ældi næstum því á tærnar á mér inni á klósetti fann ég að þetta var orðið gott og við héldum heim á leið. Það var þessi líka fína ganga heim, en ég hef ekki labbað heim af djamminu síðan á Njálsgötunni forðum daga. Mjög hressandi ganga, sem ásamt fullum diski af kókópuffsi bjargaði deginum í dag. Ég var alls ekkert þunn eða mygluð. Aldrei þessu vant. Þorrinn maður, hann er sem sagt alveg að gera sig. Ég reyni að smakka alla vega svið og kannski hákarl á næsta ári. Ehhh...sko, ef einhver býður mér góðan pening fyrir.
En hei- ég er ekki svo góð í þessu - Þorrinn var fínn, honum lýkur senn, búin að blóta honum, en hvað gerist svo á Góunni sem gefur tilefni til að djamma?
Silvía Nótt var æði. Ég kaus hana að sjálfsögðu. Við erum búin að prófa allt í þessari eurovisjonkeppni og ekki gengið neitt sérlega vel svona yfir höfuð, svo why not? Ég er meira að segja ennþá með lagið á heilanum síðan í gærkvöldi. Og man akkúrat ekkert annað lag í þessari undankeppni. Við vinnum þetta - koma svo! Alla vega ef Silvía fer. Hver ætlar að bjóða mér í júróvisjonpartý í maí?
Þorrablótið var haldið á Kaplakrika og þangað hélt HafnarfjarðarFHfylkingin. Súr matarlyktin tók á móti okkur og Logi fyrrum íþróttakennarinn minn var rallandi falskur uppi á sviði ásamt Hemma Gunn. Alveg súrt - í takt við þema kvöldsins. Við vinirnir vorum hins vegar allt annað en súr í bragði og héldum uppi góðu stuði allt kvöldið. Í för voru 2 óléttar og 3 með barn á brjósti en við hinar bytturnar náðum að trekkja þær þvílíkt upp að þær voru á þessu svakalega fína ímó allt kvöldið. Við dönsuðum af okkur rassg... með Bo Hall og félögum sem var svona þokkalega súrt. En það var líka sætt því þá fékk maður alla vega dans við tengdó sem greiddi einu sinni í píku eins og hann - og þvílíka tjúttið sem það var! Öll fjölskyldan hans Vigga var jú á staðnum enda harðir FH-ingar í húð og hár. Agalegt fjör sem sagt.
Maturinn á blótinu var aukaatriði. Ég smakkaði ekkert af þorramatnum nema rófustöppuna og smá harðfisk. Já, veit, gungan ég. Strákarnir slöfruðu flestir í sig sviðunum og renndu hákarlinu niður með brennivíni en ég sá einhvern veginn ekki tilganginn með því. Þegar ég var lítil kepptist ég samt við bróður minn um að borða sem flest svið til að eignast sem flestar byssur, sem voru að sjálfsögðu kjamminn. En ekki lengur... Og nú veit ég að hún amma mín Silla hristir hausinn yfir mér uppi á himnum.
Þetta var eitt stórt fyndið og skemmtilegt Hafnarfjarðarfyllerí og ég fékk smá flashback frá því á Flensborgarböllunum síðan í gamle dage. Nema núna voru allir orðnir svaka gamlir og mömmurnar og pabbarnir og ömmurnar og afarnir voru með í för! Þegar klukkan var að ganga fjögur og ég hitti einn blóðugan í framan og ein kona ældi næstum því á tærnar á mér inni á klósetti fann ég að þetta var orðið gott og við héldum heim á leið. Það var þessi líka fína ganga heim, en ég hef ekki labbað heim af djamminu síðan á Njálsgötunni forðum daga. Mjög hressandi ganga, sem ásamt fullum diski af kókópuffsi bjargaði deginum í dag. Ég var alls ekkert þunn eða mygluð. Aldrei þessu vant. Þorrinn maður, hann er sem sagt alveg að gera sig. Ég reyni að smakka alla vega svið og kannski hákarl á næsta ári. Ehhh...sko, ef einhver býður mér góðan pening fyrir.
En hei- ég er ekki svo góð í þessu - Þorrinn var fínn, honum lýkur senn, búin að blóta honum, en hvað gerist svo á Góunni sem gefur tilefni til að djamma?
Comments:
Skrifa ummæli