<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Sjálfboðastarf á sunnudegi 

Sunnudagar geta verið alls konar dagar. Maður er í fríi frá vinnu og ræður sér gjörsamlega sjálfur og mér finnst það voðalega þægilegt. Að gera eitthvað fyrir sjálfan sig sem maður gerir bara á 7. hverjum vikudegi liggur við. Yfirleitt fara sunnudagarnir samt mikið í þynnkuhausverki frameftir degi, gúmmelaðisát úr bakaríinu, tiltekt, sund- og gönguferðir. Og íþróttagláp á Sýn hjá Vigga.

Í dag gerði ég hins vegar ekkert fyrir sjálfa mig! Þessi dagur leið fyrir aðra í kringum mig. Ok, jú, ég svaf út. Var vakin af Axel bró sem þurfti pössun fyrir Stelpu, hundinn hans Axels. Fórum reyndar í gönguferð með voffa, en það var jú fyrir hann. Það var skítakuldi og rok en Stelpa fílaði það mjög vel að þefa af og kynnast þessu nýja umhverfi.

Við tók að leika fyrirsætu fyrir Begguna í verkefni sem hún og fleiri stelpur eru að vinna í Listaháskólanum. Það eru auglýsingar fyrir föt sem þær kalla "Anywear" og eru föt sem eiga að henta hvar sem er í hvernig aðstæðum sem er! Þar lék ég sveitta píu á dansgólfinu með góðan svitablett undir hendinni, vinkonu að hugga útgrátna píu með málningaklessuna af henni útgrátinni á hvítum bolnum mínum, afbrýðisama píu í partýi að fara að kveikja í kjól annarrar píu í sama partýi sem vogaði sér að koma í eins kjól og ég, og gellu með blóðnasir og blóð út um allt í kjólnum. Ég datt strax í karakter og þetta tókst með eindæmum vel. Kannski af því maður hefur þannig séð lent í þessum aðstæðum og þekkir þetta frá fyrri tíð?

Well, þá tók við að aðstoða hana ömmu með spænskuna, en hún er jú á spænskunámskeiði á níræðisaldri. Spænski lýsingarháttur þátíðar og hjálparsögnin haber var alveg að fara með hana. Svo ég fór í spænska gírinn og saman (vonandi) tókst okkur að skrifa stíl um að amma hafði farið (nb. lýsingarháttur þátíðar) til útlanda og hafði keypt þetta og hitt og að ömmu hlakkaði til jólanna.
Þar á eftir brunaði ég til systur Vigga þar sem okkar beið barnapössun!

Já, bissí dagur í þágu annarra. En maður fær samt eitthvað út úr því. Að gera hluti fyrir aðra. Kannski vegna þess að á virkum dögum er maður svo oft með nettan sammara yfir því að hitta ekki neinn og vera ekki í bandi við fólk nema í ítrustu nauðsyn. Tíminn býður ekki upp á annað.
Svo ég fer sátt að sofa á þessum góða sunnudegi sjálfboðastarfsins :)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker