<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 28, 2006

Fússssssssssball 

Fótboltinn tröllríður mínu lífi þessa dagana. Sjálfri finnst mér alveg ágætlega gaman að fylgjast með HM, en gef mér einhvern veginn ekki tíma í það vegna þess hversu mikil súperhúsmóðir og mamma ég er að reyna að vera. Ég veit ekkert hverjir eru bestir en verður maður ekki að halda með sínum mönnum; Ítölum hehe. Eru þeir ekki annars búnir að vera sætir...eh, ég meina góðir á vellinum?? Svo eru það FH leikirnir sem ektamaður minn má alls ekki missa af, í hvaða veðri eða aðstöðu sem er. Allt er sett á hold fyrir Fimleikafélag Hafnarfjarðar. Og allt er þá þrennt er að kallinn er líka að æfa með FH old boys í utandeildinni. Sem sagt fffffóóóótboooolti já takk. Eða nei takk eftir því hvernig á það er litið. Ég var alltaf léleg í fótbolta, enda með alltof langa skanka til að vera kúl á vellinum. Þeir flæktust bara fyrir mér og ég fékk aldrei boltann. Snéri mér því fljótt að öðru.

Gott að eiga sér áhugamál segi ég nú samt. Á einn hátt mætti líkja fótboltanum við trúarbrögð. Ég væri alveg til í að rannsaka þennan svakalega áhuga manna á fótbolta. Á áhorf þá sérstaklega. Til er fólk sem hreinlega dýrkar og dáir fótboltalið og sérstaka fótboltamenn og heldur með því í gegnum súrt og sætt. Til er fólk sem verður að vera með trefil merktum félagi sínu nákvæmlega eins bundinn utan um hálsinn á sér við áhorf á leik liðsins og ef einhver kemur með trefil að horfa á leikinn öðruvísi bundinn verður allt vitlaust því þá tapar liðið. Ofurtrú og hjátrú. "Við vorum að kaupa xxxx í liðið", "Djöfull voruð þið lélegir maður", "Til hamingju með nýja manninn"...Þetta eru sko við og þið, en ekki þeir.
Fótbolti er sem sagt málið í dag.
In deep.

sunnudagur, júní 25, 2006

Að vanta mánuð í tveggja ára 

Þá vantar Veru 1 mánuð í tveggja ára aldurinn. Hún lærði nú samt fyrir þó nokkru að segja að hún sé tveggja ára eða “djeddja” með vísifingur og löngutöng vísandi upp í loft svaka stolt.

Vera er sem sagt orðin stór. Ég mældi hana og málbandið sagði 88 cm og vigtin í sundlauginni segir dömuna vega 13,5 kg.

Ég saknaði Veru heilmikið í Ítalíufríinu, en vissi samt að hún var í afar góðum höndum hjá pabbanum. Mamman komst nú samt að því að hún er ansi góð í að vera barnlaus, enda með 28 ára æfingu í því sem er alveg jafn greipt í lífið og lífið sl. 2 ár með litlu dömunni. Það var ekki fyrr en síðustu dagana sem ég var orðin yfir mig spennt að hitta Veru og stóðst ekki mátið að vekja hana þegar ég loks kom heim eftir 10 daga ferðalag, klukkan 1 að nóttu til. Vera leit hissa á mig og sagði: “mamma heim!” og “mamma sími”. Já, mamma var sko komin heim og við höfðum mikið talað saman í símann í fjarverunni.

Á þessum 10 dögum sem ég var í burtu tók Vera heilmikið stökk í að tala. Hún apar allt eftir sem maður segir sem er hrikalega fyndið. Áður en ég fór út gat hún tengt saman 2-3 orð. Kvöldið eftir að ég kom heim sagði Vera hins vegar þetta án þess að hafa það eftir nokkrum: “Mamma, pabbi úti djilla banana - jómi”. Já, pabbinn var úti að grilla banana og við ætluðum að borða þá með rjóma. Þetta er sem sagt eiginlega komið hjá henni þótt sumt sé óskýrara en annað. Vera heitir til að mynda ennþá Jejja og flest K eru T sbr. amma Gunna heitir amma Tunna. Vera telur orðið alla mögulega hluti og það alveg upp að tólf, en sleppir oftast fjórum og sjö. Hún syngur mikið og kann orðið heilu setningarnar í mörgum barnalögum sem dynja á okkur í bílnum tvisvar á dag þegar við keyrum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Eins syngur hún t.d. Sofðu unga ástin mín eins og engill með mér á kvöldin og er með hljóðin og orðin þar frekar vel á hreinu. Hún aðstoðar mig mikið við húsverkin, eins og að ryksuga, þurrka af borðinu og setja í uppþvottavélina. Einnig gróðursettum við blóm í garðinn okkar saman um helgina síðustu og Vera minnir mig stolt á það á hverjum morgni þegar við göngum framhjá blómabeðinu: “mamma dat, jejja blom oní”. Akkúrat, mamman gerði holu (eða gat að hennar mati) í moldina og Vera gróðursetti blómin ofan í það. Hún er fyrir löngu farin að láta mig vita þegar hún er búin að kúka í bleyjuna og nær þá sjálf í bleyju og “bossa” eins og hún kallar blautþurrkurnar (til að þurrka bossann...) Hún vill samt ekki enn fara á koppinn nema í 3 sekúndur í senn, bara til að sýna lit.

Vera er orkubolti og fer yfirleitt ekki að sofa núna fyrr en um 9 á kvöldin. Þrátt fyrir að hamast allan daginn úti og inni, í sundi og brölti, virðist hún ekki vera orðin þreytt fyrr en þá. Hún leggur sig ennþá á daginn hjá dagmömmunum, en aldrei meira en í klukkutíma. Hún er farin að fara á gæsló sem er við hliðina á þar sem dagmömmurnar eru, og er þar sjálf á morgnanna allt upp í 2 klukkutíma og finnst það æði. Hún á bara rúma viku eftir hjá dagmömmunum áður en hún fer í sumarfrí og svo byrjar hún á leikskólanum Hjalla um miðjan ágústmánuð.

Vera er einlæg og ljúf þótt hún sé líka á tveggja ára öskrustiginu. Helsta áhugamálið hennar er ennþá mömmuleikur og er hún í því að klæða dúkkurnar sínar í og úr og látandi þær fara að sofa og gefandi þeim að borða o.s.frv. Nýjasta nýtt er svo að skipta á dúkkunni og þurrka á henni rassinn með blautþurrku alveg eins og mamman gerir við Veru. Vera getur vel dundað sér við ýmsa erfiða iðju eins og að þræða skó og klæða dúkkurnar en nýjasta nýtt í dag er samt: “mamma hjáppa” eða mamma hjálpa, svo jafnvel er þolonmæðisfaktorinn eitthvað eilítið að styttast og færast nær mömmunni. Hún er prakkari sem puðrar okkur foreldrana eins oft og hún getur og kítlar mann í tásurnar á morgnanna. Hún verður æ meira kyssu- og knúsudýr og setur góðan stút á munninn sem kossablístrar í þegar einhver segir bless við hana. Á morgnanna þegar hún kyssir pabbann bless vill hún fá einn á munninn, einn á sitthvora kinnina og nebbast smá líka. Og svo skipar hún pabbanum að kyssa mömmuna líka (það má sko ekki gleyma því!). Ef við foreldrarnir tökum upp á því að kyssast fyrir framan hana þá verður hún afar glöð og vill vera með í knúseríinu. Veru er mikið í mun að setja okkur öll þrjú í mengi í sambandi við alla hluti og það má aldrei gleyma að minnast á neinn af okkur. Ef ég segi við hana: Mamma elskar þig, þá er hennar svar: “pabbi líka”, en reyndar nú orðið líka stundum “Jejja eska mamma” sem er alveg það sætasta í heimi. Heyrði það einmitt fyrst í símann út til Ítalíu og gleymi því aldrei. Ef ég segi; Mamma og Vera ætla út í búð, þá spyr hún strax: “pabbi?” en segir nú fljótt á eftir því: “pabbi inna” eða pabbi er að vinna! “Haaaaa”, og “sjá” er líka nýtt þegar hún er hissa eða sér eitthvað merkilegt, með alveg sömu blæbrigðum og fullorðna fólkið syngur það, oftar en ekki á innsoginu líka. Og svo er strax kominn góður vísir að spurningaaldrinum því nýjasta nýtt við alla mögulega og ómögulega hluti er: “Hva þetta”?

Sem sagt, allt að gerast hjá Veru Víglunds. Spennandi!


Vera stora a ljosmyndasyningu a Austurvelli i dag


Bunar ad gefa brabra braud


A Austurvelli


Amma Gunna (e�a Tunna eins og Vera myndi segja �ad hehe) og Vera


"Hvad er eiginlega verid ad stilla mer upp her a 17. juni eins og haenu a priki?" Samt svo saet...


Vera a 17. juni


Vera strax farin ad syna agaetis smidstakta, her maelir hun hurdarkarminn i herberginu sinu


Vera i nyja husinu sinu


Amma Stefania og Vera ad leika


Vera ad leika hja ommu og afa i Eilífsdal

mánudagur, júní 19, 2006

O, bella Italia... 

Ítalía var allt sem ég óskaði mér og gott betur.

Fyrir þá sem þekkja þá vorum við vinkonurnar á Amalfi ströndinni sem er rétt við Napólí á Suður Ítalíu. Við gistum í Sorrento og ferðuðumst um svæðið; til Amalfi, eyjunnar Caprí, klettabæjarins Positano og rústanna í gömlu Pompei.

Ímyndið ykkur bara MIG bronzaða í bikiní á ítalskri klettaströnd með hvítt í annarri og vinkonurnar í hinni, nýkomin úr volgum grænum sjónum, gæðandi mér á bestu parmaskinku í heimi svo ég tali nú ekki um mozzarellaostinn. Það er heitt og golan svalar ásamt Peroni bjór og við skemmtum okkur saman stelpurnar undir ciao bella frá ágengum Ítölum sem ég höndla samt vel og æfi ítölskuna mína á.

Ó ljúfa líf. Óviðjafnanlegar vinkonur. O, sole mio. Ó mæ god hvað það var ógeðslega gaman.

Það jafnast náttúrulega ekkert á við átta æðislegar vinkonur og hvað þá í draumaferðinni. Við erum strax farnar að plana aðra ferð til að fagna 35 árunum...


mmmmmmmm


Sorrento


Pompei og Vesúvíus gægist í gegnum skýin


Soholdið sætar stelpur á Caprí


æjæjæjæjæjæjæjæj...


Á Caprí


Caprí

miðvikudagur, júní 07, 2006

Arrivederci 

Þá er ég farin í þrítugsafmælispæjuferð aldarinnar til suður Ítalíu.
Margir furða sig á því að ég sé að fara sóló í "brúðkaups"ferðina en ekki ég. Ég er nebblega líka heittrúlofuð vinkonum mínum og við þurfum bara virkilega að fara í svona vinkonuferð a.k.a. húsmæðraorlof reglulega. Minn elskulegi eiginmaður skilur það og vonandi barnið líka.

Næstu 9 daga verð ég sem sagt parlando italiano með vino bianco í annarri og vinkonurnar í hinni.

laugardagur, júní 03, 2006


Á svona dögum já... Posted by Picasa


Blásið á blómið Posted by Picasa

Svona dagar 

Það er meðal annars á svona dögum sem ég sakna ömmu Sillu. Þegar sólin skín sem mest og heitt er í veðri á frídegi. Á svona degi myndi ég áður hafa fengið mér göngutúr til ömmu, til að sitja með henni úti á palli og spjalla við hana um ekkert sérstakt. Skruðningar í Gufunni myndu heyrast frá illa stilltu útvarpinu og lyktin af nýslegnu grasi myndi fylla loftið. Amma var alltaf að slá grasið og róta í beðunum sínum og hún gerði það af áhuga og nautn. Sumir sögðu garðinn hennar alltof stóran fyrir gamla konu eins og hana, en hún fullyrti að hún myndi ganga af göflunum af eirðarleysi hefði hún ekki garðinn sinn. Hún var iðulega í gatslitnum alltof þröngum stuttbuxum frá 1950 og á haldaranum einum að ofan við vinnuna. Þegar við kæmum myndi hún svo hræra í vöflur og þýða heimabakaðar kotasælubollur úr frystinum og við myndum maula þetta í sólinni. Amma myndi prjóna smá inn á milli eða sauma út harðangur og klaustur í dúk sem ætlaður væri einhverjum sérstökum. Hún myndi snúllast með Veru og dást að henni, hún væri svo æðislega mikið þetta og hitt.

Við Vera fórum í göngutúr til ömmu í dag upp í kirkjugarð. Þar voru blómin hennar og annarra í fullum skrúða og sólin skein.

Þótt Það vaxi ennþá bara fíflar í garðinum mínum fæ ég alltaf smá svona ömmu-Sillutilfinningu þegar ég er úti í garði á svona dögum. Og ég er ekki frá því að ég sé með garðagenið hennar í mér að einhverju leyti. Mér finnst garðurinn minn alla vega æðislegur. Alveg eins og ömmu.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Fyrsti dagurinn 

Í dag var allt nýtt.
Það eru svo margar pælingar sem fylgir því að byrja á nýjum vinnustað, var alveg búin að gleyma tilfinningunni. Allt frá því að vandræðast með hvar maður á að leggja bílnum eða í hvernig fötum er vænlegast að mæta í fyrsta daginn. Það tengist kannski því entransi sem maður vill vera með fyrsta daginn. Er það Erla stay low eða Erla brosmilda, Erla alvarlega eða bara Erla-Perla. Hvernig er ég ég sjálf með ókunnugu fólki? Svört föt hentuðu best í dag. Svört formleg (en alveg kjúl samt sko) buxnadragt, en ég verð nú samt að viðurkenna að ég gat ekki sleppt því að fara í túrkíslitaðan fiðrildabol innanundir. Hann sást samt ekki svo mikið.

Ég fékk glænýja fartölvu, síma og meira að segja skrifborðsstóllinn minn var pakkaður inn í plast, svo glænýr var hann. Sætt. Ég var á kynningarfundi um fyrirtækið og framtíðarverkefnin mín í allan dag og er ekki alveg að átta mig á því hversu lítið ég meðtók. Ég heilsaði 200 manns og man ekki hvað neinn heitir og kynnti mig meðal annars fyrir einhverjum kúnna frá Orkuveitunni sem horfði furðulostinn á mig. Ég tók lyftuna á milli 1. og 2. hæðar í sífellu af því ég fann ekki stigann og sleppti því að pissa því ég vissi að ég myndi ekki rata aftur tilbaka af klóinu.

En þetta lofar góðu og ég er spennt. Verkefnin bíða og ég fer út að borða annað kvöld með nýju vinnufélögunum. Spurning um að fara hreinlega bara í galló strax á morgun við fiðrildabolinn.

Vera og Íris 

Ég má til með að skrá það hér að hún Vera taldi með mér upp á 10 áðan. Reyndar á sinn óskýra hátt en það er sama. Bara allt í einu, og ég sem var ekki einu sinni að reyna að kenna henni það. Við höfum yfirleitt burstað tennurnar saman með því að telja 10 x uppi og 10 x niðri og svo syngjum við stundum um 10 litla fingur og tásur en þessu hefði ég ekki trúað.

Svo er það núna orðið þannig að daman syngur með langflestum lögum sem við spilum eða syngjum. Barnaborg er vinsæll diskur og hún kann orðið ansi mörg lög þar, og þá tekur hún aðallega undir síðasta orðið í hverri setningu. Það er alla vega orðið soldið erfitt að svæfa hana með söng þegar hún æsist bara upp af spenningi yfir því að syngja með!

Svo þegar mamman kallar hana litlu músina sína eins og vani er, er mín farin að svara fyrir sig: Nei mamma, Jejja dóó! (Vera er stór...)
Já, ég skal segja ykkur það.


Vid forum i heimsokn til Irisar Eirar Drifudottur um daginn og thar teiknadi Vera svona lika flott listaverk a bol sem Iris gaf henni, ef vel er ad gad er audvelt ad sja talentinn i domunni... Posted by Picasa


Listamenn ad storfum Posted by Picasa


Bleiku tvibbastelpurnar okkar attu audvelt med ad leika ser saman Posted by Picasa


Allt vitlaust ad gera i Bjoggabud Posted by Picasa


Saman a hestbaki Posted by Picasa


Rambad a flotta roloinum - Iris, 3 1/2 var bara adeins thyngri en Vera... Posted by Picasa


Vera saeta a rombunni Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker