<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 18, 2005

Sambandsleysi 

Ég er búin að vera út úr heiminum í tvo daga. Algjörlega sambandslaus og allslaus. Tölvan mín varð skyndilega eitthvað rugluð og fór í viðgerð í heila tvo daga. Á meðan varð ég gjöramlega viðþolslaus. Fannst ég innilokuð og ekki virkur þátttakandi í þessu lífi. Ég get svarið það hvað mér fannst þetta óþægilegt. Tölvan er samband mitt við umheiminn þegar ég er svona mikið heima með Veruna.

Þetta var svolítið svipuð tilfinning og þegar maður gleymir gemsanum heima þegar maður fer í vinnuna. Maður er bara á tauginni yfir því að hafa gemsann ekki hjá sér. Eins og hann sé barnið manns eða eitthvað. Og svo þegar maður kemur heim þýtur maður að honum og knúsar og kyssir...og samt var enginn búinn að hringja!

Alla vega, ég var með 40 tölvupósta í inboxinu mínu eftir tölvuveikindin og er því búin að hanga í tölvunni í allt kvöld að fullnægja tölvufíkninni minni sem í þessu orlofi virðist vera komin á hættulega hátt stig.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker