<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, mars 22, 2005

H6 

Við fluttum hingað á Hverfisgötuna fyrir 2 1/2 ári. Þá höfðum við búið 10 ár á Njálsgötunni í 101 og ákváðum að flytja aftur "heim" í Hafnarfjörð. Og núna erum við í 101 Hafnarfirði eins og ég vill kalla það. Og mjög ánægð með það.

Við fjárfestum í gömlu uppgerðu einbýli sem mér þykir mjög vænt um. Það er mjög fallegt og þótt það sé stórt að fermetrum þá er það samt svona lítið stórt kósí hús sem maður týnist ekki í. Enda er það á 4 hæðum og kjallaraíbúðin í útleigu. Ég kann ágætlega við stigana í húsinu þótt ég hafi nokkrum sinnum hrunið í þeim á fartinu. Ég veit ekki hvernig ég mun fíla þetta þegar Vera fer að fara af stað, það kemur í ljós.

Mig langar ekki að flytja, en í gamni létum við gera verðmat á húsinu. Bæði til að jafnvel geta tekið meiri lán á kofann til að gera meira við hann og sjá hvort og þá hversu mikið húsið hefur hækkað í verði.

Ég náði í verðmatið áðan og er bæði í sjokki og gleðivímu. Kofinn á H6 hefur hækkað heilan helling í verði á þessum stutta tíma og er nú metinn á ffffffullt af peningum. Þetta er náttúrulega geggjun og bilun það sem er að gerast á markaðnum. En jákvætt fyrir suma.

Mér finnst gott að vita af því að maður "eigi" pening einhvers staðar. Þótt hann sé bundinn í fasteign. Reyndar ef maður myndi selja þá þarf maður jú að kaupa annað húsnæði sem hefur líka hækkað ábyggilega jafn mikið í verði og er svíndýrt. Og er jafnvel ekki með leiguíbúð í kjallaranum sem skaffar þónokkra seðla í púkkið. En það er auðveldara að stækka við sig ef þess gerist þörf.

Mér finnst gott að vita af því að maður getur alltaf selt og hreinlega stungið af. Til dæmis farið í langa heimsreisu út í buskann, flutt tímabundið til annars lands án þess að vinna eða farið út í skóla án þess að hafa áhyggjur. Og byrja svo bara upp á nýtt eftir ævintýrin. Snýst lífið ekki um að vera frjáls, have fun og sleppa sér af og til? Ferðast og sjá nýja staði, kynnast nýju fólki og gera það sem manni finnst skemmtilegast: Vera í fríi með familíunni? Því svo bara deyr maður og það væri leiðinlegt að hafa ekki gert neitt af þessu af því maður þurfti allt lífið bara að spá í að borga af þaki yfir höfuðið og mat ofan í sig og sína. Soldið boring.

Já, maður lætur sig dreyma. Kannski af því vinnan er handan við hornið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker