<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 16, 2005

Blúsinn 

Ég hef ekki mikið vit á tónlist. En ég er samt í kór eins og glöggir lesendur hafa kannski merkt. Kammerkór Hafnarfjarðar er besti kór í heimi og þar er gaman að syngja saman.

Kórmaraþonið er byrjað aftur. Miklar æfingar framundan því við erum að fara að syngja á Blúshátíð í Reykjavík. Syngjum á lokatónleikunum á föstudaginn langa í Fríkirkjunni í Reykjavík og það verða ekki lakari söngkonur að syngja með okkur en Andrea Gylfa og Deitra Farr (er víst svaka góður blúsari...). Erum að æfa negrasálma (má kalla þetta negrasálma í dag? Er það ekki orðið "bannorð" eins og t.d. kynblendingur? Bara smá mannfræðipæling hér!) sem er svaka gaman.

Alla vega, Fríkirkjan í Reykjavík á Föstudaginn langa kl. 20.
I´ve got the blues for you.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker