sunnudagur, febrúar 19, 2006
Verðandi brúðurin ég
Ég er verðandi brúður.
Og það er þvílíkt spennandi. Allt að gerast. Búið að græja kjól, keypti mér skó um helgina (fór ekki með nema 6 pör heim til að máta...langaði í þá alla og var næstum því búin að skila bara þremur tilbaka...)festi salinn í gær (þótt hann sé með vínrauðum plussstólum og karrígulum gluggatjöldum - þá verður þetta pottþétt svaka fínt með stuðinu!) og fínpússaði gestalistann. Prestur, kirkja og organisti kominn og söngur í kirkjunni í græjingi. Er meira að segja búin að ganga frá barnapössun fyrir Veru!
Jamms. Spennó.
En um leið skrýtið.
Mig hefur alltaf langað að giftast Vigga. He´s the one. Svo fékk ég bara aldrei bónorðið og glætan að ég myndi biðja hans. Ég er nebblega meira gamaldags heldur en þið haldið. Eða þrjósk. Ég meina, kona hefur sín prinsipp.
Og vá hvað mig langaði að gera allt í "réttri" röð. Eftir uppskriftinni. Að klára skólann, kaupa íbúð, (sem við og gerðum) og gifta mig svo áður en börnin kæmu. Skildi ekki af hverju fólk var að búa til börnin áður en það gifti sig. Það leit eitthvað skakt út fyrir mér, sem var að reyna að planleggja líf mitt til að koma öllu fyrir. Annars myndi ég bara gleyma einhverju voða mikilvægu. Eins og til dæmis að gifta mig. Langaði ekki að vera þessi týpa sem færi til sýslumanns og skrifaði undir pappírana af skyldurækni við erfðalögin eða eitthvað. Af því hún gleymdi að gifta sig af því hún var svo bissí að gera eitthvað annað (eins og að vera þreytt húsmóðir eða eitthvað!)
Og svo leið og beið. Og beið og beið. Og ég gaf hint. Og ég ræddi giftingarmálin. En aldrei virtist vera rétti tíminn fyrir Vigga að ganga í málið. Hans lífsplan var víst eitthvað afslappaðra en mitt þaulskipulagða (=skipulagsfrík! En ég verð samt að segja ykkur að það plan hefur laaangt frá því gengið upp!).
Ég gaf út yfirlýsingu að mig minnir um 25 ára aldurinn í partýi með vinunum þar sem einhverra hluta vegna var verið að ræða brúðkaup og ég vissi sko alveg að ég vildi sko ekki sjá mig vera að gifta mig þrítuga eða eitthvað þaðan af eldri, af því ég gleymdi því hreinlega, af því það var svo mikið annað að gerast eins og að eignast börn og eitthvað. Að ég myndi sko ekki gifta mig þrítug og þreytt með barnaskarann og lærapokana niður á hæla. Sá hræðilega brúðkaupsmynd fyrir mér í huganum með svoleiðis þreyttu fólki sem var að gifta sig aþþíbara... og neibb, ég skyldi sko gifta mig þegar ég væri ennþá ung og sæt og með lærin og magann í þokkalega sexí ástandi. Og hana nú.
En svo...
...stefni ég á að gifta mig á þrítugsafmælisdaginn minn á næstunni. Á eitt barn og er með ágætislærapoka og líka pínu maga eftir meðgönguna.
En ég er ekki þreytt og jafnvel soldið sæt ennþá ef ég hef mig til svo þetta er ókey.
Gaman hvað lífið kemur alltaf á óvart.
E
Og það er þvílíkt spennandi. Allt að gerast. Búið að græja kjól, keypti mér skó um helgina (fór ekki með nema 6 pör heim til að máta...langaði í þá alla og var næstum því búin að skila bara þremur tilbaka...)festi salinn í gær (þótt hann sé með vínrauðum plussstólum og karrígulum gluggatjöldum - þá verður þetta pottþétt svaka fínt með stuðinu!) og fínpússaði gestalistann. Prestur, kirkja og organisti kominn og söngur í kirkjunni í græjingi. Er meira að segja búin að ganga frá barnapössun fyrir Veru!
Jamms. Spennó.
En um leið skrýtið.
Mig hefur alltaf langað að giftast Vigga. He´s the one. Svo fékk ég bara aldrei bónorðið og glætan að ég myndi biðja hans. Ég er nebblega meira gamaldags heldur en þið haldið. Eða þrjósk. Ég meina, kona hefur sín prinsipp.
Og vá hvað mig langaði að gera allt í "réttri" röð. Eftir uppskriftinni. Að klára skólann, kaupa íbúð, (sem við og gerðum) og gifta mig svo áður en börnin kæmu. Skildi ekki af hverju fólk var að búa til börnin áður en það gifti sig. Það leit eitthvað skakt út fyrir mér, sem var að reyna að planleggja líf mitt til að koma öllu fyrir. Annars myndi ég bara gleyma einhverju voða mikilvægu. Eins og til dæmis að gifta mig. Langaði ekki að vera þessi týpa sem færi til sýslumanns og skrifaði undir pappírana af skyldurækni við erfðalögin eða eitthvað. Af því hún gleymdi að gifta sig af því hún var svo bissí að gera eitthvað annað (eins og að vera þreytt húsmóðir eða eitthvað!)
Og svo leið og beið. Og beið og beið. Og ég gaf hint. Og ég ræddi giftingarmálin. En aldrei virtist vera rétti tíminn fyrir Vigga að ganga í málið. Hans lífsplan var víst eitthvað afslappaðra en mitt þaulskipulagða (=skipulagsfrík! En ég verð samt að segja ykkur að það plan hefur laaangt frá því gengið upp!).
Ég gaf út yfirlýsingu að mig minnir um 25 ára aldurinn í partýi með vinunum þar sem einhverra hluta vegna var verið að ræða brúðkaup og ég vissi sko alveg að ég vildi sko ekki sjá mig vera að gifta mig þrítuga eða eitthvað þaðan af eldri, af því ég gleymdi því hreinlega, af því það var svo mikið annað að gerast eins og að eignast börn og eitthvað. Að ég myndi sko ekki gifta mig þrítug og þreytt með barnaskarann og lærapokana niður á hæla. Sá hræðilega brúðkaupsmynd fyrir mér í huganum með svoleiðis þreyttu fólki sem var að gifta sig aþþíbara... og neibb, ég skyldi sko gifta mig þegar ég væri ennþá ung og sæt og með lærin og magann í þokkalega sexí ástandi. Og hana nú.
En svo...
...stefni ég á að gifta mig á þrítugsafmælisdaginn minn á næstunni. Á eitt barn og er með ágætislærapoka og líka pínu maga eftir meðgönguna.
En ég er ekki þreytt og jafnvel soldið sæt ennþá ef ég hef mig til svo þetta er ókey.
Gaman hvað lífið kemur alltaf á óvart.
E
Comments:
Skrifa ummæli