<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 30, 2006

6. maí 

Verið viðbúin því ákveðið hefur verið að mín gangi í það heilaga þann 6. maí nk. kl. 18:00. Sharp. Brúðurin á nú reyndar víst alltaf að láta bíða eftir sér, en ég veit ekki hvort mér mínútumanneskjunni mun takast það. Reyndar eftir að ég átti Veru hef ég eiginlega aldrei komið neitt á réttum tíma sem er gjörsamlega óþolandi, en hei, það er ekki mér að kenna (heldur henni já!).

En hvað um það. 6. maí er góður dagur, ég finn það á mér að þetta verður sólríkur laugardagur (kannski með smá hreti inn á milli) og þá verð ég líka þrítug. En ennþá samt sæt og flott pía sko. Ég lofa því.

Við erum enn að leita að rétta salnum, helst í Hafnarfirði, og munum skoða 2 í vikunni. Fríkirkjan og Þórhallur Heimis eru til taks og svo veit ég ekki meir í bili. Þetta er allt að koma.

Eins og heimilið. Viggi er í þessum skrifuðu orðum að sparsla (það er víst spartla en hversu stúpid er það orð eiginlega?) inni á baði og flísarinn mætir í fyrramálið og ætlar að massa þetta á næstu dögum. Ef allar spár ganga eftir mun ég því eiga fullbúið baðherbergi um og yfir næstu helgi. Annað er svo til komið. Fyrir utan 30 kassana sem eru niðri í geymslu (sem eru sko fyrir utan þúsund geymslukassana sem eiga að vera niðri í geymslu) sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Kannski er það vísbending um að maður eigi aaaaðeins of mikið af dóti. Góði hirðirinn er alveg að græða á mér og þessum flutningum.

En alla vega, 6. maí kids.
Það er dagurinn.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker