fimmtudagur, febrúar 09, 2006
Maaatur!
Ég er alveg ágætis húsmóðir. Kann að elda soðinn fisk og hakk og spagó og það helst svona. Og ferst sæmilega úr hendi þegar ég prófa nýja rétti. En ég hef aldrei kunnað að gera kjötbollur í brúnni sósu. Og það var nú barasta eitt af mínu uppáhaldi þegar ég var yngri. Ég fékk stundum kjötbollur hjá ömmu Sillu en svo ekki meir í laaaangan tíma. Þar til í gær.
Haldiði ekki bara að vinkona mín hafi mætt á svæðið með mat í poka og krakkaskarann sinn, og kennt mér loks að elda "bollur í brúnni" eins og hún kallar það! Í skiptum fyrir ogguponsu ráðgjöf við saumaskap af minni hálfu (sem var samt ekki baun í bala). Við höfðum rætt þetta lengi að hún ætlaði að sýna mér galdurinn en aldrei varð neitt úr því. Hún fékk nebblega hláturskast þegar ég sagðist ekki kunna þetta. Það er bara þannig að þegar maður hefur fengið eitthvað svakalega gott einhvers staðar annars staðar, eins og t.d. hjá ömmu, þá leggur maður ekki í að toppa dæmið.
En það næstum því toppaðist í gær. Þetta var alveg delisíósó og allir borðuðu eins og hestar, og börnin þar með talin. Þetta verður hér eftir svona miðvikudagsmatur hjá mér (þegar ég nenni að elda).
Ef fleiri vilja kenna mér að elda þá er þeim velkomið að mæta í höllina og sýna mér. Ég hlýt að hafa ýmislegt í pokahorninu í skiptum!
Haldiði ekki bara að vinkona mín hafi mætt á svæðið með mat í poka og krakkaskarann sinn, og kennt mér loks að elda "bollur í brúnni" eins og hún kallar það! Í skiptum fyrir ogguponsu ráðgjöf við saumaskap af minni hálfu (sem var samt ekki baun í bala). Við höfðum rætt þetta lengi að hún ætlaði að sýna mér galdurinn en aldrei varð neitt úr því. Hún fékk nebblega hláturskast þegar ég sagðist ekki kunna þetta. Það er bara þannig að þegar maður hefur fengið eitthvað svakalega gott einhvers staðar annars staðar, eins og t.d. hjá ömmu, þá leggur maður ekki í að toppa dæmið.
En það næstum því toppaðist í gær. Þetta var alveg delisíósó og allir borðuðu eins og hestar, og börnin þar með talin. Þetta verður hér eftir svona miðvikudagsmatur hjá mér (þegar ég nenni að elda).
Ef fleiri vilja kenna mér að elda þá er þeim velkomið að mæta í höllina og sýna mér. Ég hlýt að hafa ýmislegt í pokahorninu í skiptum!
Comments:
Skrifa ummæli