<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Ákvarðanir 

Síðasta blogg birtist bara bandbrjálæðislega ruglað. Hvað með þetta? Neibb, þetta er í lagi. Er greinilega ekki eins góður forritari og ég hélt! Ha ha!

Það helsta í fréttum er að Viggi slasaði sig á fótboltaæfingu í gær. Er með illa tognaðan ökla eftir átökin í boltanum og við fórum á slysó í gær og létum kíkja á þetta. Hann fór í myndatöku og fékk þessar líka þvílíku þrýstiumbúðir á fótinn og gips að hluta. Svo hann liggur bara lasinn heima að horfa á Sýn. Ekki slæmt það! Nei, bara að djóka, greyið er að drepast úr verkjum í fætinum!

Hmmm.... má ég nú sjá, hvað er að frétta síðan síðast? Bara voða lítið held ég. Er ennþá með rautt hár, vinn hjá Gallup, knúsa Viggann á kvöldin og fer í ljós þrisvar í viku. Bara same old sem sagt.

Fékk svona menntaskóla flash back minningar áðan. Var aðeins að horfa á sjónvarpið og það var verið að sýna frá hæfileikakeppni framhaldsskólanna. Minn skóli (áfram MH!!! Gleði gleði gleeeeeði, gleði líf mitt er, því að jesús kristur það gefið hefur mér, ég vil að þú eignist þetta líf, því að það er gleði gleði, gleði alla tíð..... koma svo MH-ingar!!) var með flott atriði. Það var ósköp venjuleg stelpa sem gekk inn á sviðið í gallabuxum og stuttermabol. Hún kom með tóman ramma, pappír og 2 litlar dollur með sér. Svo stóð hún fyrir framan borð með þetta dót á borðinu, snéri baki í áhorfendur, fór svo úr að ofan og var s.s. ber að ofan. Tók svo að hella málningu úr litlu dósunum á pappírinn og makaði málningu á brjóstin á sér með höndunum. Snéri sér svo með blá brjóstin út í loftið framan í áhorfendur og setti rammann í kringum brjóstin og sagði: "Brjóstmynd".

Þvílík snilld! Enda ekki við öðru að búast frá mínum ástkæra skóla. Maður verður alltaf MH-ingur inn við beinið. Er ennþá svo lifandis fegin að hafa ekki farið í Flensuna (Flensborg). Sjúkket. MH leyfði mér að vera eins og ég er og ég og mín athyglissýki á þeim tíma nutum okkar í botn. Ég eignaðist frábærar vinkonur sem eru enn í dag mínar allra bestu vinkonur og lífsnauðsynlegir lífsförunautar.

Vá, hvað það skiptir máli að velja rétt í lífinu. Maður velur þetta jú allt yfir sig. Hvað sem það er. Eða ég vill meina það. Ég valdi t.d. að fara ekki í Flensborg eins og allir hinir krakkarnir í hverfinu og Víðó og fór í MH. Þar naut ég mín út í ystu æsar, söng með skólahljómsveitinni og fékk þýskuverðlaunin. Eftir skólann valdi ég að halda áfram að hafa samband við skólastelpurnar og þróaðist það samband okkar í afar sterkt vinasamband. Ég hef einnig valið að verða ekki alki eins og svo margir í familíunni (ég virkilega trúi að það sé val að hluta til no matter what others think) en elska að fá mér rauðvín og djamma ffram á nótt. Þá hef ég valið að vera hamingjusöm og elska hann Vigga forever and ever. Auðvitað þarf í grunninn eitthvað fling að vera til staðar á milli fólks en í alvörunni þá tel ég það að vissu leyti meðvitaða ákvörðun að vera hamingjusamur, því þegar illa gengur þá finnst mér hugarástandið og það að ákveða að hafa hlutina góða gera mann aftur ánægðan :)


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker