mánudagur, júní 19, 2006
O, bella Italia...
Ítalía var allt sem ég óskaði mér og gott betur.
Fyrir þá sem þekkja þá vorum við vinkonurnar á Amalfi ströndinni sem er rétt við Napólí á Suður Ítalíu. Við gistum í Sorrento og ferðuðumst um svæðið; til Amalfi, eyjunnar Caprí, klettabæjarins Positano og rústanna í gömlu Pompei.
Ímyndið ykkur bara MIG bronzaða í bikiní á ítalskri klettaströnd með hvítt í annarri og vinkonurnar í hinni, nýkomin úr volgum grænum sjónum, gæðandi mér á bestu parmaskinku í heimi svo ég tali nú ekki um mozzarellaostinn. Það er heitt og golan svalar ásamt Peroni bjór og við skemmtum okkur saman stelpurnar undir ciao bella frá ágengum Ítölum sem ég höndla samt vel og æfi ítölskuna mína á.
Ó ljúfa líf. Óviðjafnanlegar vinkonur. O, sole mio. Ó mæ god hvað það var ógeðslega gaman.
Það jafnast náttúrulega ekkert á við átta æðislegar vinkonur og hvað þá í draumaferðinni. Við erum strax farnar að plana aðra ferð til að fagna 35 árunum...
mmmmmmmm
Fyrir þá sem þekkja þá vorum við vinkonurnar á Amalfi ströndinni sem er rétt við Napólí á Suður Ítalíu. Við gistum í Sorrento og ferðuðumst um svæðið; til Amalfi, eyjunnar Caprí, klettabæjarins Positano og rústanna í gömlu Pompei.
Ímyndið ykkur bara MIG bronzaða í bikiní á ítalskri klettaströnd með hvítt í annarri og vinkonurnar í hinni, nýkomin úr volgum grænum sjónum, gæðandi mér á bestu parmaskinku í heimi svo ég tali nú ekki um mozzarellaostinn. Það er heitt og golan svalar ásamt Peroni bjór og við skemmtum okkur saman stelpurnar undir ciao bella frá ágengum Ítölum sem ég höndla samt vel og æfi ítölskuna mína á.
Ó ljúfa líf. Óviðjafnanlegar vinkonur. O, sole mio. Ó mæ god hvað það var ógeðslega gaman.
Það jafnast náttúrulega ekkert á við átta æðislegar vinkonur og hvað þá í draumaferðinni. Við erum strax farnar að plana aðra ferð til að fagna 35 árunum...
mmmmmmmm
Comments:
Skrifa ummæli