<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 24, 2006

My skinny leather jeans 

Ég bara verð að deila því með ykkur að í gær var ég sko í leðurbuxunum mínum allan daginn í vinnunni og leið bara svaka vel með það. Var s.s. hvorki að kafna né fékk þá tilfinningu að ég væri að kyrkja í mér móðurlífið út af þröngum strengnum á buxunum. Neibb, ég var bara kúl töffari og bæði sat og stóð í þeim svo mér leið vel = lærin og mitti hafa greinilega minnkað síðan ég prófaði þær síðast! Seeeeeem betur fer.

Saga þessara forlátu en flottu leðurbuxna er þannig að ég keypti mér þær nákvæmlega viku áður en ég uppgötaði að ég væri ólétt, eða fyrir rúmum 2 árum síðan. Þær voru þó nokkuð þröngar þegar ég keypti þær en konan í búðinni sannfærði mig um að þær myndu víkka á allra næstu dögum. Ég þyrfti bara að pína mig í þeim í um vikutíma. Ok, ég keypti það. Fór í þeim í vinnuna alveg að drepast í bakinu og maganum út af því hversu þröngar þær voru. En mér skyldi sko takast að mýkja leðrið þannig að það gæfi eitthvað eftir. Og lærin á mér voru köld vegna lítils blóðstreymis af því skálmarnar voru svo þröngar. En það tókst að lokum að víkka þær og mér var farið að líða alveg ágætlega í þeim... þegar ég uppgötvaði óléttuna.

Og ég grenjaði í lækninum í fyrstu mæðraskoðuninni um að ég væri sko pottþétt búin að eyðileggja þetta litla varnarlausa fóstur sem væri inni í mér með alltof þröngum leðurbuxnastreng. Tískan hefði drepið barnið búhúuuuu...Ég nebblega hafði virkilega pínt mig. Og ég grét í alvörunni. Læknirinn fullvissaði mig um að enginn buxnastrengur, hversu þröngur sem hann væri, gæti skaðað svona lítið fóstur og lýsti fyrir mér hvernig sumar konur í gamla daga reyrðu á sér kúluna þannig að hún varla sást alla meðgönguna (mátti ekki sjást). Svo mér leið betur. En ég fór sko ekki aftur í leðurbuxurnar næstu mánuðina!

Stuttu eftir að Vera var fædd og mamman komin með leið á heimagallanum, þá reyndi ég við buxurnar í nokkur skipti en gekk illa. Mömmuna langaði að verða töffari aftur. Gat hvorki komið þeim upp lærin og hvað þá yfir rassinn. Og svo þegar mánuðirnir liðu þá kannski gekk eilítið betur en þá gat ég ekki andað í þeim vegna þrengsla. Svo ég lagði þeim.

Þangað til ég fann þær aftur um daginn þegar ég flutti. OG - ég var í þeim í gær og váááá... skutlan ég, fíddfíú. Og mér leið meira að segja vel í þeim. Ég dýrka þessar buxur.

Og svo get ég líka sagt ykkur það að í dag er ég íklædd minni fyrstu dragt, Kookai dragt sem ég keypti mér fyrir nákvæmlega 7 árum síðan! Og er bara þokkalega kúl í henni.

Talandi um að nýta hlutina!! Og hana nú.

(Ok, boðskapur þessarar sögu er s.s. ekki bara sá að maður á að vera ánægður með sig þegar maður kemst í skinny jeans-in sínar, heldur líka sá að maður á að vera ánægður með það sem maður á og ekki bara hugsa um að kaupa alltaf eitthvað nýtt - eins og t.d. nýjan Vola krana sem eru dýrustu kranarnir á markaðnum (og flottustu of course) og dýrasta baðkarið af því það er svo flott...og pirra sig svo út af því að dagmömmurnar hækkuðu taxtann sinn um tíuþúsundkall... neibb...sníða sér stakk eftir vexti og svo vöxt eftir leðurbuxnastærð. - Shit, nú er ég alveg orðin lost í boðskapnum og því að sannfæra sjálfa mig pínu um leið, en hei, þið hljótið að fatta mig eftir allan þennan tíma. Er farin á fund. Í dragtinni. Er samt meira kúl í leðurbuxunum sko en pæliði bara í því hvað það yrði nú tekið mikið mark á mér í þeim á fundinum hehe. Dress for success eru sko orð að sönnu... og ágætis réttlæting um leið fyrir tískuflón!)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker