<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Piparsveinki og sveinkur 

Jæja, þá er komið að lokaþættinum í Bachelor. Soldið sad að þetta sé búið en um leið ánægjulegt að hann litli Firestone sé búinn að ná sér í spúsu sem hann mun vonandi lifa happily ever after með. Þráinn Bertelsson talaði illa um þennan þátt um daginn í Bakþönkum í Fréttablaðinu, sagði stelpurnar vera hórur og ég veit ekki hvað og hvað. Sussu suss. Ég veit það ekki. Um leið og ég horfi á þennan þátt skemmti ég mér konunglega um leið og ég samt vorkenni greyið stúlkunum sem gráta úr sér augun í tilfinningaflækju í beinni um allan heim þegar Firestone hafnar þeim. Þetta er auðvitað bara rugl. En svona er Ameríkan. Deitmenningin að færast út í hórustarfsemi. Já, spurning hvernig íslenski piparsveinaþátturinn verður sem Skjár 1 eða 2 er að láta framleiða. Úff.

Er virkilega svona erfitt að ná sér í spúsu að það þurfi slást um piparsveinina í beinni?

Ég hitti einn gamlan skólafélaga úr MH um daginn og við spjölluðum og heima og geima. Hann er single. Búinn að vera úti í Bandaríkjunum aðeins að læra og var með konu þar. Svo flutti hann heim og þau hættu saman. Og hann sagðist hafa verið búinn að gleyma því hve frosin deitmenningin væri á Íslandi. Hann vissi gjörsamlega ekkert hvar hann ætti að leita sér að deiti. Svo hann spurði íslenska vini sína hvernig þetta virkaði nú eiginlega hér fyrir þá sem eru á okkar aldri.
Og niðurstaðan var erftirfarandi:

- Þú nærð þér ekki í gellu á bar því það er halló að bjóða í glas
- Þú nærð þér ekki í gellu á skemmtistað því það dansar enginn í dag
- Þú nærð þér ekki í gellu í súpermarkaði eins og gæti gerst í USA
- Þú nærð þér ekki í gellu í ræktinni eins og gæti gerst í USA
- Þú ferð helst ekki á blind date nema í djóki
- Einkamál.is er annað orð yfir vændi.is
- Þú nærð þér ekki í gellu á vinnustaðnum á þessum aldri því það eru allir fráteknir

.... hvar þá??
Jú, einna helst í gegnum vini og vandamenn. En wow. Þetta hlýtur að vera erfitt!

Well, got to go. Bachelor er að byrja. Vona að hann velji Kirsten. Mér finnst þau passa vel saman. Jenný er of róleg og down to earth fyrir FIREstone. Ég held að Jen eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum með þennan gæja. Það er einhvern vegin of mikið quality í henni fyrir Andrew pabbastrák.
Ég hlýt að vera biluð að vera að pæla svona mikið í þessu.... ciao.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker