sunnudagur, júní 25, 2006
Að vanta mánuð í tveggja ára
Þá vantar Veru 1 mánuð í tveggja ára aldurinn. Hún lærði nú samt fyrir þó nokkru að segja að hún sé tveggja ára eða “djeddja” með vísifingur og löngutöng vísandi upp í loft svaka stolt.
Vera er sem sagt orðin stór. Ég mældi hana og málbandið sagði 88 cm og vigtin í sundlauginni segir dömuna vega 13,5 kg.
Ég saknaði Veru heilmikið í Ítalíufríinu, en vissi samt að hún var í afar góðum höndum hjá pabbanum. Mamman komst nú samt að því að hún er ansi góð í að vera barnlaus, enda með 28 ára æfingu í því sem er alveg jafn greipt í lífið og lífið sl. 2 ár með litlu dömunni. Það var ekki fyrr en síðustu dagana sem ég var orðin yfir mig spennt að hitta Veru og stóðst ekki mátið að vekja hana þegar ég loks kom heim eftir 10 daga ferðalag, klukkan 1 að nóttu til. Vera leit hissa á mig og sagði: “mamma heim!” og “mamma sími”. Já, mamma var sko komin heim og við höfðum mikið talað saman í símann í fjarverunni.
Á þessum 10 dögum sem ég var í burtu tók Vera heilmikið stökk í að tala. Hún apar allt eftir sem maður segir sem er hrikalega fyndið. Áður en ég fór út gat hún tengt saman 2-3 orð. Kvöldið eftir að ég kom heim sagði Vera hins vegar þetta án þess að hafa það eftir nokkrum: “Mamma, pabbi úti djilla banana - jómi”. Já, pabbinn var úti að grilla banana og við ætluðum að borða þá með rjóma. Þetta er sem sagt eiginlega komið hjá henni þótt sumt sé óskýrara en annað. Vera heitir til að mynda ennþá Jejja og flest K eru T sbr. amma Gunna heitir amma Tunna. Vera telur orðið alla mögulega hluti og það alveg upp að tólf, en sleppir oftast fjórum og sjö. Hún syngur mikið og kann orðið heilu setningarnar í mörgum barnalögum sem dynja á okkur í bílnum tvisvar á dag þegar við keyrum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Eins syngur hún t.d. Sofðu unga ástin mín eins og engill með mér á kvöldin og er með hljóðin og orðin þar frekar vel á hreinu. Hún aðstoðar mig mikið við húsverkin, eins og að ryksuga, þurrka af borðinu og setja í uppþvottavélina. Einnig gróðursettum við blóm í garðinn okkar saman um helgina síðustu og Vera minnir mig stolt á það á hverjum morgni þegar við göngum framhjá blómabeðinu: “mamma dat, jejja blom oní”. Akkúrat, mamman gerði holu (eða gat að hennar mati) í moldina og Vera gróðursetti blómin ofan í það. Hún er fyrir löngu farin að láta mig vita þegar hún er búin að kúka í bleyjuna og nær þá sjálf í bleyju og “bossa” eins og hún kallar blautþurrkurnar (til að þurrka bossann...) Hún vill samt ekki enn fara á koppinn nema í 3 sekúndur í senn, bara til að sýna lit.
Vera er orkubolti og fer yfirleitt ekki að sofa núna fyrr en um 9 á kvöldin. Þrátt fyrir að hamast allan daginn úti og inni, í sundi og brölti, virðist hún ekki vera orðin þreytt fyrr en þá. Hún leggur sig ennþá á daginn hjá dagmömmunum, en aldrei meira en í klukkutíma. Hún er farin að fara á gæsló sem er við hliðina á þar sem dagmömmurnar eru, og er þar sjálf á morgnanna allt upp í 2 klukkutíma og finnst það æði. Hún á bara rúma viku eftir hjá dagmömmunum áður en hún fer í sumarfrí og svo byrjar hún á leikskólanum Hjalla um miðjan ágústmánuð.
Vera er einlæg og ljúf þótt hún sé líka á tveggja ára öskrustiginu. Helsta áhugamálið hennar er ennþá mömmuleikur og er hún í því að klæða dúkkurnar sínar í og úr og látandi þær fara að sofa og gefandi þeim að borða o.s.frv. Nýjasta nýtt er svo að skipta á dúkkunni og þurrka á henni rassinn með blautþurrku alveg eins og mamman gerir við Veru. Vera getur vel dundað sér við ýmsa erfiða iðju eins og að þræða skó og klæða dúkkurnar en nýjasta nýtt í dag er samt: “mamma hjáppa” eða mamma hjálpa, svo jafnvel er þolonmæðisfaktorinn eitthvað eilítið að styttast og færast nær mömmunni. Hún er prakkari sem puðrar okkur foreldrana eins oft og hún getur og kítlar mann í tásurnar á morgnanna. Hún verður æ meira kyssu- og knúsudýr og setur góðan stút á munninn sem kossablístrar í þegar einhver segir bless við hana. Á morgnanna þegar hún kyssir pabbann bless vill hún fá einn á munninn, einn á sitthvora kinnina og nebbast smá líka. Og svo skipar hún pabbanum að kyssa mömmuna líka (það má sko ekki gleyma því!). Ef við foreldrarnir tökum upp á því að kyssast fyrir framan hana þá verður hún afar glöð og vill vera með í knúseríinu. Veru er mikið í mun að setja okkur öll þrjú í mengi í sambandi við alla hluti og það má aldrei gleyma að minnast á neinn af okkur. Ef ég segi við hana: Mamma elskar þig, þá er hennar svar: “pabbi líka”, en reyndar nú orðið líka stundum “Jejja eska mamma” sem er alveg það sætasta í heimi. Heyrði það einmitt fyrst í símann út til Ítalíu og gleymi því aldrei. Ef ég segi; Mamma og Vera ætla út í búð, þá spyr hún strax: “pabbi?” en segir nú fljótt á eftir því: “pabbi inna” eða pabbi er að vinna! “Haaaaa”, og “sjá” er líka nýtt þegar hún er hissa eða sér eitthvað merkilegt, með alveg sömu blæbrigðum og fullorðna fólkið syngur það, oftar en ekki á innsoginu líka. Og svo er strax kominn góður vísir að spurningaaldrinum því nýjasta nýtt við alla mögulega og ómögulega hluti er: “Hva þetta”?
Sem sagt, allt að gerast hjá Veru Víglunds. Spennandi!
Vera stora a ljosmyndasyningu a Austurvelli i dag
Vera er sem sagt orðin stór. Ég mældi hana og málbandið sagði 88 cm og vigtin í sundlauginni segir dömuna vega 13,5 kg.
Ég saknaði Veru heilmikið í Ítalíufríinu, en vissi samt að hún var í afar góðum höndum hjá pabbanum. Mamman komst nú samt að því að hún er ansi góð í að vera barnlaus, enda með 28 ára æfingu í því sem er alveg jafn greipt í lífið og lífið sl. 2 ár með litlu dömunni. Það var ekki fyrr en síðustu dagana sem ég var orðin yfir mig spennt að hitta Veru og stóðst ekki mátið að vekja hana þegar ég loks kom heim eftir 10 daga ferðalag, klukkan 1 að nóttu til. Vera leit hissa á mig og sagði: “mamma heim!” og “mamma sími”. Já, mamma var sko komin heim og við höfðum mikið talað saman í símann í fjarverunni.
Á þessum 10 dögum sem ég var í burtu tók Vera heilmikið stökk í að tala. Hún apar allt eftir sem maður segir sem er hrikalega fyndið. Áður en ég fór út gat hún tengt saman 2-3 orð. Kvöldið eftir að ég kom heim sagði Vera hins vegar þetta án þess að hafa það eftir nokkrum: “Mamma, pabbi úti djilla banana - jómi”. Já, pabbinn var úti að grilla banana og við ætluðum að borða þá með rjóma. Þetta er sem sagt eiginlega komið hjá henni þótt sumt sé óskýrara en annað. Vera heitir til að mynda ennþá Jejja og flest K eru T sbr. amma Gunna heitir amma Tunna. Vera telur orðið alla mögulega hluti og það alveg upp að tólf, en sleppir oftast fjórum og sjö. Hún syngur mikið og kann orðið heilu setningarnar í mörgum barnalögum sem dynja á okkur í bílnum tvisvar á dag þegar við keyrum milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Eins syngur hún t.d. Sofðu unga ástin mín eins og engill með mér á kvöldin og er með hljóðin og orðin þar frekar vel á hreinu. Hún aðstoðar mig mikið við húsverkin, eins og að ryksuga, þurrka af borðinu og setja í uppþvottavélina. Einnig gróðursettum við blóm í garðinn okkar saman um helgina síðustu og Vera minnir mig stolt á það á hverjum morgni þegar við göngum framhjá blómabeðinu: “mamma dat, jejja blom oní”. Akkúrat, mamman gerði holu (eða gat að hennar mati) í moldina og Vera gróðursetti blómin ofan í það. Hún er fyrir löngu farin að láta mig vita þegar hún er búin að kúka í bleyjuna og nær þá sjálf í bleyju og “bossa” eins og hún kallar blautþurrkurnar (til að þurrka bossann...) Hún vill samt ekki enn fara á koppinn nema í 3 sekúndur í senn, bara til að sýna lit.
Vera er orkubolti og fer yfirleitt ekki að sofa núna fyrr en um 9 á kvöldin. Þrátt fyrir að hamast allan daginn úti og inni, í sundi og brölti, virðist hún ekki vera orðin þreytt fyrr en þá. Hún leggur sig ennþá á daginn hjá dagmömmunum, en aldrei meira en í klukkutíma. Hún er farin að fara á gæsló sem er við hliðina á þar sem dagmömmurnar eru, og er þar sjálf á morgnanna allt upp í 2 klukkutíma og finnst það æði. Hún á bara rúma viku eftir hjá dagmömmunum áður en hún fer í sumarfrí og svo byrjar hún á leikskólanum Hjalla um miðjan ágústmánuð.
Vera er einlæg og ljúf þótt hún sé líka á tveggja ára öskrustiginu. Helsta áhugamálið hennar er ennþá mömmuleikur og er hún í því að klæða dúkkurnar sínar í og úr og látandi þær fara að sofa og gefandi þeim að borða o.s.frv. Nýjasta nýtt er svo að skipta á dúkkunni og þurrka á henni rassinn með blautþurrku alveg eins og mamman gerir við Veru. Vera getur vel dundað sér við ýmsa erfiða iðju eins og að þræða skó og klæða dúkkurnar en nýjasta nýtt í dag er samt: “mamma hjáppa” eða mamma hjálpa, svo jafnvel er þolonmæðisfaktorinn eitthvað eilítið að styttast og færast nær mömmunni. Hún er prakkari sem puðrar okkur foreldrana eins oft og hún getur og kítlar mann í tásurnar á morgnanna. Hún verður æ meira kyssu- og knúsudýr og setur góðan stút á munninn sem kossablístrar í þegar einhver segir bless við hana. Á morgnanna þegar hún kyssir pabbann bless vill hún fá einn á munninn, einn á sitthvora kinnina og nebbast smá líka. Og svo skipar hún pabbanum að kyssa mömmuna líka (það má sko ekki gleyma því!). Ef við foreldrarnir tökum upp á því að kyssast fyrir framan hana þá verður hún afar glöð og vill vera með í knúseríinu. Veru er mikið í mun að setja okkur öll þrjú í mengi í sambandi við alla hluti og það má aldrei gleyma að minnast á neinn af okkur. Ef ég segi við hana: Mamma elskar þig, þá er hennar svar: “pabbi líka”, en reyndar nú orðið líka stundum “Jejja eska mamma” sem er alveg það sætasta í heimi. Heyrði það einmitt fyrst í símann út til Ítalíu og gleymi því aldrei. Ef ég segi; Mamma og Vera ætla út í búð, þá spyr hún strax: “pabbi?” en segir nú fljótt á eftir því: “pabbi inna” eða pabbi er að vinna! “Haaaaa”, og “sjá” er líka nýtt þegar hún er hissa eða sér eitthvað merkilegt, með alveg sömu blæbrigðum og fullorðna fólkið syngur það, oftar en ekki á innsoginu líka. Og svo er strax kominn góður vísir að spurningaaldrinum því nýjasta nýtt við alla mögulega og ómögulega hluti er: “Hva þetta”?
Sem sagt, allt að gerast hjá Veru Víglunds. Spennandi!
Vera stora a ljosmyndasyningu a Austurvelli i dag
Comments:
Skrifa ummæli