<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 30, 2006

6. maí 

Verið viðbúin því ákveðið hefur verið að mín gangi í það heilaga þann 6. maí nk. kl. 18:00. Sharp. Brúðurin á nú reyndar víst alltaf að láta bíða eftir sér, en ég veit ekki hvort mér mínútumanneskjunni mun takast það. Reyndar eftir að ég átti Veru hef ég eiginlega aldrei komið neitt á réttum tíma sem er gjörsamlega óþolandi, en hei, það er ekki mér að kenna (heldur henni já!).

En hvað um það. 6. maí er góður dagur, ég finn það á mér að þetta verður sólríkur laugardagur (kannski með smá hreti inn á milli) og þá verð ég líka þrítug. En ennþá samt sæt og flott pía sko. Ég lofa því.

Við erum enn að leita að rétta salnum, helst í Hafnarfirði, og munum skoða 2 í vikunni. Fríkirkjan og Þórhallur Heimis eru til taks og svo veit ég ekki meir í bili. Þetta er allt að koma.

Eins og heimilið. Viggi er í þessum skrifuðu orðum að sparsla (það er víst spartla en hversu stúpid er það orð eiginlega?) inni á baði og flísarinn mætir í fyrramálið og ætlar að massa þetta á næstu dögum. Ef allar spár ganga eftir mun ég því eiga fullbúið baðherbergi um og yfir næstu helgi. Annað er svo til komið. Fyrir utan 30 kassana sem eru niðri í geymslu (sem eru sko fyrir utan þúsund geymslukassana sem eiga að vera niðri í geymslu) sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Kannski er það vísbending um að maður eigi aaaaðeins of mikið af dóti. Góði hirðirinn er alveg að græða á mér og þessum flutningum.

En alla vega, 6. maí kids.
Það er dagurinn.

sunnudagur, janúar 29, 2006

Meira og meira... 

meira í dag en í gær - af myndum.


Vera á leið í bæinn í dag að splæsa í nýjan sjónvarpssófa takk fyrir halelúja Posted by Picasaí


Gabríel Snær (tæplega 14 mánaða) vinur okkar kom í heimsókn í dag :) Posted by Picasa


Allir sáttir í sófanum sýnist mér! Posted by Picasa


Flott svefnstelling að hætti Veru Posted by Picasa


Vera og nýja húsið Posted by Picasa


Gægst út um glugga Posted by Picasa


Prílað upp á kistu... Posted by Picasa


...og hoppa! Posted by Picasa


Vera veit að það er mjög mikilvægt að vera alltaf með húfu Posted by Picasa


Best að prófa... Posted by Picasa


Ah, komin í bomsurnar hennar mömmu Posted by Picasa

fimmtudagur, janúar 26, 2006

Fyrir forvitna... 

...get ég sagt að Vera mældist í morgun 11,8 kg og 84 cm. Er það tæpu einu staðalfráviki yfir meðaltali sem er bara svaka fínt. Hún fylgir sinni línu sem er held ég mikilvægara heldur en að fylgja einhverju meðaltali. Veit ekki. Mér fyndist hún náttúrulega svo svakalega fín hvernig sem er!

Hér koma fleiri myndir sem mér tókst ekki að setja inn í gær.

Vera undir teppi að prófa nýja teppið Posted by Picasa


Týnd Posted by Picasa


Vera og Stelpa voffi og frænka Posted by Picasa


Gjúgg! Posted by Picasa


Úlfur og Vera í læknisleik Posted by Picasa


Vera yfirbóndi á búgarðinum Posted by Picasa

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Vera 1 1/2 árs! 

Nú er Vera orðin akkúrat eins og hálfs árs! Það er bara stórafmæli hjá minni!
Á síðastliðnum mánuði hefur hún lært ýmislegt nýtt og uppgötvar heiminn betur og betur á hverjum degi. Það er svo gaman að fylgjast með því. Hún hefur bætt við sig nokkrum orðum síðan síðast eins og t.d. Kjartan (dahhdan), hættu (ættú) já (jaaú - notar það samt ekki mikið, kinkar frekar kolli), kerti (deedda - veit ekki líkt en samt alveg með á hreinu hvar kertin eru og að það þurfi að kveikja á þeim á hverjum degi!), kisa (tssss) og hoppa (húbba). Og svo skilur daman orðið allt. Maður heldur oft að hún sé ekkert að fylgjast með umræðum okkar foreldranna en svo kemur annað á daginn. Mín er alltaf með eyrun opin (móðurgenin?). Eins sér hún fljúgandi fugla út um allt og bendir á þá svakalega spennt og segir baa baa (bra bra - sló smá saman þar!). Þegar mamman segir henni að þetta sé ekki bra bra heldur fugl eða bíbí þá kemur: Babí! Eins bendir hún á tunglið þegar það sést og flugvélar sem fljúga framhjá. Strætó er einnig mjög spennandi og allir stórir bílar sem hún sér á morgnanna á leiðinni til dagmammanna. Hún segir hæ við allt og alla sem hún hittir, og kann orðið að tala smá í símann, elskar reyndar að tala í símann. Við hringjum oft í pabba og þá segir hún hææææææææ, og hlustar svo átekta þangað til hún vinkar símanum svo bless. Jamm, hefur s.s. mikið að segja daman sú hehe. Hún bablar ekki mikið svona barnatalmál, er meira í því að nota ákveðin hljóð sem eiga að þýða eitthvað ákveðið.

Vera er alltaf hlæjandi og í stuðinu. Það skemmtilegasta sem hún gerir er að dansa og láta mömmuna henda sér í hjónarúmið fullt af sængum. Svo þarf mamman að hoppa í rúmið á eftir henni, annað kemur ekki til greina. Vera hefur mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að vera og er allan daginn að skipa manni fyrir að gera hitt og þetta með bendingum og umli. Hún skipar mér t.d. á hverjum morgni að setja á mig húfu og hefur miklar áhyggjur ef það er rok úti að mamman sé ekki með húfu á hausnum.

Vera er svakalega dugleg að leika sér sjálf og er alltaf á fullu. Stundum held ég að hún kunni ekki að ganga lengur, bara hlaupa eða svona skokka áfram. Vera er farin að geta horft á fleira barnaefni en BARA Stubbana, Lína Langsokkur er t.d. mjög skemmtileg núna og svo auðvitað Söngvaborg, sem hún reyndar sér bara hjá ömmu Gunnu. Vera elskar að dansa og oft þegar það kemur eitthvað lag í sjónvarpinu, hvort sem er í auglýsingu eða annað þá dregur hún mann út á gólf og vill tjútta. Alveg krúttí. Svo dansar hún eins og tröllskessa, vaggar sér fram og aftur og setur sitt hvorn fótinn upp í einu, stundum svo hátt að hún er næstum því dottin á hliðina. Já, tilþrifin geta verið mikil þegar það er stuð. Hún lærði til dæmis dansinn eða hreyfingarnar við Adam átti syni sjö um jólin og er ennþá að dansa það við ýmis tækifæri. Í dag kom hún svo með nýtt múv, að snúa höndunum í hringi svona eins og gamall diskódansari. Alveg æðislegt að fylgjast með þessu. Við erum einmitt búin að skrá okkur á dansnámskeið í Leikhöllinni og hefjast tímarnir innan skamms. Það verður skemmtilegt. Eins er Vera farin að syngja aðeins með þegar ég syng fyrir hana ákveðin lög - eins og Abbalabbalá (hva, kunna það ekki allir?!) Þá setur hún upp söngröddina og raular með, og það er alveg hrikalega sætt.

Veru finnst svaka gaman að skrifa og teikna og nær oft í blað og penna og krotar. Stundum fer það útaf og á gólfið eða borðið en það er alveg jafn gaman. Hún er ennþá mathákur og finnst flestur matur góður. Vill æ meira borða sjálf og notar ýmist hægri eða vinstri höndina til þess. Hún er reyndar líka mikið í því að henda matnum á gólfið og sulla úr könnunni sinni og dreifa út um allt með hendinni en það er annað mál! Hún kann orðið að snýta þvílíkt flott og með árangursríkum hætti. Hún er alltaf að puðra bert hold þegar hún kemst í það og kitla mann og knúsa. Hún er nýbúin að uppgötva brjóstin á mömmunni og bendir spennt á þau í hvert sinn sem þau opinberast henni. Þá hleypur hún til að nær í brjóstahaldarann! Naflinn er líka þvílíkt spennó, auðvitað til að pota í.

Já, Vera eins og hálfs árs finnst mér þvílíkt skemmtileg stelpa. Og þetta verður bara æ áhugaverðara...

Hér fyrir neðan ætlaði ég að leyfa ykkur að sjá fleiri myndir af dömunni en myndaforritið hér er eitthvað lasið svo vonandi bara á morgun.

Við förum í 18 mánaða skoðun í fyrramálið og það verður spennandi að sjá hvað stóra stelpan mín er orðin þung og löng.


Vera og barnið - með húfu að sjálfsögðu! Posted by Picasa


Barnid knusad Posted by Picasa


Fína föndótta Veran Posted by Picasa

þriðjudagur, janúar 24, 2006

My skinny leather jeans 

Ég bara verð að deila því með ykkur að í gær var ég sko í leðurbuxunum mínum allan daginn í vinnunni og leið bara svaka vel með það. Var s.s. hvorki að kafna né fékk þá tilfinningu að ég væri að kyrkja í mér móðurlífið út af þröngum strengnum á buxunum. Neibb, ég var bara kúl töffari og bæði sat og stóð í þeim svo mér leið vel = lærin og mitti hafa greinilega minnkað síðan ég prófaði þær síðast! Seeeeeem betur fer.

Saga þessara forlátu en flottu leðurbuxna er þannig að ég keypti mér þær nákvæmlega viku áður en ég uppgötaði að ég væri ólétt, eða fyrir rúmum 2 árum síðan. Þær voru þó nokkuð þröngar þegar ég keypti þær en konan í búðinni sannfærði mig um að þær myndu víkka á allra næstu dögum. Ég þyrfti bara að pína mig í þeim í um vikutíma. Ok, ég keypti það. Fór í þeim í vinnuna alveg að drepast í bakinu og maganum út af því hversu þröngar þær voru. En mér skyldi sko takast að mýkja leðrið þannig að það gæfi eitthvað eftir. Og lærin á mér voru köld vegna lítils blóðstreymis af því skálmarnar voru svo þröngar. En það tókst að lokum að víkka þær og mér var farið að líða alveg ágætlega í þeim... þegar ég uppgötvaði óléttuna.

Og ég grenjaði í lækninum í fyrstu mæðraskoðuninni um að ég væri sko pottþétt búin að eyðileggja þetta litla varnarlausa fóstur sem væri inni í mér með alltof þröngum leðurbuxnastreng. Tískan hefði drepið barnið búhúuuuu...Ég nebblega hafði virkilega pínt mig. Og ég grét í alvörunni. Læknirinn fullvissaði mig um að enginn buxnastrengur, hversu þröngur sem hann væri, gæti skaðað svona lítið fóstur og lýsti fyrir mér hvernig sumar konur í gamla daga reyrðu á sér kúluna þannig að hún varla sást alla meðgönguna (mátti ekki sjást). Svo mér leið betur. En ég fór sko ekki aftur í leðurbuxurnar næstu mánuðina!

Stuttu eftir að Vera var fædd og mamman komin með leið á heimagallanum, þá reyndi ég við buxurnar í nokkur skipti en gekk illa. Mömmuna langaði að verða töffari aftur. Gat hvorki komið þeim upp lærin og hvað þá yfir rassinn. Og svo þegar mánuðirnir liðu þá kannski gekk eilítið betur en þá gat ég ekki andað í þeim vegna þrengsla. Svo ég lagði þeim.

Þangað til ég fann þær aftur um daginn þegar ég flutti. OG - ég var í þeim í gær og váááá... skutlan ég, fíddfíú. Og mér leið meira að segja vel í þeim. Ég dýrka þessar buxur.

Og svo get ég líka sagt ykkur það að í dag er ég íklædd minni fyrstu dragt, Kookai dragt sem ég keypti mér fyrir nákvæmlega 7 árum síðan! Og er bara þokkalega kúl í henni.

Talandi um að nýta hlutina!! Og hana nú.

(Ok, boðskapur þessarar sögu er s.s. ekki bara sá að maður á að vera ánægður með sig þegar maður kemst í skinny jeans-in sínar, heldur líka sá að maður á að vera ánægður með það sem maður á og ekki bara hugsa um að kaupa alltaf eitthvað nýtt - eins og t.d. nýjan Vola krana sem eru dýrustu kranarnir á markaðnum (og flottustu of course) og dýrasta baðkarið af því það er svo flott...og pirra sig svo út af því að dagmömmurnar hækkuðu taxtann sinn um tíuþúsundkall... neibb...sníða sér stakk eftir vexti og svo vöxt eftir leðurbuxnastærð. - Shit, nú er ég alveg orðin lost í boðskapnum og því að sannfæra sjálfa mig pínu um leið, en hei, þið hljótið að fatta mig eftir allan þennan tíma. Er farin á fund. Í dragtinni. Er samt meira kúl í leðurbuxunum sko en pæliði bara í því hvað það yrði nú tekið mikið mark á mér í þeim á fundinum hehe. Dress for success eru sko orð að sönnu... og ágætis réttlæting um leið fyrir tískuflón!)

föstudagur, janúar 20, 2006

Þorri 

Það besta við Þorrann finnst mér þorrabjórinn.

Ég borða ekki þorramat en einhvern veginn rennur þorrabjórinn alveg ljúflega niður...
Spurning um að fagna Þorranum á næstunni ef einhver er til.

Erla Þorradóttir

Smmmmá svona... 

Þegar ég heyrði í stelpu tala í útvarpinu í morgun um að hún ætti 19 gallabuxur, allar sem hún notaði í dag, leið mér svo vel. Ég á bara 8. Langar reyndar alveg örugglega í 11 stykki í viðbót en hei. Svo ég fór í bæinn áðan og hitaði kreditkortið vel í nokkrum húsgagnaverslunum. Og leið vel. Gamla kommóðan frá ömmu Vigga, sem var ekki var lengur hægt að opna skúffurnar í, skenkurinn frá henni sömuleiðis, forláta borðstofuskápur og sófaborð sem voru fyrstu mublurnar sem við Viggi keyptum okkur fyrir 11 árum síðan og fleira fékk góði hirðirinn að hirða þegar við fluttum. Það var alveg kominn tími á smá endurnýjun. Smmmmmmá sem verður jú alltaf að meira en smá :)

Það er jú helgi framundan og ég bissí á kóræfingu allan morgundaginn. Viggi flísaleggur á meðan svo anddyrið ætti að verða meira tilbúið eftir helgi. Jei.
Góða helgi. Allir velkomnir að kíkja á sunnudaginn. Lofa ekki kaffi eða heimabökuðu, en við verðum heima að græja og gera.
E

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Verumyndir 

Þrátt fyrir flutninga og stúss er alltaf einhvers staðar smmmmá tími til að gera eitthvað skemmtilegt :)


Vera og Ymir foru saman i sund i sidustu viku og svo kom Ymir til okkar i sma possun og tad var svo gaman eins og sja ma! Posted by Picasa


Vera og Ymir ordin svooona stor! Posted by Picasa


Vid forum sko ut a leika i snjonum um daginn - hér veður Vera snjóinn upp að hnjám! Posted by Picasa


Snjóþotuferð Posted by Picasa


Haldið í hendurnar á Snæfinni Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker