mánudagur, nóvember 03, 2003
Að vera í formi
Úff, ég bara verð að tjá mig aðeins um heimildamyndina um anorexíu og búlimíu sem var á mánudaginn fyrir viku síðan! Alveg hrikalegt! Gangandi beinagrind sem stöffaði í sig í átköstum. Stelpan sem fylgst var með var mjög meðvituð um þennan sjúkdóm og virtist voða klár, var í lögfræði og gekk ágætlega. En wow, hún hafði enga stjórn á líkamanum á sér. Hún var 1.72 m á hæð og 33-35 kg. Og bara svona til viðmiðunar þá upplýsi ég það hér með að ég er 1.80 m og 73 kg!! Ó mæ kræst! Enda vissi þessi stelpa að hún á ekki langt eftir ólifað. Hún mun líklega deyja úr hjartaáfalli. Sem er sorglegt. Sem er mjög sorglegt. Ég hafði virkilega meðaumkun með henni, lá grenjandi uppi í sófa og vorkenndi henni. Um leið skildi ég bara ekki af hverju hún hætti þessu bulli ekki og tæki bara sönsum. Borðaði eins og venjuleg manneskja. Líka fyrst hana langaði til að læknast. Það var eins og það væri eitthvað skrímsli inni í henni sem léti henni líða svona. Alveg hrikalegt. Þessi sjúkdómur er auðvitað geðröskun en minnti mig svolítið á alkahólisma. Það eru margir alkar sem skilja stöðuna og vilja hætta að drekka en geeeeeeta það bara ekki. Verða að fá sér í glas í dag af því það er svo ööömurlegt veður úti, rok og rigning. Svo verða þeir líka að fá sér í glas daginn eftir af því það var svo alltof mikil sól úti! Alveg óskiljanlegt.
Ég held ég sé alltaf meira og meira að gera mér grein fyrir því að ég er bara líkamlega alveg ágæt! Ég meina, maður er með sitt selló á lærunum og ansi svera vaxtarræktarkálfa - en só bí it! Svona er ég og verð. Ég er jú alltaf að æfa í WC (World Class) en átta mig alltaf betur og betur á því að ég er að því fyrir hjartað á mér frekar en spikið. Ekki misskilja mig, mig langar ekkert að fitna eða verða alveg sama um líkamlegt form. En það sem ég kalla fyrir mig að vera í formi og er fyrst og fremst að æfa fyrir er hér með til að:
- Vera ekki þreyttur að sitja í vinnunni í heilan dag - þ.e. hafa úthald til þess og án þess að fá vöðvabólgu, svima og sjóntruflanir
- Geta hlaupið upp og niður stigana á Hverfisgötu 6 án þess að blása úr nös
- Geta farið í fjallgöngu á sumrin án þess að þurfa að æfa sérstaklega fyrir það, þ.e. án þess að þurfa að koma mér í úthaldslegt form fyrir það
- Geta farið á snjóbretti nokkra daga í röð án þess að deyja í fótunum
- Geta synt slatta án þess að kafna
- Getað klifrað á klifurveggnum án þess að fá krampa í hendurnar
=> Geta verið frjáls líkamlega séð, þ.e. að ég geti stundað það líkamlega athæfi sem mér finnst skemmtilegt án þess að þurfa að hugsa mig tvisvar um hvort ég hafi úthald og kraft í það
:Þ - ííííííhaaa!
Ég held ég sé alltaf meira og meira að gera mér grein fyrir því að ég er bara líkamlega alveg ágæt! Ég meina, maður er með sitt selló á lærunum og ansi svera vaxtarræktarkálfa - en só bí it! Svona er ég og verð. Ég er jú alltaf að æfa í WC (World Class) en átta mig alltaf betur og betur á því að ég er að því fyrir hjartað á mér frekar en spikið. Ekki misskilja mig, mig langar ekkert að fitna eða verða alveg sama um líkamlegt form. En það sem ég kalla fyrir mig að vera í formi og er fyrst og fremst að æfa fyrir er hér með til að:
- Vera ekki þreyttur að sitja í vinnunni í heilan dag - þ.e. hafa úthald til þess og án þess að fá vöðvabólgu, svima og sjóntruflanir
- Geta hlaupið upp og niður stigana á Hverfisgötu 6 án þess að blása úr nös
- Geta farið í fjallgöngu á sumrin án þess að þurfa að æfa sérstaklega fyrir það, þ.e. án þess að þurfa að koma mér í úthaldslegt form fyrir það
- Geta farið á snjóbretti nokkra daga í röð án þess að deyja í fótunum
- Geta synt slatta án þess að kafna
- Getað klifrað á klifurveggnum án þess að fá krampa í hendurnar
=> Geta verið frjáls líkamlega séð, þ.e. að ég geti stundað það líkamlega athæfi sem mér finnst skemmtilegt án þess að þurfa að hugsa mig tvisvar um hvort ég hafi úthald og kraft í það
:Þ - ííííííhaaa!
Comments:
Skrifa ummæli