miðvikudagur, nóvember 26, 2003
Ákvarðanir
Síðasta blogg birtist bara bandbrjálæðislega ruglað. Hvað með þetta? Neibb, þetta er í lagi. Er greinilega ekki eins góður forritari og ég hélt! Ha ha!
Það helsta í fréttum er að Viggi slasaði sig á fótboltaæfingu í gær. Er með illa tognaðan ökla eftir átökin í boltanum og við fórum á slysó í gær og létum kíkja á þetta. Hann fór í myndatöku og fékk þessar líka þvílíku þrýstiumbúðir á fótinn og gips að hluta. Svo hann liggur bara lasinn heima að horfa á Sýn. Ekki slæmt það! Nei, bara að djóka, greyið er að drepast úr verkjum í fætinum!
Hmmm.... má ég nú sjá, hvað er að frétta síðan síðast? Bara voða lítið held ég. Er ennþá með rautt hár, vinn hjá Gallup, knúsa Viggann á kvöldin og fer í ljós þrisvar í viku. Bara same old sem sagt.
Fékk svona menntaskóla flash back minningar áðan. Var aðeins að horfa á sjónvarpið og það var verið að sýna frá hæfileikakeppni framhaldsskólanna. Minn skóli (áfram MH!!! Gleði gleði gleeeeeði, gleði líf mitt er, því að jesús kristur það gefið hefur mér, ég vil að þú eignist þetta líf, því að það er gleði gleði, gleði alla tíð..... koma svo MH-ingar!!) var með flott atriði. Það var ósköp venjuleg stelpa sem gekk inn á sviðið í gallabuxum og stuttermabol. Hún kom með tóman ramma, pappír og 2 litlar dollur með sér. Svo stóð hún fyrir framan borð með þetta dót á borðinu, snéri baki í áhorfendur, fór svo úr að ofan og var s.s. ber að ofan. Tók svo að hella málningu úr litlu dósunum á pappírinn og makaði málningu á brjóstin á sér með höndunum. Snéri sér svo með blá brjóstin út í loftið framan í áhorfendur og setti rammann í kringum brjóstin og sagði: "Brjóstmynd".
Þvílík snilld! Enda ekki við öðru að búast frá mínum ástkæra skóla. Maður verður alltaf MH-ingur inn við beinið. Er ennþá svo lifandis fegin að hafa ekki farið í Flensuna (Flensborg). Sjúkket. MH leyfði mér að vera eins og ég er og ég og mín athyglissýki á þeim tíma nutum okkar í botn. Ég eignaðist frábærar vinkonur sem eru enn í dag mínar allra bestu vinkonur og lífsnauðsynlegir lífsförunautar.
Vá, hvað það skiptir máli að velja rétt í lífinu. Maður velur þetta jú allt yfir sig. Hvað sem það er. Eða ég vill meina það. Ég valdi t.d. að fara ekki í Flensborg eins og allir hinir krakkarnir í hverfinu og Víðó og fór í MH. Þar naut ég mín út í ystu æsar, söng með skólahljómsveitinni og fékk þýskuverðlaunin. Eftir skólann valdi ég að halda áfram að hafa samband við skólastelpurnar og þróaðist það samband okkar í afar sterkt vinasamband. Ég hef einnig valið að verða ekki alki eins og svo margir í familíunni (ég virkilega trúi að það sé val að hluta til no matter what others think) en elska að fá mér rauðvín og djamma ffram á nótt. Þá hef ég valið að vera hamingjusöm og elska hann Vigga forever and ever. Auðvitað þarf í grunninn eitthvað fling að vera til staðar á milli fólks en í alvörunni þá tel ég það að vissu leyti meðvitaða ákvörðun að vera hamingjusamur, því þegar illa gengur þá finnst mér hugarástandið og það að ákveða að hafa hlutina góða gera mann aftur ánægðan :)
Það helsta í fréttum er að Viggi slasaði sig á fótboltaæfingu í gær. Er með illa tognaðan ökla eftir átökin í boltanum og við fórum á slysó í gær og létum kíkja á þetta. Hann fór í myndatöku og fékk þessar líka þvílíku þrýstiumbúðir á fótinn og gips að hluta. Svo hann liggur bara lasinn heima að horfa á Sýn. Ekki slæmt það! Nei, bara að djóka, greyið er að drepast úr verkjum í fætinum!
Hmmm.... má ég nú sjá, hvað er að frétta síðan síðast? Bara voða lítið held ég. Er ennþá með rautt hár, vinn hjá Gallup, knúsa Viggann á kvöldin og fer í ljós þrisvar í viku. Bara same old sem sagt.
Fékk svona menntaskóla flash back minningar áðan. Var aðeins að horfa á sjónvarpið og það var verið að sýna frá hæfileikakeppni framhaldsskólanna. Minn skóli (áfram MH!!! Gleði gleði gleeeeeði, gleði líf mitt er, því að jesús kristur það gefið hefur mér, ég vil að þú eignist þetta líf, því að það er gleði gleði, gleði alla tíð..... koma svo MH-ingar!!) var með flott atriði. Það var ósköp venjuleg stelpa sem gekk inn á sviðið í gallabuxum og stuttermabol. Hún kom með tóman ramma, pappír og 2 litlar dollur með sér. Svo stóð hún fyrir framan borð með þetta dót á borðinu, snéri baki í áhorfendur, fór svo úr að ofan og var s.s. ber að ofan. Tók svo að hella málningu úr litlu dósunum á pappírinn og makaði málningu á brjóstin á sér með höndunum. Snéri sér svo með blá brjóstin út í loftið framan í áhorfendur og setti rammann í kringum brjóstin og sagði: "Brjóstmynd".
Þvílík snilld! Enda ekki við öðru að búast frá mínum ástkæra skóla. Maður verður alltaf MH-ingur inn við beinið. Er ennþá svo lifandis fegin að hafa ekki farið í Flensuna (Flensborg). Sjúkket. MH leyfði mér að vera eins og ég er og ég og mín athyglissýki á þeim tíma nutum okkar í botn. Ég eignaðist frábærar vinkonur sem eru enn í dag mínar allra bestu vinkonur og lífsnauðsynlegir lífsförunautar.
Vá, hvað það skiptir máli að velja rétt í lífinu. Maður velur þetta jú allt yfir sig. Hvað sem það er. Eða ég vill meina það. Ég valdi t.d. að fara ekki í Flensborg eins og allir hinir krakkarnir í hverfinu og Víðó og fór í MH. Þar naut ég mín út í ystu æsar, söng með skólahljómsveitinni og fékk þýskuverðlaunin. Eftir skólann valdi ég að halda áfram að hafa samband við skólastelpurnar og þróaðist það samband okkar í afar sterkt vinasamband. Ég hef einnig valið að verða ekki alki eins og svo margir í familíunni (ég virkilega trúi að það sé val að hluta til no matter what others think) en elska að fá mér rauðvín og djamma ffram á nótt. Þá hef ég valið að vera hamingjusöm og elska hann Vigga forever and ever. Auðvitað þarf í grunninn eitthvað fling að vera til staðar á milli fólks en í alvörunni þá tel ég það að vissu leyti meðvitaða ákvörðun að vera hamingjusamur, því þegar illa gengur þá finnst mér hugarástandið og það að ákveða að hafa hlutina góða gera mann aftur ánægðan :)
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Sjálfboðastarf á sunnudegi
Sunnudagar geta verið alls konar dagar. Maður er í fríi frá vinnu og ræður sér gjörsamlega sjálfur og mér finnst það voðalega þægilegt. Að gera eitthvað fyrir sjálfan sig sem maður gerir bara á 7. hverjum vikudegi liggur við. Yfirleitt fara sunnudagarnir samt mikið í þynnkuhausverki frameftir degi, gúmmelaðisát úr bakaríinu, tiltekt, sund- og gönguferðir. Og íþróttagláp á Sýn hjá Vigga.
Í dag gerði ég hins vegar ekkert fyrir sjálfa mig! Þessi dagur leið fyrir aðra í kringum mig. Ok, jú, ég svaf út. Var vakin af Axel bró sem þurfti pössun fyrir Stelpu, hundinn hans Axels. Fórum reyndar í gönguferð með voffa, en það var jú fyrir hann. Það var skítakuldi og rok en Stelpa fílaði það mjög vel að þefa af og kynnast þessu nýja umhverfi.
Við tók að leika fyrirsætu fyrir Begguna í verkefni sem hún og fleiri stelpur eru að vinna í Listaháskólanum. Það eru auglýsingar fyrir föt sem þær kalla "Anywear" og eru föt sem eiga að henta hvar sem er í hvernig aðstæðum sem er! Þar lék ég sveitta píu á dansgólfinu með góðan svitablett undir hendinni, vinkonu að hugga útgrátna píu með málningaklessuna af henni útgrátinni á hvítum bolnum mínum, afbrýðisama píu í partýi að fara að kveikja í kjól annarrar píu í sama partýi sem vogaði sér að koma í eins kjól og ég, og gellu með blóðnasir og blóð út um allt í kjólnum. Ég datt strax í karakter og þetta tókst með eindæmum vel. Kannski af því maður hefur þannig séð lent í þessum aðstæðum og þekkir þetta frá fyrri tíð?
Well, þá tók við að aðstoða hana ömmu með spænskuna, en hún er jú á spænskunámskeiði á níræðisaldri. Spænski lýsingarháttur þátíðar og hjálparsögnin haber var alveg að fara með hana. Svo ég fór í spænska gírinn og saman (vonandi) tókst okkur að skrifa stíl um að amma hafði farið (nb. lýsingarháttur þátíðar) til útlanda og hafði keypt þetta og hitt og að ömmu hlakkaði til jólanna.
Þar á eftir brunaði ég til systur Vigga þar sem okkar beið barnapössun!
Já, bissí dagur í þágu annarra. En maður fær samt eitthvað út úr því. Að gera hluti fyrir aðra. Kannski vegna þess að á virkum dögum er maður svo oft með nettan sammara yfir því að hitta ekki neinn og vera ekki í bandi við fólk nema í ítrustu nauðsyn. Tíminn býður ekki upp á annað.
Svo ég fer sátt að sofa á þessum góða sunnudegi sjálfboðastarfsins :)
Í dag gerði ég hins vegar ekkert fyrir sjálfa mig! Þessi dagur leið fyrir aðra í kringum mig. Ok, jú, ég svaf út. Var vakin af Axel bró sem þurfti pössun fyrir Stelpu, hundinn hans Axels. Fórum reyndar í gönguferð með voffa, en það var jú fyrir hann. Það var skítakuldi og rok en Stelpa fílaði það mjög vel að þefa af og kynnast þessu nýja umhverfi.
Við tók að leika fyrirsætu fyrir Begguna í verkefni sem hún og fleiri stelpur eru að vinna í Listaháskólanum. Það eru auglýsingar fyrir föt sem þær kalla "Anywear" og eru föt sem eiga að henta hvar sem er í hvernig aðstæðum sem er! Þar lék ég sveitta píu á dansgólfinu með góðan svitablett undir hendinni, vinkonu að hugga útgrátna píu með málningaklessuna af henni útgrátinni á hvítum bolnum mínum, afbrýðisama píu í partýi að fara að kveikja í kjól annarrar píu í sama partýi sem vogaði sér að koma í eins kjól og ég, og gellu með blóðnasir og blóð út um allt í kjólnum. Ég datt strax í karakter og þetta tókst með eindæmum vel. Kannski af því maður hefur þannig séð lent í þessum aðstæðum og þekkir þetta frá fyrri tíð?
Well, þá tók við að aðstoða hana ömmu með spænskuna, en hún er jú á spænskunámskeiði á níræðisaldri. Spænski lýsingarháttur þátíðar og hjálparsögnin haber var alveg að fara með hana. Svo ég fór í spænska gírinn og saman (vonandi) tókst okkur að skrifa stíl um að amma hafði farið (nb. lýsingarháttur þátíðar) til útlanda og hafði keypt þetta og hitt og að ömmu hlakkaði til jólanna.
Þar á eftir brunaði ég til systur Vigga þar sem okkar beið barnapössun!
Já, bissí dagur í þágu annarra. En maður fær samt eitthvað út úr því. Að gera hluti fyrir aðra. Kannski vegna þess að á virkum dögum er maður svo oft með nettan sammara yfir því að hitta ekki neinn og vera ekki í bandi við fólk nema í ítrustu nauðsyn. Tíminn býður ekki upp á annað.
Svo ég fer sátt að sofa á þessum góða sunnudegi sjálfboðastarfsins :)
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Piparsveinki og sveinkur
Jæja, þá er komið að lokaþættinum í Bachelor. Soldið sad að þetta sé búið en um leið ánægjulegt að hann litli Firestone sé búinn að ná sér í spúsu sem hann mun vonandi lifa happily ever after með. Þráinn Bertelsson talaði illa um þennan þátt um daginn í Bakþönkum í Fréttablaðinu, sagði stelpurnar vera hórur og ég veit ekki hvað og hvað. Sussu suss. Ég veit það ekki. Um leið og ég horfi á þennan þátt skemmti ég mér konunglega um leið og ég samt vorkenni greyið stúlkunum sem gráta úr sér augun í tilfinningaflækju í beinni um allan heim þegar Firestone hafnar þeim. Þetta er auðvitað bara rugl. En svona er Ameríkan. Deitmenningin að færast út í hórustarfsemi. Já, spurning hvernig íslenski piparsveinaþátturinn verður sem Skjár 1 eða 2 er að láta framleiða. Úff.
Er virkilega svona erfitt að ná sér í spúsu að það þurfi slást um piparsveinina í beinni?
Ég hitti einn gamlan skólafélaga úr MH um daginn og við spjölluðum og heima og geima. Hann er single. Búinn að vera úti í Bandaríkjunum aðeins að læra og var með konu þar. Svo flutti hann heim og þau hættu saman. Og hann sagðist hafa verið búinn að gleyma því hve frosin deitmenningin væri á Íslandi. Hann vissi gjörsamlega ekkert hvar hann ætti að leita sér að deiti. Svo hann spurði íslenska vini sína hvernig þetta virkaði nú eiginlega hér fyrir þá sem eru á okkar aldri.
Og niðurstaðan var erftirfarandi:
- Þú nærð þér ekki í gellu á bar því það er halló að bjóða í glas
- Þú nærð þér ekki í gellu á skemmtistað því það dansar enginn í dag
- Þú nærð þér ekki í gellu í súpermarkaði eins og gæti gerst í USA
- Þú nærð þér ekki í gellu í ræktinni eins og gæti gerst í USA
- Þú ferð helst ekki á blind date nema í djóki
- Einkamál.is er annað orð yfir vændi.is
- Þú nærð þér ekki í gellu á vinnustaðnum á þessum aldri því það eru allir fráteknir
.... hvar þá??
Jú, einna helst í gegnum vini og vandamenn. En wow. Þetta hlýtur að vera erfitt!
Well, got to go. Bachelor er að byrja. Vona að hann velji Kirsten. Mér finnst þau passa vel saman. Jenný er of róleg og down to earth fyrir FIREstone. Ég held að Jen eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum með þennan gæja. Það er einhvern vegin of mikið quality í henni fyrir Andrew pabbastrák.
Ég hlýt að vera biluð að vera að pæla svona mikið í þessu.... ciao.
Er virkilega svona erfitt að ná sér í spúsu að það þurfi slást um piparsveinina í beinni?
Ég hitti einn gamlan skólafélaga úr MH um daginn og við spjölluðum og heima og geima. Hann er single. Búinn að vera úti í Bandaríkjunum aðeins að læra og var með konu þar. Svo flutti hann heim og þau hættu saman. Og hann sagðist hafa verið búinn að gleyma því hve frosin deitmenningin væri á Íslandi. Hann vissi gjörsamlega ekkert hvar hann ætti að leita sér að deiti. Svo hann spurði íslenska vini sína hvernig þetta virkaði nú eiginlega hér fyrir þá sem eru á okkar aldri.
Og niðurstaðan var erftirfarandi:
- Þú nærð þér ekki í gellu á bar því það er halló að bjóða í glas
- Þú nærð þér ekki í gellu á skemmtistað því það dansar enginn í dag
- Þú nærð þér ekki í gellu í súpermarkaði eins og gæti gerst í USA
- Þú nærð þér ekki í gellu í ræktinni eins og gæti gerst í USA
- Þú ferð helst ekki á blind date nema í djóki
- Einkamál.is er annað orð yfir vændi.is
- Þú nærð þér ekki í gellu á vinnustaðnum á þessum aldri því það eru allir fráteknir
.... hvar þá??
Jú, einna helst í gegnum vini og vandamenn. En wow. Þetta hlýtur að vera erfitt!
Well, got to go. Bachelor er að byrja. Vona að hann velji Kirsten. Mér finnst þau passa vel saman. Jenný er of róleg og down to earth fyrir FIREstone. Ég held að Jen eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum með þennan gæja. Það er einhvern vegin of mikið quality í henni fyrir Andrew pabbastrák.
Ég hlýt að vera biluð að vera að pæla svona mikið í þessu.... ciao.
sunnudagur, nóvember 09, 2003
Fell og fjölskylda
Fell er sumarbústaður tengdó uppi í Elífsdal í Hvalfirði. Hann er skírður eftir bænum sem Helgi tengdó ólst upp á fyrir vestan rétt hjá Tálknafirði. Já, hann og 16 systkini! Já, þau voru 17 stykki samtals. Tengdó var næst yngstur og þá var fjölskyldan hans nýflutt úr torfbænum þegar hann fæddist 1941. Elstu systurnar saumuðu nýja roðskinnsskó á hverjum degi á alla fjölskylduna úr steinbítsroði. Og yngri strákarnir gengu í kjólum af eldri systrum sínum. Þau hjálpuðust að til að lifa af. Já, sú var tíð.
Viggi og systkini hans eru 6 talsins. Mér finnst það hetjulegt í dag. Það þarf 6 manna bíl, s.s. mini-bus, ja, eða 2 venjulega bíla til að fara í ísbíltúr, kaupa 6 íþróttagalla, 6 fótboltaskó, borga tómstundir undir 6 krakka og passa að 6 krakkar hafi það félagslega og andlega fínt, gangi vel í skólanum og byrji ekki að reykja. Sex. Sjæt. En um leið er alltaf einhver til að tala við, alltaf einhver til að redda, skutla, hlæja með og gráta á öxl.
Maður á nóg með að hugsa um að eignast kannski einhvern tímann ef til vill eitt stykki, hvað þá meira. Er það aumingjaskapur?
En aftur að Felli. Systkininn sex hafa ákveðið að taka höndum saman til að gera fjölskyldustoltið Fell ennþá fínni en það nú þegar er. Viggi reið á vaðið með að kaupa harðgerð Birkitré núna í sumar (sem tákn um sterka fjölskyldu) en svo skiptast systkinin á næstu árin að kaupa tré til gróðursetningar. Hver fjölskyldumeðlimur, börn og barnabörn, gróðursettu sitt tré og úr varð hinn fínsti trjálundur sem Viggi nefndi réttilega Víglund! Svo er kominn á fót söfnunarsjóður fyrir Fell þar sem hvert systkin lætur smotterí af hendi rakna á hverjum mánuði. Svo á hverju sumri verður keypt eitthvað sem vantar fyrir Fell eða gert við ef þarf. Markmið sjóðsins er að kaupa heitan pott sem á án efa eftir að verða að veruleika innan fárra ára.
Já, fjölskyldukrafturinn er sterkur nú sem þá.
Nokkur stykki kids eru málið :)
Viggi og systkini hans eru 6 talsins. Mér finnst það hetjulegt í dag. Það þarf 6 manna bíl, s.s. mini-bus, ja, eða 2 venjulega bíla til að fara í ísbíltúr, kaupa 6 íþróttagalla, 6 fótboltaskó, borga tómstundir undir 6 krakka og passa að 6 krakkar hafi það félagslega og andlega fínt, gangi vel í skólanum og byrji ekki að reykja. Sex. Sjæt. En um leið er alltaf einhver til að tala við, alltaf einhver til að redda, skutla, hlæja með og gráta á öxl.
Maður á nóg með að hugsa um að eignast kannski einhvern tímann ef til vill eitt stykki, hvað þá meira. Er það aumingjaskapur?
En aftur að Felli. Systkininn sex hafa ákveðið að taka höndum saman til að gera fjölskyldustoltið Fell ennþá fínni en það nú þegar er. Viggi reið á vaðið með að kaupa harðgerð Birkitré núna í sumar (sem tákn um sterka fjölskyldu) en svo skiptast systkinin á næstu árin að kaupa tré til gróðursetningar. Hver fjölskyldumeðlimur, börn og barnabörn, gróðursettu sitt tré og úr varð hinn fínsti trjálundur sem Viggi nefndi réttilega Víglund! Svo er kominn á fót söfnunarsjóður fyrir Fell þar sem hvert systkin lætur smotterí af hendi rakna á hverjum mánuði. Svo á hverju sumri verður keypt eitthvað sem vantar fyrir Fell eða gert við ef þarf. Markmið sjóðsins er að kaupa heitan pott sem á án efa eftir að verða að veruleika innan fárra ára.
Já, fjölskyldukrafturinn er sterkur nú sem þá.
Nokkur stykki kids eru málið :)
föstudagur, nóvember 07, 2003
Hárlitun
Já, ég viðurkenni það. Ég er soldið nísk þegar kemur að því að fara á hárgreiðslustofu. Þótt ég eeeelski T&G (Nei ekki tónik og gin heldur Tony & Guy) þá finnst mér bara ívið mikið að borga þeim 12.500 kall í hvert sinn sem ég fer til þeirra í sjæningu. Sjæning felst í klippingu og einhverju sem þau kalla "tískulitun" og er rándýrt.
Svo ég ákvað að taka áhættuna og kaupa mér lit sjálf til að brúa bilið fram að jólasjæningu. Og nú sit ég með litinn í hárinu á mér og hjartað í buxunum og bíð eftir að fá að skola hann úr og sjá hvernig ég lít út. Mér sýnist þetta ætla að vera ansi appelsínugult. Æ, það er allt í lagi. Lína Langsokkur er í tísku :)
Svo ég ákvað að taka áhættuna og kaupa mér lit sjálf til að brúa bilið fram að jólasjæningu. Og nú sit ég með litinn í hárinu á mér og hjartað í buxunum og bíð eftir að fá að skola hann úr og sjá hvernig ég lít út. Mér sýnist þetta ætla að vera ansi appelsínugult. Æ, það er allt í lagi. Lína Langsokkur er í tísku :)
Vantar þig iðnaðarmann??
Þá er STUND ehf svarið :)
mig langaði bara að láta ykkur vita af því að nú er hann Víglundur minn farinn að starfa sjálfstætt. Mér finnst það bara í mínum verkahring að aðstoða þá við kynningu á sér!
Viggi og bróðir hans Kjartan eru með smíðafyrirtæki sem heitir STUND ehf. Faðir þeirra sem er húsasmíðameistari er einnig með þeim í þessu að hluta til. Fyrirtækið hefur verið til frá árinu 1993 og hafa þeir alltaf af og til tekið að sér aukaverkefni hér og þar með fullri vinnu. Nú hafa þeir s.s. ákveðið að fara á fullt í bissnessinn og vinna bara hjá STUND.
Þeir taka að sér að gera allt mögulegt sem viðkemur iðnaði, þ.e. bæði nýsmíði á alls konar hlutum og jafnvel hús (eru að stækka við eitt iðnaðarhúsnæði í Hfj. eins og er)sem og viðgerðir á hinu og þessu, smíða skápa, leggja parket og breyta og bæta. Viggi er vélsmiður og Kjartan húsasmiður og sameina þeir krafta sína í öflugu verki.
Mig langaði bara að biðja ykkur um að hafa STUND í huga að ef þið eða aðrir í kringum ykkur, fjölskylda, vinir eða vandamenn þurfa á iðnaðarmanni að halda (ekki samt rafvirkja eða pípara - en praktikklí allt annað!) því þeir eru hörkuduglegir, færir og sanngjarnir :)
mig langaði bara að láta ykkur vita af því að nú er hann Víglundur minn farinn að starfa sjálfstætt. Mér finnst það bara í mínum verkahring að aðstoða þá við kynningu á sér!
Viggi og bróðir hans Kjartan eru með smíðafyrirtæki sem heitir STUND ehf. Faðir þeirra sem er húsasmíðameistari er einnig með þeim í þessu að hluta til. Fyrirtækið hefur verið til frá árinu 1993 og hafa þeir alltaf af og til tekið að sér aukaverkefni hér og þar með fullri vinnu. Nú hafa þeir s.s. ákveðið að fara á fullt í bissnessinn og vinna bara hjá STUND.
Þeir taka að sér að gera allt mögulegt sem viðkemur iðnaði, þ.e. bæði nýsmíði á alls konar hlutum og jafnvel hús (eru að stækka við eitt iðnaðarhúsnæði í Hfj. eins og er)sem og viðgerðir á hinu og þessu, smíða skápa, leggja parket og breyta og bæta. Viggi er vélsmiður og Kjartan húsasmiður og sameina þeir krafta sína í öflugu verki.
Mig langaði bara að biðja ykkur um að hafa STUND í huga að ef þið eða aðrir í kringum ykkur, fjölskylda, vinir eða vandamenn þurfa á iðnaðarmanni að halda (ekki samt rafvirkja eða pípara - en praktikklí allt annað!) því þeir eru hörkuduglegir, færir og sanngjarnir :)
mánudagur, nóvember 03, 2003
Að vera í formi
Úff, ég bara verð að tjá mig aðeins um heimildamyndina um anorexíu og búlimíu sem var á mánudaginn fyrir viku síðan! Alveg hrikalegt! Gangandi beinagrind sem stöffaði í sig í átköstum. Stelpan sem fylgst var með var mjög meðvituð um þennan sjúkdóm og virtist voða klár, var í lögfræði og gekk ágætlega. En wow, hún hafði enga stjórn á líkamanum á sér. Hún var 1.72 m á hæð og 33-35 kg. Og bara svona til viðmiðunar þá upplýsi ég það hér með að ég er 1.80 m og 73 kg!! Ó mæ kræst! Enda vissi þessi stelpa að hún á ekki langt eftir ólifað. Hún mun líklega deyja úr hjartaáfalli. Sem er sorglegt. Sem er mjög sorglegt. Ég hafði virkilega meðaumkun með henni, lá grenjandi uppi í sófa og vorkenndi henni. Um leið skildi ég bara ekki af hverju hún hætti þessu bulli ekki og tæki bara sönsum. Borðaði eins og venjuleg manneskja. Líka fyrst hana langaði til að læknast. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli inni í henni sem léti henni líða svona. Alveg hrikalegt. Þessi sjúkdómur er auðvitað geðröskun en minnti mig svolítið á alkahólisma. Það eru margir alkar sem skilja stöðuna og vilja hætta að drekka en geeeeeeta það bara ekki. Verða að fá sér í glas í dag af því það er svo ööömurlegt veður úti, rok og rigning. Svo verða þeir líka að fá sér í glas daginn eftir af því það var svo alltof mikil sól úti! Alveg óskiljanlegt.
Ég held ég sé alltaf meira og meira að gera mér grein fyrir því að ég er bara líkamlega alveg ágæt! Ég meina, maður er með sitt selló á lærunum og ansi svera vaxtarræktarkálfa - en só bí it! Svona er ég og verð. Ég er jú alltaf að æfa í WC (World Class) en átta mig alltaf betur og betur á því að ég er að því fyrir hjartað á mér frekar en spikið. Ekki misskilja mig, mig langar ekkert að fitna eða verða alveg sama um líkamlegt form. En það sem ég kalla fyrir mig að vera í formi og er fyrst og fremst að æfa fyrir er hér með til að:
- Vera ekki þreyttur að sitja í vinnunni í heilan dag - þ.e. hafa úthald til þess og án þess að fá vöðvabólgu, svima og sjóntruflanir
- Geta hlaupið upp og niður stigana á Hverfisgötu 6 án þess að blása úr nös
- Geta farið í fjallgöngu á sumrin án þess að þurfa að æfa sérstaklega fyrir það, þ.e. án þess að þurfa að koma mér í úthaldslegt form fyrir það
- Geta farið á snjóbretti nokkra daga í röð án þess að deyja í fótunum
- Geta synt slatta án þess að kafna
- Getað klifrað á klifurveggnum án þess að fá krampa í hendurnar
=> Geta verið frjáls líkamlega séð, þ.e. að ég geti stundað það líkamlega athæfi sem mér finnst skemmtilegt án þess að þurfa að hugsa mig tvisvar um hvort ég hafi úthald og kraft í það
:Þ - ííííííhaaa!
Ég held ég sé alltaf meira og meira að gera mér grein fyrir því að ég er bara líkamlega alveg ágæt! Ég meina, maður er með sitt selló á lærunum og ansi svera vaxtarræktarkálfa - en só bí it! Svona er ég og verð. Ég er jú alltaf að æfa í WC (World Class) en átta mig alltaf betur og betur á því að ég er að því fyrir hjartað á mér frekar en spikið. Ekki misskilja mig, mig langar ekkert að fitna eða verða alveg sama um líkamlegt form. En það sem ég kalla fyrir mig að vera í formi og er fyrst og fremst að æfa fyrir er hér með til að:
- Vera ekki þreyttur að sitja í vinnunni í heilan dag - þ.e. hafa úthald til þess og án þess að fá vöðvabólgu, svima og sjóntruflanir
- Geta hlaupið upp og niður stigana á Hverfisgötu 6 án þess að blása úr nös
- Geta farið í fjallgöngu á sumrin án þess að þurfa að æfa sérstaklega fyrir það, þ.e. án þess að þurfa að koma mér í úthaldslegt form fyrir það
- Geta farið á snjóbretti nokkra daga í röð án þess að deyja í fótunum
- Geta synt slatta án þess að kafna
- Getað klifrað á klifurveggnum án þess að fá krampa í hendurnar
=> Geta verið frjáls líkamlega séð, þ.e. að ég geti stundað það líkamlega athæfi sem mér finnst skemmtilegt án þess að þurfa að hugsa mig tvisvar um hvort ég hafi úthald og kraft í það
:Þ - ííííííhaaa!