<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Fyrsta klippingin! 

Vera fór í klippingu í fyrsta sinn í gær. Pabbinn fór með hana því ég þurfti að vinna. Ég veit að ykkur þykir þetta ekkert merkilegt, en ég er svo spennt yfir þessu eitthvað - er næstum eins og fyrsti skóladagurinn. Merkisáfangi hehe. Hún var komin með svo síðar krullutæjur litla músin sem þurfti að snyrta. Þetta gekk víst vonum framar og mín sat prúð og stillt, svaka hissa með feimnasvipinn á sér allan tímann. Kom svo heim með fasta fléttu! Algjör snúlla.
Mamman fer pottþétt með hana næst.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker