<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 01, 2006

Vera og Íris 

Ég má til með að skrá það hér að hún Vera taldi með mér upp á 10 áðan. Reyndar á sinn óskýra hátt en það er sama. Bara allt í einu, og ég sem var ekki einu sinni að reyna að kenna henni það. Við höfum yfirleitt burstað tennurnar saman með því að telja 10 x uppi og 10 x niðri og svo syngjum við stundum um 10 litla fingur og tásur en þessu hefði ég ekki trúað.

Svo er það núna orðið þannig að daman syngur með langflestum lögum sem við spilum eða syngjum. Barnaborg er vinsæll diskur og hún kann orðið ansi mörg lög þar, og þá tekur hún aðallega undir síðasta orðið í hverri setningu. Það er alla vega orðið soldið erfitt að svæfa hana með söng þegar hún æsist bara upp af spenningi yfir því að syngja með!

Svo þegar mamman kallar hana litlu músina sína eins og vani er, er mín farin að svara fyrir sig: Nei mamma, Jejja dóó! (Vera er stór...)
Já, ég skal segja ykkur það.


Vid forum i heimsokn til Irisar Eirar Drifudottur um daginn og thar teiknadi Vera svona lika flott listaverk a bol sem Iris gaf henni, ef vel er ad gad er audvelt ad sja talentinn i domunni... Posted by Picasa

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker