<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 31, 2005

VERUleikinn 

Já, það er spurning um að fara að breyta undirtitlinum á þessu bloggi. Í stað "Spread your wings and fly" (sem var kannski soldið eins og mér leið þegar þetta blogg var stofnað) þá væri kannski "Veruleiki Veru" eða "Að vera Vera" meira viðeigandi titill. Maður hefur hreinlega ekki bofs að segja annað en tengist múslunni á einhvern hátt. Kannski er það orðið þreytt. Ég veit það ekki. Ekki það að ég þreytist á því, eins og þið sjáið augljóslega svart á hvítu á þessu vef..., en kannski þið hin.

Spurning hvort heilinn á mér lifni við þegar ég fer að vinna og ég hafi frá einhverju nýju og skemmtilegu að segja. Hver veit.
Annars er spurning um að fara að hætta þessu bulli.

En kannski held ég bara áfram fyrir Veruna. Nota þetta sem dagbók (sem þetta jú hálfpartinn er) og geymi fyrir skvísuna og sýni henni þegar hún er orðin stór. Ég væri alla vega alveg til í að eiga eitthvað svona um sjálfa mig frá því ég var lítil. Reyndar voru til nokkrar spóluupptökur af mér, bæði syngjandi "Út um græna grundu, gakktu hjörðin mín, yndi vorsins HHHHHUUUUUUUNDUR, ég skal gæta þín" og eins man ég eftir viðtali föður míns við mig tæplega þriggja ára þegar ég hafði svörin við öllu:

Pabbi: "Hvar er mamma núna?"
Ég: "Hún er auðvitað hjá lækninum"
Pabbi: "Og af hverju er hún hjá lækninum?"
Ég: Nú, af því hún er að fara í saumaklúbb í kvöld!"

En spólurnar eru týndar. Maður hafði þetta samt í den...

Aftur í Veruleikann.


Vera Víglunds fór í 8 mánaða skoðun í dag og fékk að vita að hún er orðin 8,350 kíló og 71 sentimeter! Er akkúrat á meðaltalinu í þyngd og aðeins fyrir ofan meðaltal í lengd. Verður há og spengileg eins og mamman :) Ó, je. Posted by Hello


Vera að testa göngubakpokann sinn. Farið var í léttan göngutúr og daman var alveg að fíla þetta. Sofnaði meira að segja henni leið svo vel! Með vori og sumri er stefnt á frekari fjallgöngur, svo sem á Esjuna, Keili og Heklu. En fyrst verður farið í nokkra stutta æfingagöngutúra innanbæjar :) Posted by Hello


Vera í jómfrúargöngunni með THE mom  Posted by Hello

þriðjudagur, mars 29, 2005

Páskafréttir 

Páskarnir fóru vel í mig. Ég át fullt af súkkulaði og horfði á nokkar vídeómyndir. Sem sagt var mest í tjillinu. Fékk málsháttinn "Eitt barn sem ekkert, tvö sem tíu". Ætli það sé ekki rétt. Annað barn er ekki á dagskrá á næstunni svo ég hef ekki áhyggjur af því nú. Við duttum í teiknimyndapakkann og mæli ég með syrpu af góðum teiknimyndum til tilbreytingar. Sáum The incredibles, A Sharks Tale (eða eitthvað svoleiðis) og Finding Nemo og skemmtum okkur konunglega við áhorfið. Svo var auðvitað skroppið í sund og Vera hafði engum töktum gleymt frá því á ungbarnasundnámskeiðinu. Förum á annað námskeið bráðum svo það þurfti að rifja upp gamla takta. Höfum ekki verið öflug í sundinu eftir námskeiðið sökum eyrnarbólgu. Það er vonandi liðin tíð. Svo fórum við upp í sveit, í bústaðinn til tengdó, en hann stendur í Eilífsdal í Hvalfirði og þar er alltaf jafn kósí að vera.

Amma Gunna eða meine mútter fór áðan aftur til síns heima í Þýskalandi. Vonandi getur hún svo flutt hingað heim til Íslands where she belongs sem fyrst. Við söknum hennar nú þegar.

6 dagar í vinnu. Úff.

sunnudagur, mars 27, 2005


Gleðilega páska! Posted by Hello

laugardagur, mars 26, 2005

Tónleikarnir miklu og Vorhreingerningin mikla 

Ég er búin að vera í ham í dag. Og reyndar undanfarna daga. Svona inn á milli kóræfinga og dúlleríis með múttu.

Tónleikarnir í gær tókust með besta móti. Þegar ég mætti í upphitun um það bil 40 mínútum fyrir tónleika var heill haugur af fólki í hrúgu fyrir framan Fríkirkjudyrnar sem var frekar fyndið. Eins og fólk væri að fara á Bítlana og væri tilbúið að slást um bestu sætin. Eða svona næstum því. Kirkjan var sneisafull og tekur víst um það bil 500 manns í sæti. Sumir fengu ekki miða og létu skrá sig á biðlista í von um að komast inn ef ekki allir með forselda miða kæmu!! Biðlisti á kórtónleika...haha! Ókey, Andrea Gylfa og Deitra Farr voru þarna líka ásamt hljómsveitinni.

Þetta voru sem sagt flottir tónleikar með skemmtilegri dagskrá, fjörugri en sorgmæddri um leið þar sem negrasálmarnir fjalla jú um vonina um frelsi þræla plús að það var föstudagurinn laaaaaaaaangi. Þá er víst "bannað" að vera of hress. Ég er greinilega ennþá í hormónarugli (segjum það bara, er alltaf góð afsökun fyrir hinu óútskýranlega...) þar sem ég átti fullt í fangi með að halda aftur tárunum í nokkrum lögum. Svo áhrifamikil er þessi fallega tónlist. Hélt samt að mér væri allri lokið í laginu "This little light of mine" sem var hressasta lagið á dagskránni. Allir klöppuðu með í þvílíkum fíling og Deitra Díva og kórinn að gera þvílíka hluti, og ég alveg að missa það. Af gleði. Og sorg. Og gleði. Og stuði.

En út í annað.
Eftir að snjórinn tók upp á því að hverfa endanlega og daginn tók að lengja fór svona vorhreingerningarfiðringur um mig. Allt í einu hreinlega klægjaði mig í puttana að fá að þrífa, taka til, endurskipuleggja, grysja og síðast en ekki síst henda slatta af því dóti sem maður á. Já, dagurinn í dag var í raun endapunkturinn á vorhreingerningarsenunni minni. Hef verið að nota undanfarna daga, á meðan amman er á landinu og passar Veru, til að taka til í hirslum, í fataherberginu (vá, hvað Rauði Krossinn fékk feita fatapoka þar...) og svo í dag í geymslunni. Þvílíkt og annað eins drasl hefur ekki sést. Jah, alla vega síðan síðasta vor þegar ég gerði nákvmælega sama hlutinn.

Mér hefur reyndar alltaf þótt erfitt að henda hlutum, hef meira verið þessi söfnunaráráttutýpa. Viggi á einn kassa í geymslunni en ég svona 20 stykki. Ég meina, ég fæ mig bara ekki til að henda gullmedalíunum mínum (já, ég var alvöru sunddrottning ef þið eruð búin að gleyma því!) og gömlu skriftarbókunum. Bara sorrí.

En vá hvað það er gott að vera búin að þessu. Gott að vera búin að fara í gegnum allt dótið og velja og henda. Þegar maður tekur til í geymslunni er eins
og maður sé um leið svolítið að taka til í sálinni á sér. Maður fer í gegnum milljón hluti með minningar sem maður valdi eitt sinn að geyma. Og svo hendir maður og vonar að minningin gleymist ekki alveg.

Ah, vortónleikar vorhreingerning búin.
Vorið má koma núna.

föstudagur, mars 25, 2005

Vera 8 mánaða!! 

Vera er 8 mánaða í dag!

Hún er orðin þvílíkt klár og sniðug stelpan sú, enda 8 mánaða!
Hún fékk tönn í síðustu viku og hárið orðið "sítt" á okkar mælikvarða.

Ég get ekki annað sagt en að Vera sé gott barn. Það fer ekki mikið fyrir þessari dömu (ennþá...), kvartar og grætur sjaldan og er þvílíkt brosmild og lífsglöð. Henni er yfirleitt sama hjá hverjum hún er, en finnst þó gott að hafa mömmuna í augsýn. Það hefur alla vega ekki verið vandamálið að setja hana í pössun. Finnst gaman að hitta nýtt fólk sem nennir að knúsa hana.

Vera virðist yfirleitt vera sjálfri sér nóg og situr mikið á teppinu sínu og leikur sér við dótið sitt. Er soldill spekúlant og getur verið lengi með sama dótið og handfjatlað það spáð í því. Hún situr enn mest á sama stað, er aðeins farin að færa sig á rassinum en þó ekki meira en hálfan metra í radíus. Mamman er ánægð með það! Ætli pabbinn fái ekki það hlutverk að elta hana út um allt í orlofinu sínu sem fer að hefjast. Vera talar mikið og segir mamma og amma og papa, ásamt ýmsu fleiru sem skilst ekki enn. Ekki veit ég hvort hún þekki þessi orð, en vill nú samt meina að hún tengi mömmuna við mig :) Svo syngur hún stundum með þegar mammman syngur fyrir hana og dillir taktfast við hvert tækifæri þegar tónlist hljómar.

Vera drekkur brjóstið núna aðeins tvisvar á dag, á morgnanna og kvöldin, þar sem mamman er að fara aftur á vinnumarkaðinn. Á kvöldin rífur hún hreinlega í mig sólgin í að fá sinn skammt eftir brjóstalausan daginn, þvílíkt krúttlegt. Hún borðar orðið 4 máltíðir á dag og sefur orðið alla nóttina, yfirleitt án þess að rumska. Vá, þvílíkur lúxus! Eyrnabólgu nr. 3 var að ljúka og vonandi er þessu eyrnaveseni hér með lokið. Ef ekki eru rör næst á dagskrá. Vera hefur samt staðið sig eins og hetja með þessar endalausu eyrnabólgur og við foreldrarnir ekki mikið fundið fyrir því.

Vera fór í heimsókn til lítils frænda um daginn. Síðar í heimsókninni eftir dágóð samskipti og leik uppgötvaðist að frændinn var kominn með hlaupabólu...svo sjáum til eftir 1-2 vikur hvort Vera hafi smitast...

Alla vega - til hamingju með afmælið besta stelpan hennar mömmu sinnar!Vera 8 mánaða í dag :) Posted by Hello


Vera afmælisstelpa í góðra vina hópi Posted by Hello


Vera er orðin öflug í göngugrindinni og finnst gaman að hjálpa mömmunni að "taka til"...Posted by Hello

miðvikudagur, mars 23, 2005

Ég og Andrea sko... 

Vill bara minna áhugasama á blústónleikana í Fríkirkjunni í Reykjavík á föstudaginn langa. Þar syngur Kammerkór Hafnarfjarðar "negra"sálma af bestu gerð með Andreu Gylfadóttur og Deitru Farr. Og svo er auðvitað líka hljómsveit. Þvílík gleði og þvílíkt stuð og það á föstudaginn langa. Um daginn langaði mig að vera Kristjana þegar hún var að jazza með okkur, og svo núna langar mig að vera Andrea Gylfa. Gvuð hvað hún er með kúl rödd.

Það er víst mikil eftirspurn eftir miðum á þessa hátíð og hvet ég þá sem hafa áhuga á að fara á tónleikana á föstudaginn að tryggja sér miða, en miðasalan er opin á Hótel Borg milli kl. 13 og 18 í dag og á morgun.

Sjá nánar á www.blues.is.

Sjáumst hæfadderí.......
Erla Andrea Gylfadóttir

þriðjudagur, mars 22, 2005

H6 

Við fluttum hingað á Hverfisgötuna fyrir 2 1/2 ári. Þá höfðum við búið 10 ár á Njálsgötunni í 101 og ákváðum að flytja aftur "heim" í Hafnarfjörð. Og núna erum við í 101 Hafnarfirði eins og ég vill kalla það. Og mjög ánægð með það.

Við fjárfestum í gömlu uppgerðu einbýli sem mér þykir mjög vænt um. Það er mjög fallegt og þótt það sé stórt að fermetrum þá er það samt svona lítið stórt kósí hús sem maður týnist ekki í. Enda er það á 4 hæðum og kjallaraíbúðin í útleigu. Ég kann ágætlega við stigana í húsinu þótt ég hafi nokkrum sinnum hrunið í þeim á fartinu. Ég veit ekki hvernig ég mun fíla þetta þegar Vera fer að fara af stað, það kemur í ljós.

Mig langar ekki að flytja, en í gamni létum við gera verðmat á húsinu. Bæði til að jafnvel geta tekið meiri lán á kofann til að gera meira við hann og sjá hvort og þá hversu mikið húsið hefur hækkað í verði.

Ég náði í verðmatið áðan og er bæði í sjokki og gleðivímu. Kofinn á H6 hefur hækkað heilan helling í verði á þessum stutta tíma og er nú metinn á ffffffullt af peningum. Þetta er náttúrulega geggjun og bilun það sem er að gerast á markaðnum. En jákvætt fyrir suma.

Mér finnst gott að vita af því að maður "eigi" pening einhvers staðar. Þótt hann sé bundinn í fasteign. Reyndar ef maður myndi selja þá þarf maður jú að kaupa annað húsnæði sem hefur líka hækkað ábyggilega jafn mikið í verði og er svíndýrt. Og er jafnvel ekki með leiguíbúð í kjallaranum sem skaffar þónokkra seðla í púkkið. En það er auðveldara að stækka við sig ef þess gerist þörf.

Mér finnst gott að vita af því að maður getur alltaf selt og hreinlega stungið af. Til dæmis farið í langa heimsreisu út í buskann, flutt tímabundið til annars lands án þess að vinna eða farið út í skóla án þess að hafa áhyggjur. Og byrja svo bara upp á nýtt eftir ævintýrin. Snýst lífið ekki um að vera frjáls, have fun og sleppa sér af og til? Ferðast og sjá nýja staði, kynnast nýju fólki og gera það sem manni finnst skemmtilegast: Vera í fríi með familíunni? Því svo bara deyr maður og það væri leiðinlegt að hafa ekki gert neitt af þessu af því maður þurfti allt lífið bara að spá í að borga af þaki yfir höfuðið og mat ofan í sig og sína. Soldið boring.

Já, maður lætur sig dreyma. Kannski af því vinnan er handan við hornið.

mánudagur, mars 21, 2005

Vera Víglunds 

- alveg að verða 8 mánaða!


Jeminn...hver er sætust í heimi hér? Posted by Hello


Vera kann nú ekki enn að standa upp sjálf, situr mest á rassinum og leikur sér og talar við sjálfa sig, en henni finnst voða gaman að standa og sperra sig. Hér er hún í fína kjólnum á leið í fermingarveislu í gær Posted by Hello


Vera kann að setja dudduna sjálf upp í sig... Posted by Hello


Sjáiði hárið! Glæsilegur árangur! Posted by Hello


 Posted by Hello

Veru finnst skemmtilegast að sitja á gólfinu með allt dótið sitt og týna það upp úr körfunum og dreifa í kringum sig. Solid leikur.


Posted by Hello


Vera er orðin svo stór að hún er farin að japla á matarkexi stelpan! Er reyndar bara með eina tönn, sem var að koma upp í gær og sést ekki enn, en matarkexið er í uppáhaldi. Posted by Hello

laugardagur, mars 19, 2005

Amman 

Amman er komin til landsins. Og Vera er strax farin í pössun! Ji hvað það er skrýtið að segja þetta, hún verður í pössun í allan dag á meðan mamman og pabbinn spóka sig og aðstoða vini við flutninga. Já, við verðum öll að hjálpast að krakkar mínir :) Svo verður farið í kærkomið bíó í kvöld og að sjálfsögðu passar amman líka þá. Hún þarf að fara að flytja heim kellan. Er að leita sér að vinnu hér heima en það tekur tíma. Þvílíkur munur að hafa einhvern til taks sem óskar eftir að fá að passa dömuna. Veitir dágott frelsi sem maður var dálítið búinn að gleyma hvernig er.
Auðvitað er ég frjáls alla daga, en aðeins meira í dag en marga aðra daga undanfarið. Skrýtin tilfinning að vera án Veru í allan dag, en maður þarf jú að fara að venjast því...

föstudagur, mars 18, 2005

Sambandsleysi 

Ég er búin að vera út úr heiminum í tvo daga. Algjörlega sambandslaus og allslaus. Tölvan mín varð skyndilega eitthvað rugluð og fór í viðgerð í heila tvo daga. Á meðan varð ég gjöramlega viðþolslaus. Fannst ég innilokuð og ekki virkur þátttakandi í þessu lífi. Ég get svarið það hvað mér fannst þetta óþægilegt. Tölvan er samband mitt við umheiminn þegar ég er svona mikið heima með Veruna.

Þetta var svolítið svipuð tilfinning og þegar maður gleymir gemsanum heima þegar maður fer í vinnuna. Maður er bara á tauginni yfir því að hafa gemsann ekki hjá sér. Eins og hann sé barnið manns eða eitthvað. Og svo þegar maður kemur heim þýtur maður að honum og knúsar og kyssir...og samt var enginn búinn að hringja!

Alla vega, ég var með 40 tölvupósta í inboxinu mínu eftir tölvuveikindin og er því búin að hanga í tölvunni í allt kvöld að fullnægja tölvufíkninni minni sem í þessu orlofi virðist vera komin á hættulega hátt stig.

miðvikudagur, mars 16, 2005

Blúsinn 

Ég hef ekki mikið vit á tónlist. En ég er samt í kór eins og glöggir lesendur hafa kannski merkt. Kammerkór Hafnarfjarðar er besti kór í heimi og þar er gaman að syngja saman.

Kórmaraþonið er byrjað aftur. Miklar æfingar framundan því við erum að fara að syngja á Blúshátíð í Reykjavík. Syngjum á lokatónleikunum á föstudaginn langa í Fríkirkjunni í Reykjavík og það verða ekki lakari söngkonur að syngja með okkur en Andrea Gylfa og Deitra Farr (er víst svaka góður blúsari...). Erum að æfa negrasálma (má kalla þetta negrasálma í dag? Er það ekki orðið "bannorð" eins og t.d. kynblendingur? Bara smá mannfræðipæling hér!) sem er svaka gaman.

Alla vega, Fríkirkjan í Reykjavík á Föstudaginn langa kl. 20.
I´ve got the blues for you.

þriðjudagur, mars 15, 2005

Snökt 

Ég grenjaði mig þvílíkt í svefn á sunnudagskvöldið. Var að horfa á myndina The Notebook á DVD og hreinlega missti það! Fyrst kom eitt tár, svo annað og svo bara nennti ég ekki að halda þessu inni og ákvað að let it all out og bara hágrét. Og það heillengi. Viggi var næstum búinn að senda mig til læknis! Geðlæknis held ég. Ég meina það. Þetta er alveg svakalega falleg ástarsaga og er náttlega bara sorglega falleg. Jesús minn. Mæli með henni fyrir alla. Bæði þá sem vilja grenja og gleðjast!
Erla + Viggi sönn ást.

sunnudagur, mars 13, 2005

Ofurhetjan ég 

Ég er hetja. Segi það og skrifa. H-E-T-J-A. Hetja.
Ég flaug alein, alveg sjálf, bara ég ein, einsömul með hana Veru mína heim frá Stokkhólmi.
Glæsilegur árangur! Til hamingju, takk takk.

Þeir sem ekki vita, þá hef ég verið flughrædd í nokkur ár. Veit hreinlega ekki af hverju þetta allt í einu braust fram. Hafði ekki svo mikið sem pælt í flughræðslu þegar allt í einu í einu fluginu að ég varð skíthrædd. Kannski frekar ímyndunarveik, veit það ekki, en mér leið illa svona hangandi í lausu lofti og sá fyrir mér minningargreinarnar um mig í Mogganum! Klikk, ég veit. Sumir segja þetta vera af því maður sjálfur hefur akkúrat enga stjórn á aðstæðum. Og kontrólfríkin ég hef ekki verið að höndla það neitt sérlega vel. Ég bara líka náði þessu allt í einu ekki...Hvernig í andsk... getur flugvél flogið þegar hárblásarinn minn flýgur ekki? Hvernig getur einhver hlutur þyngri en loft flogið? Ég veit að þetta er víst einföld eðlisfræði en ég hef bara aldrei verið svo sérlega sleip í henni. Hinir ýmsustu flugmenn hafa teiknað upp fyrir mig loftstreymið undir og yfir vængi flugvélarinnar og útskýrt allt um flugvélarnar og flug yfir höfuð en það hefur einhvern veginn ekki borið tilskilinn árangur. Ég táraðist af kvíða um leið og ég steig um borð, beltaði mig eins fast niður og ég gat, bað til guðs eða einhvers almáttugs um að styrkja mig í þessari hræðilegu aðstöðu sem ég væri búin að koma mér í, gat ekki talað, gat ekki borðað, gat ekki sofið, gat ekki staðið upp og þar með ekki farið á klósettið og þurfti að kremja höndina á Vigga þar til hún varð blóðlaus. Já, þvílík kvöl!

Eitt sinn sá fluffan í einhverju fluginu hvað ég var í annarlegu ástandi og bauð mér að koma fram í kokkpittinn til flugmannanna til að sjá hvernig allt væri í gúddí og það væri ekkert að óttast. Ég þáði það boð, með trega þó því þá þyrfti ég að standa upp. En ég hélt fast í höndina á fluffunni og fékk mér sæti þarna frammí. Þetta var Atlanta flug og flugstjórinn var enskur. Hann sat lá við (í minningunni sem er þó nokkuð trufluð af óráði undirritaðrar) með fæturnar upp á mælaborðinu, með kaffi í annarri og dagblað í hinni og sagði: "What- are you afraid?? You see, this is the way to travel meeeeeeen"! Mér leið lítið betur!

Svo ágerðist flughræðslan til muna þegar ég flaug nokkur skrautleg flug í Asíu í bakpokaferðalaginu góða fyrir nokkrum árum (nánar tiltekið fyrir Ellu Dóru elsku: 1999 :) Á leið til Nepal frá Indlandi læstist ég t.d. inni á klósetti (eftir dágóða dvöl á Indlandi er ekki hjá því komist að fá þokkalega ræpu sem meira að segja ég gat ekki ráðið við í flugvélinni - kunni ekki við að gera í mig í sætinu þótt hræðslan hafi næstum því orsakað það) í þvílíkri ókyrrð og enginn tók eftir því. Viggi svaf á sínu græna og það voru svo mikil læti í rellunni að enginn heyrði þegar ég öskraði eins og ég gat: "Help, I´m stuck in the toilette!!!" Eftir dágóða stund inni á klósettinu að farast úr hræðslu náði ég að gera smá rifu á hurðina og troða hendinni á mér út um það. Flugfreyja tók eftir þessu og náði í aðra sér til aðstoðar og saman héngu þær á hurðinni og tóku á öllu sínu við að reyna að opna. Ímyndið ykkur fyndna sjón í gegnum smá rifu á dimmu flugvélarklósetti: Tvær indverksar konur í fínum Sahri með fléttur niður á bak og fullt af armböndum upp að öxlum að toga af öllu afli í hurðina. Detta svo aftur fyrir sig ofan á hvora aðra með hurðina í fanginu! En þetta er jú fyndið eftir á en var ekki sérlega fyndið þá skal ég segja ykkur. Ég endaði með innra innvolsið af hurðinni í fanginu, henti því frá mér og þaut í sætið mitt hágrenjandi og Viggi hafði ekki orðið var við eitt né neitt. Þetta var óþægileg flugreynsla sem var ekki til að bæta ástandið á hræðslunni.

Annað slíkt atvik sem bætti í flughræðslupúkkið var þegar við vorum að lenda í Kathmandu Nepal. Það var þvlíkur hristingur og ekki gott veður. Kathmandu er staðsett í dal inn á milli Himalayjafjallanna sem gnæfa lengst upp í geim (fyrir flugvélar að klessa á!) og það eru ófá flugslysin þar í kring þar sem flugvélarnar hreinlega klessa á fjöll eða dýfa sér svo harkalega á flugbrautina (eða flughöfnina) að það endar ekki vel. Það er iðulega þoka sem liggur í dalnum yfir borginni sem hjálpar ekki til.

Atvikið var eftirfarandi (ímyndið ykkur ensku með indverskum hreim hér): "Þetta er flugstjórinn sem talar. Við erum um það bil að lenda í Kathmandu... eða það er að segja, við erum að reyna að lenda í Kathmandu. Við þurfum skyggni upp á 3600 metra til að geta lent og eins og er sjáum við aðeins um 1200 metra. En, við ætlum að reyna að lenda anyways".!!! Arg, neiiiii... ekki lenda! Plís ekki lenda, snúðu við! Og svo lenti hann og ég sá vænginn strjúka flugstöðvarbygginguna. Aðrir bakpokaferðalangar sem við hittum svo inni í flugstöðinni töluðu um að það hafi verið hrikalegt að sjá lendinguna, þeir hafi haldið að flugvélin væri hreinlega að fara að stúta byggingunni og öllum þar inni. Já, ekki gaman. Engin furða að maður varð skíthræddur!

Ég hef s.s. verið skítflughrædd í nokkur ár. En ég fæ þó prik fyrir að hafa aldrei látið það stoppa mig að ferðast af klakanum. Til að hrósa sjálfri mér enn frekar þá flaug ég í fokker til Kulusuk á Grænlandi þar sem nýr flugmaður var við stjórnvölinn og var að æfa sig að lenda nokkrum sinnum. Tók alltaf aftur á loft þegar hann var alveg að fara að lenda og hringsólaði lágflug yfir hrikalegum ísjökum áður en hann lenti aftur. Og svo þegar hann ætlaði í alvöru að lenda þá tók hann eftir að það var snjótroðari að troða flugbrautina á miðri braut og þurfti í alvöru að rífa vélina upp aftur á engri stundu. Þetta var listflug sem ég hefði alveg viljað sleppa en hei, það er ekki á allt kosið í þessu lífi. Ég var að deyja úr hræðslu en náði samt mynd af geggjuðum ísjaka út um flugvélargluggann í hræðslutransi. Geri aðrir betur!
Og svo flaug ég ólétt fjögur flug til og innan USA í fyrra.

Fólk hefur talað um að það hafi orðið flughrætt eftir að það eignaðist börnin sín. Hjá mér er þessu greinilega öfugt farið. Mér hefur aldrei liðið eins vel í flugvél og í gær með Veruna í fanginu. Hún stóð sig líka eins og hetja og lék sér bara við dótið sitt, talaði við sætisfélagana og lagði sig þess á milli. Algjört ljós. Síðustu 20 mínúturnar af fluginu, þ.e. í lendingunni, vildi Vera bara hoppa í fanginu á mér og ég fílaði það jafnvel og hún. Þannig urðum við ekki varar við lækkunina eða hristinginn sem henni fylgir. Orka mín og einbeiting fóru í að hugsa um Veru. Ekki um spúkí hljóðin í flugvélinni eða ókyrrð í lofti.

Þá er bara að standa sig í næsta flugi sem er pæjuferð út með nokkrum vinkonum. Engin Vera þar til að dreifa huganum. Ég hlýt að vera komin á sporið alla vega.
Jú, ég get þetta því ég er flugsúperofurhetja!

föstudagur, mars 11, 2005

Kattavinurinn ég 

Þeir sem þekkja mig vita að ég er ekki sérstakur dýravinur. Hef einhvern veginn alla tíð verið dálítið hrædd við dýr, fundist þau skítug og erfitt að lesa. Ég gat ekki tekið þátt í því að tína orma í gamla daga því ég var eiginlega líka hrædd við þá. Bara ekki fyrir mig. Ekki misskilja, ég fer á hestbak og klappa voffum sem ég þekki vel, en helst ekki meira en það. Ég er með ofnæmi fyrir kattar- og kanínuhárum og byrja að grenja og fá hor ef ég er of lengi í kringum slík dýr. Læt mig nú samt hafa það að pæjast í kanínuskinnsjakkanum mínum af og til.

Hér í Stokkhólmsfjölskyldunni góðu er einn meðlimur úr dýraríkinu. Kisan hún Randí. Hún er þver og þrjósk og heldur oft að hún sé hundur. Þefar af tánum á fólki og opnar hurðir sjálf til að fara út og inn. Ég fíla hana ekki sérstaklega, ekki frekar en aðra ketti og tek ofnæmistöflur við ofnæminu.

Hins vegar lifna ég öll við og fæ væga dýravinatilfinningu þegar ég sé viðbrögð Veru við kettinum. Hún hreinlega flippar út. Finnst kisan æðisleg. Hún skellihlær og skríkir þegar hún sér köttinn og spottar hann út þótt hann sé í góðri fjarlægð. Vera er meira að segja búin að læra að segja ksss ksss þegar hún sér kisuna (er orðin ansi góð í að apa eftir mömmunni). Þetta hreinlega bræðir hjarta mömmunnar sem gæti allt í einu hugsað sér að eignast kött. Vera er greinilega með dýravinagenið í sér sem Axel bróðir minn fékk og ég ekki. Hann er dýravinurINN. Ég geri allt fyrir Veruna og hver veit nema lítill kisi eða voffi bætist í Hverfófjölskylduna someday. Væri samt frekar til í að spotta alla þá sem eiga ketti og fara reglulega í heimsókn til þeirra. Þeir hinir sömu vinsamlega látið mig vita og við droppum við!


Vera og Randí Posted by Hello

miðvikudagur, mars 09, 2005

Föndurfrí 

Já, við Vera blómstrum hér í húsmæðraorlofinu í Svíþjóð. Mamman er dekruð að stóru frænku og hefur ekki svo mikið sem lyft upp tusku, tekið í kúst eða hrært í potti. Neibb, slík ómerkileg og hefðbundin (lesist = leiðinleg) húsverk eru ekki í hávegum höfð í þessu orlofi, heldur hafa mikilvægari og merkilegri húsverk eins og það að hekla, perla, mála og þæfa tekið öllu meiri tíma.
Já, þetta er sannkallað föndurfrí og það er frí í lagi!
Bra, bra.


Vera bleika að föndra með mömmu Posted by Hello


Spennandi! Posted by Hello


Og listaverk dagsins eru: Krúttlegar hendur og fætur í boði Veru Víglunds :) Posted by Hello


Með nýju fínu húfuna sem mamman heklaði í húsmæðraorlofinu hér í Sverige. Þvílík handbrögð! Húfan er smmmá beygluð en hekluð að mikilli ást sem skiptir jú mestu máli :) Posted by Hello


Hvað er þetta eiginlega á hausnum á mér...?! Posted by Hello

þriðjudagur, mars 08, 2005

Þórhildur í Ástralíu... 

...er kominn í linkasafnið hér til hliðar. Við Þórhildur erum mannfræðivinkonur og fyrir þá sem ekki vita er Þórhildur, þessi eðalmanneskja, búin að búa alltof lengi úti í UK. Svo í staðinn fyrir að flytja heim eins og eðalfólki sæmir þá flytur hún í staðinn ennþá lengra til Ástralíu! Sussususs... en það verður gaman að fylgjast með henni í landi kengúra og frumbyggja. Eitthvað fyrir mannfræðinginn að tékka á! Sá á blogginu að hún er strax búin að gera litla mannfræðirannsókn: Ástralar eru þó nokkuð líkir Íslendingum í háttalagi!
Jebb, go Tóta.

laugardagur, mars 05, 2005

Týnd og gjúgg! 

OK, ég er orðin ein af þessum montmömmum sem geta talað endalaust um börnin sín, þið verðið bara að þola það! Hún Vera er náttúrulega alveg frábær. Orðin næstum 7 1/2 mánaða og greinilega að taka góðan þroskakipp.

Ég veit hreinlega ekki hvað er í sænska loftinu en hún Vera er orðin að snillingi hér. Fyrir utan það að kunna allt í einu að sýna hvað Vera er stór (eins og sjá má á bloggi fyrir nokkrum dögum) þá talar hún non stop og uppáhaldsorðið hennar er "mamma"! Ég er ekki að grínast með þetta - vildi að ég gæti sett upp hljóðfæl hér til að sanna mál mitt. Reyndar hljómar þetta stundum svolítið mamamamamamama... en hún hefur apað eftir mér "mamma" þegar ég hef sagt það. Ég efast reyndar um að hún viti hvað eða hver mamma er, en þetta er jú orð sem hún heyrir um það bil þúsund sinnum á dag: "Mamma skal taka þig", "Mamma er hér", mamma mamma mamma þetta og hitt. Svo það er kannski ekki furða. Maður gat nú svo sem haldið að hún yrði fljót að tala með mömmuna símalandi...!

En þetta er ekki allt. Hér í Stokkhólmi tók Vera líka allt í einu upp á því að gera sjálf "týnd og gjúgg". Fyrst föttuðum við ekkert hvað hún var að gera, var alltaf að draga teppi yfir hausinn á sér. En auðvitað var barnið að gera týnd og gjúgg. Svo núna er það uppáhaldsleikurinn hennar.
Já, ég skal segja ykkur það - það er sko allt að gerast hér í Stokkhólmi!

Týnd... Posted by Hello


Gjúgg! Posted by Hello

Vera og Skarpi 


Á snjóþotu í fyrsta sinn! Vera var ekki alveg að fatta hvað var að gerast, sat bara á þotunni dúðuð og gat sig hvergi hreyft! Mamman og pabbinn skemmtu sér hins vegar mjög vel við að draga Veruna á þotunni! Posted by Hello


Og hér eru Vera og Skarpi eftir þotuferðina miklu (úti í garði hjá Skarpa!) Posted by Hello


Skarpi og Vera að dæna á veitingahúsi í gærkvöldi. "Wow, er HIPP matur í matinn - amminamm..." Posted by Hello

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker