sunnudagur, mars 13, 2005
Ofurhetjan ég
Ég er hetja. Segi það og skrifa. H-E-T-J-A. Hetja.
Ég flaug alein, alveg sjálf, bara ég ein, einsömul með hana Veru mína heim frá Stokkhólmi.
Glæsilegur árangur! Til hamingju, takk takk.
Þeir sem ekki vita, þá hef ég verið flughrædd í nokkur ár. Veit hreinlega ekki af hverju þetta allt í einu braust fram. Hafði ekki svo mikið sem pælt í flughræðslu þegar allt í einu í einu fluginu að ég varð skíthrædd. Kannski frekar ímyndunarveik, veit það ekki, en mér leið illa svona hangandi í lausu lofti og sá fyrir mér minningargreinarnar um mig í Mogganum! Klikk, ég veit. Sumir segja þetta vera af því maður sjálfur hefur akkúrat enga stjórn á aðstæðum. Og kontrólfríkin ég hef ekki verið að höndla það neitt sérlega vel. Ég bara líka náði þessu allt í einu ekki...Hvernig í andsk... getur flugvél flogið þegar hárblásarinn minn flýgur ekki? Hvernig getur einhver hlutur þyngri en loft flogið? Ég veit að þetta er víst einföld eðlisfræði en ég hef bara aldrei verið svo sérlega sleip í henni. Hinir ýmsustu flugmenn hafa teiknað upp fyrir mig loftstreymið undir og yfir vængi flugvélarinnar og útskýrt allt um flugvélarnar og flug yfir höfuð en það hefur einhvern veginn ekki borið tilskilinn árangur. Ég táraðist af kvíða um leið og ég steig um borð, beltaði mig eins fast niður og ég gat, bað til guðs eða einhvers almáttugs um að styrkja mig í þessari hræðilegu aðstöðu sem ég væri búin að koma mér í, gat ekki talað, gat ekki borðað, gat ekki sofið, gat ekki staðið upp og þar með ekki farið á klósettið og þurfti að kremja höndina á Vigga þar til hún varð blóðlaus. Já, þvílík kvöl!
Eitt sinn sá fluffan í einhverju fluginu hvað ég var í annarlegu ástandi og bauð mér að koma fram í kokkpittinn til flugmannanna til að sjá hvernig allt væri í gúddí og það væri ekkert að óttast. Ég þáði það boð, með trega þó því þá þyrfti ég að standa upp. En ég hélt fast í höndina á fluffunni og fékk mér sæti þarna frammí. Þetta var Atlanta flug og flugstjórinn var enskur. Hann sat lá við (í minningunni sem er þó nokkuð trufluð af óráði undirritaðrar) með fæturnar upp á mælaborðinu, með kaffi í annarri og dagblað í hinni og sagði: "What- are you afraid?? You see, this is the way to travel meeeeeeen"! Mér leið lítið betur!
Svo ágerðist flughræðslan til muna þegar ég flaug nokkur skrautleg flug í Asíu í bakpokaferðalaginu góða fyrir nokkrum árum (nánar tiltekið fyrir Ellu Dóru elsku: 1999 :) Á leið til Nepal frá Indlandi læstist ég t.d. inni á klósetti (eftir dágóða dvöl á Indlandi er ekki hjá því komist að fá þokkalega ræpu sem meira að segja ég gat ekki ráðið við í flugvélinni - kunni ekki við að gera í mig í sætinu þótt hræðslan hafi næstum því orsakað það) í þvílíkri ókyrrð og enginn tók eftir því. Viggi svaf á sínu græna og það voru svo mikil læti í rellunni að enginn heyrði þegar ég öskraði eins og ég gat: "Help, I´m stuck in the toilette!!!" Eftir dágóða stund inni á klósettinu að farast úr hræðslu náði ég að gera smá rifu á hurðina og troða hendinni á mér út um það. Flugfreyja tók eftir þessu og náði í aðra sér til aðstoðar og saman héngu þær á hurðinni og tóku á öllu sínu við að reyna að opna. Ímyndið ykkur fyndna sjón í gegnum smá rifu á dimmu flugvélarklósetti: Tvær indverksar konur í fínum Sahri með fléttur niður á bak og fullt af armböndum upp að öxlum að toga af öllu afli í hurðina. Detta svo aftur fyrir sig ofan á hvora aðra með hurðina í fanginu! En þetta er jú fyndið eftir á en var ekki sérlega fyndið þá skal ég segja ykkur. Ég endaði með innra innvolsið af hurðinni í fanginu, henti því frá mér og þaut í sætið mitt hágrenjandi og Viggi hafði ekki orðið var við eitt né neitt. Þetta var óþægileg flugreynsla sem var ekki til að bæta ástandið á hræðslunni.
Annað slíkt atvik sem bætti í flughræðslupúkkið var þegar við vorum að lenda í Kathmandu Nepal. Það var þvlíkur hristingur og ekki gott veður. Kathmandu er staðsett í dal inn á milli Himalayjafjallanna sem gnæfa lengst upp í geim (fyrir flugvélar að klessa á!) og það eru ófá flugslysin þar í kring þar sem flugvélarnar hreinlega klessa á fjöll eða dýfa sér svo harkalega á flugbrautina (eða flughöfnina) að það endar ekki vel. Það er iðulega þoka sem liggur í dalnum yfir borginni sem hjálpar ekki til.
Atvikið var eftirfarandi (ímyndið ykkur ensku með indverskum hreim hér): "Þetta er flugstjórinn sem talar. Við erum um það bil að lenda í Kathmandu... eða það er að segja, við erum að reyna að lenda í Kathmandu. Við þurfum skyggni upp á 3600 metra til að geta lent og eins og er sjáum við aðeins um 1200 metra. En, við ætlum að reyna að lenda anyways".!!! Arg, neiiiii... ekki lenda! Plís ekki lenda, snúðu við! Og svo lenti hann og ég sá vænginn strjúka flugstöðvarbygginguna. Aðrir bakpokaferðalangar sem við hittum svo inni í flugstöðinni töluðu um að það hafi verið hrikalegt að sjá lendinguna, þeir hafi haldið að flugvélin væri hreinlega að fara að stúta byggingunni og öllum þar inni. Já, ekki gaman. Engin furða að maður varð skíthræddur!
Ég hef s.s. verið skítflughrædd í nokkur ár. En ég fæ þó prik fyrir að hafa aldrei látið það stoppa mig að ferðast af klakanum. Til að hrósa sjálfri mér enn frekar þá flaug ég í fokker til Kulusuk á Grænlandi þar sem nýr flugmaður var við stjórnvölinn og var að æfa sig að lenda nokkrum sinnum. Tók alltaf aftur á loft þegar hann var alveg að fara að lenda og hringsólaði lágflug yfir hrikalegum ísjökum áður en hann lenti aftur. Og svo þegar hann ætlaði í alvöru að lenda þá tók hann eftir að það var snjótroðari að troða flugbrautina á miðri braut og þurfti í alvöru að rífa vélina upp aftur á engri stundu. Þetta var listflug sem ég hefði alveg viljað sleppa en hei, það er ekki á allt kosið í þessu lífi. Ég var að deyja úr hræðslu en náði samt mynd af geggjuðum ísjaka út um flugvélargluggann í hræðslutransi. Geri aðrir betur!
Og svo flaug ég ólétt fjögur flug til og innan USA í fyrra.
Fólk hefur talað um að það hafi orðið flughrætt eftir að það eignaðist börnin sín. Hjá mér er þessu greinilega öfugt farið. Mér hefur aldrei liðið eins vel í flugvél og í gær með Veruna í fanginu. Hún stóð sig líka eins og hetja og lék sér bara við dótið sitt, talaði við sætisfélagana og lagði sig þess á milli. Algjört ljós. Síðustu 20 mínúturnar af fluginu, þ.e. í lendingunni, vildi Vera bara hoppa í fanginu á mér og ég fílaði það jafnvel og hún. Þannig urðum við ekki varar við lækkunina eða hristinginn sem henni fylgir. Orka mín og einbeiting fóru í að hugsa um Veru. Ekki um spúkí hljóðin í flugvélinni eða ókyrrð í lofti.
Þá er bara að standa sig í næsta flugi sem er pæjuferð út með nokkrum vinkonum. Engin Vera þar til að dreifa huganum. Ég hlýt að vera komin á sporið alla vega.
Jú, ég get þetta því ég er flugsúperofurhetja!
Ég flaug alein, alveg sjálf, bara ég ein, einsömul með hana Veru mína heim frá Stokkhólmi.
Glæsilegur árangur! Til hamingju, takk takk.
Þeir sem ekki vita, þá hef ég verið flughrædd í nokkur ár. Veit hreinlega ekki af hverju þetta allt í einu braust fram. Hafði ekki svo mikið sem pælt í flughræðslu þegar allt í einu í einu fluginu að ég varð skíthrædd. Kannski frekar ímyndunarveik, veit það ekki, en mér leið illa svona hangandi í lausu lofti og sá fyrir mér minningargreinarnar um mig í Mogganum! Klikk, ég veit. Sumir segja þetta vera af því maður sjálfur hefur akkúrat enga stjórn á aðstæðum. Og kontrólfríkin ég hef ekki verið að höndla það neitt sérlega vel. Ég bara líka náði þessu allt í einu ekki...Hvernig í andsk... getur flugvél flogið þegar hárblásarinn minn flýgur ekki? Hvernig getur einhver hlutur þyngri en loft flogið? Ég veit að þetta er víst einföld eðlisfræði en ég hef bara aldrei verið svo sérlega sleip í henni. Hinir ýmsustu flugmenn hafa teiknað upp fyrir mig loftstreymið undir og yfir vængi flugvélarinnar og útskýrt allt um flugvélarnar og flug yfir höfuð en það hefur einhvern veginn ekki borið tilskilinn árangur. Ég táraðist af kvíða um leið og ég steig um borð, beltaði mig eins fast niður og ég gat, bað til guðs eða einhvers almáttugs um að styrkja mig í þessari hræðilegu aðstöðu sem ég væri búin að koma mér í, gat ekki talað, gat ekki borðað, gat ekki sofið, gat ekki staðið upp og þar með ekki farið á klósettið og þurfti að kremja höndina á Vigga þar til hún varð blóðlaus. Já, þvílík kvöl!
Eitt sinn sá fluffan í einhverju fluginu hvað ég var í annarlegu ástandi og bauð mér að koma fram í kokkpittinn til flugmannanna til að sjá hvernig allt væri í gúddí og það væri ekkert að óttast. Ég þáði það boð, með trega þó því þá þyrfti ég að standa upp. En ég hélt fast í höndina á fluffunni og fékk mér sæti þarna frammí. Þetta var Atlanta flug og flugstjórinn var enskur. Hann sat lá við (í minningunni sem er þó nokkuð trufluð af óráði undirritaðrar) með fæturnar upp á mælaborðinu, með kaffi í annarri og dagblað í hinni og sagði: "What- are you afraid?? You see, this is the way to travel meeeeeeen"! Mér leið lítið betur!
Svo ágerðist flughræðslan til muna þegar ég flaug nokkur skrautleg flug í Asíu í bakpokaferðalaginu góða fyrir nokkrum árum (nánar tiltekið fyrir Ellu Dóru elsku: 1999 :) Á leið til Nepal frá Indlandi læstist ég t.d. inni á klósetti (eftir dágóða dvöl á Indlandi er ekki hjá því komist að fá þokkalega ræpu sem meira að segja ég gat ekki ráðið við í flugvélinni - kunni ekki við að gera í mig í sætinu þótt hræðslan hafi næstum því orsakað það) í þvílíkri ókyrrð og enginn tók eftir því. Viggi svaf á sínu græna og það voru svo mikil læti í rellunni að enginn heyrði þegar ég öskraði eins og ég gat: "Help, I´m stuck in the toilette!!!" Eftir dágóða stund inni á klósettinu að farast úr hræðslu náði ég að gera smá rifu á hurðina og troða hendinni á mér út um það. Flugfreyja tók eftir þessu og náði í aðra sér til aðstoðar og saman héngu þær á hurðinni og tóku á öllu sínu við að reyna að opna. Ímyndið ykkur fyndna sjón í gegnum smá rifu á dimmu flugvélarklósetti: Tvær indverksar konur í fínum Sahri með fléttur niður á bak og fullt af armböndum upp að öxlum að toga af öllu afli í hurðina. Detta svo aftur fyrir sig ofan á hvora aðra með hurðina í fanginu! En þetta er jú fyndið eftir á en var ekki sérlega fyndið þá skal ég segja ykkur. Ég endaði með innra innvolsið af hurðinni í fanginu, henti því frá mér og þaut í sætið mitt hágrenjandi og Viggi hafði ekki orðið var við eitt né neitt. Þetta var óþægileg flugreynsla sem var ekki til að bæta ástandið á hræðslunni.
Annað slíkt atvik sem bætti í flughræðslupúkkið var þegar við vorum að lenda í Kathmandu Nepal. Það var þvlíkur hristingur og ekki gott veður. Kathmandu er staðsett í dal inn á milli Himalayjafjallanna sem gnæfa lengst upp í geim (fyrir flugvélar að klessa á!) og það eru ófá flugslysin þar í kring þar sem flugvélarnar hreinlega klessa á fjöll eða dýfa sér svo harkalega á flugbrautina (eða flughöfnina) að það endar ekki vel. Það er iðulega þoka sem liggur í dalnum yfir borginni sem hjálpar ekki til.
Atvikið var eftirfarandi (ímyndið ykkur ensku með indverskum hreim hér): "Þetta er flugstjórinn sem talar. Við erum um það bil að lenda í Kathmandu... eða það er að segja, við erum að reyna að lenda í Kathmandu. Við þurfum skyggni upp á 3600 metra til að geta lent og eins og er sjáum við aðeins um 1200 metra. En, við ætlum að reyna að lenda anyways".!!! Arg, neiiiii... ekki lenda! Plís ekki lenda, snúðu við! Og svo lenti hann og ég sá vænginn strjúka flugstöðvarbygginguna. Aðrir bakpokaferðalangar sem við hittum svo inni í flugstöðinni töluðu um að það hafi verið hrikalegt að sjá lendinguna, þeir hafi haldið að flugvélin væri hreinlega að fara að stúta byggingunni og öllum þar inni. Já, ekki gaman. Engin furða að maður varð skíthræddur!
Ég hef s.s. verið skítflughrædd í nokkur ár. En ég fæ þó prik fyrir að hafa aldrei látið það stoppa mig að ferðast af klakanum. Til að hrósa sjálfri mér enn frekar þá flaug ég í fokker til Kulusuk á Grænlandi þar sem nýr flugmaður var við stjórnvölinn og var að æfa sig að lenda nokkrum sinnum. Tók alltaf aftur á loft þegar hann var alveg að fara að lenda og hringsólaði lágflug yfir hrikalegum ísjökum áður en hann lenti aftur. Og svo þegar hann ætlaði í alvöru að lenda þá tók hann eftir að það var snjótroðari að troða flugbrautina á miðri braut og þurfti í alvöru að rífa vélina upp aftur á engri stundu. Þetta var listflug sem ég hefði alveg viljað sleppa en hei, það er ekki á allt kosið í þessu lífi. Ég var að deyja úr hræðslu en náði samt mynd af geggjuðum ísjaka út um flugvélargluggann í hræðslutransi. Geri aðrir betur!
Og svo flaug ég ólétt fjögur flug til og innan USA í fyrra.
Fólk hefur talað um að það hafi orðið flughrætt eftir að það eignaðist börnin sín. Hjá mér er þessu greinilega öfugt farið. Mér hefur aldrei liðið eins vel í flugvél og í gær með Veruna í fanginu. Hún stóð sig líka eins og hetja og lék sér bara við dótið sitt, talaði við sætisfélagana og lagði sig þess á milli. Algjört ljós. Síðustu 20 mínúturnar af fluginu, þ.e. í lendingunni, vildi Vera bara hoppa í fanginu á mér og ég fílaði það jafnvel og hún. Þannig urðum við ekki varar við lækkunina eða hristinginn sem henni fylgir. Orka mín og einbeiting fóru í að hugsa um Veru. Ekki um spúkí hljóðin í flugvélinni eða ókyrrð í lofti.
Þá er bara að standa sig í næsta flugi sem er pæjuferð út með nokkrum vinkonum. Engin Vera þar til að dreifa huganum. Ég hlýt að vera komin á sporið alla vega.
Jú, ég get þetta því ég er flugsúperofurhetja!
Comments:
Skrifa ummæli