<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 31, 2005

Rómantískt kvöld á Hverfó 

Við parIÐ höfum aldrei verið sérlega rómantísk. Veit ekki af hverju. Þegar maður er 16 og 20 ára að hefja samband þá einhvern veginn er það ekki rómantíkin sem maður er fyrst og fremst að hugsa um (heldur doldið annað sko) og svo einhvern veginn náði hún aldrei sérlega að festa sig í okkar sambandi. Við erum s.s. ekki þetta mússíknússímú par sem er voða sætt og krúttlegt með kertaljós fiktandi í hárinu á hvort öðru yfir arineldinum. Neibb, það eru ekki við. Við eigum jú okkar E+V móment sem eru æðisleg, en einhvern vegin ekki svo rómó - alla vega ekki miðað við það sem staðalímynd rómantísks pars í bíó segir mér. Viggi er djókari dauðans og ég soldið svona straight to the point hörkugella - þótt þeir sem þekki mig viti að ég sé svaka viðkvæm og væmin inn við beinið. En varla er það rómantík.

Ég eins og flestar konur elska samt að fá blóm, finnst kertaljós og ákveðin tónlist setja punktinn yfir i-ið og óvæntar uppákomur geta komið mér til að gráta. Svo kannski er ég rómantísk þegar ég fer að spá í það. Langar alla vega stundum að vera það.

Áður fyrr snérist lífið bara um okkur og okkur ein. Þá var jú kveikt á kertum og talað fram á nótt um heima og geima, kúrt og kelað. Farið út að borða og haldist í hendur í leikhúsinu. Það hefur hins vegar eitthvað farið lítið fyrir þessum kósíheitum eftir að Veran mætti á svæðið. Það sem við gerum er gert af nauðsyn og Vera alltaf í fyrsta sæti.

Í gær tók pabbinn þó af skarið og splæsti í humar. Það stefndi allt í kósíkvöld, jibbí! Smá tilbreyting. Vera var í stuði en orðin svöng þegar bæjarferðinni lauk og öskraði á mat (nammnamm, nammnamm). Ég mataði hana, en hún vildi ekki matinn. Ætli hún hafi ekki bara viljað humar eins og við, en það var ekki í boði. Á meðan tók pabbinn eldamennskuna að sér sem tókst með eindæmum vel. Vera hékk í fætinum á honum á meðan ég gekk frá dóti um allt hús. Hún var hætt að vera í stuði.

Í stuttu máli endaði „kósíkvöldið“ okkar s.s. þannig að við gúffuðum í okkur humarinn í hábjörtu eldhúsinu (kerti eru líka bara hættuleg með lítil börn around!), með kveikt á sjónvarpinu og vælandi þreytta Veru í fanginu sem vildi láta lesa bók fyrir sig. Ég s.s. hélt á henni og las bókina með annarri og reyndi að slurpa humrinum úr skelinni með hinni. Hvítvínið var svo sötrað í einum teig eftir á þar sem ég var ekki með fleiri hendur í verkið.

Já, rómantíkin svoleiðis blómstraði á Hverfó í gærkvöldi sem aldrei fyrr.
En það var alla vega reynt :)

Boðskapur sögunnar: Viljinn fyrir verkinu segir okkur að er ennþá neisti (von!) hjá okkur öllum og LÁTIÐ BARNIÐ Í RÚMIÐ ÁÐUR EN KÓSÍKVÖLDIÐ HEFST.

Nú hefur verið ákveðið í samráði við ömmuna að Vera fær kósídag og kvöld a.m.k. einu sinni í mánuði hjá ömmunni á meðan mamman og pabbinn gera sér glaðan Verulausan dag og kvöld og nótt með humri, hvítvíni, kertaljósi og öllu tilheyrandi - tja, eða bara spólu og nammi. „Rómantíkin“ á sér svo margar birtingarmyndir! Þetta verður bara fastur punktur. Vera fær að kynnast ömmu betur og allir vinna :)

P.s.
Vera sofnaði upp úr miðnætti í gær, svo spennt var hún yfir kvöldinu.
Eða kannski frekar af því hún, eins og víst ansi mörg börn þessa dagana, er með svokallaða gin og klaufaveiki /(ojojoj) (hand, mouth and foot desease) sem lýsir sér í útbrotum á þessum stöðum og þvílíkum pirringi...Eða þá að þetta sé bara frekja. Kemur í ljós á næstu (kósí)kvöldum.

sunnudagur, október 30, 2005

Vera 15 mánaða 

Mamman er myndasjúk eins og sjá má. En mér finnst Vera bara alltaf svo sæt og sniðug og verð hreinlega að festa allt á filmu. Fyrir mig og hana síðar. Og smá fyrir ykkur.

Í gær var skírn og í dag rólegheit í góða veðrinu og snjónum.
Erum á leiðinni í Kringluna að splæsa í útigalla og skó á Veruna fyrir veturinn, það þýðir ekkert annað, hún elskar að leika úti.

Annars er Vera orðin rétt rúmlega 15 mánaða og dafnar ósköp vel. Heyrði hana æfa sig í morgun uppi í rúmi þegar hún vaknaði að segja dudda og það hljómaði mjög vel. Svo er hún nýbúin að læra húfa og súpa. Úa og úpa. Þetta er svo gaman...


SnjóVera Posted by Picasa

SnjóVera II Posted by Picasa


Vera uppgötvar snjóinn Posted by Picasa


Fórum í göngutúr í morgun og hittum hana Snotru voffa Posted by Picasa


Æj, mamma myndasjúka- þú ert alltaf að taka myndir af mér! Vera fína í skírn í gær. Posted by Picasa


Jón Frímann nýskírður í gær Posted by Picasa


Vera við lestur á eldhúsgólfinu á meðan mamman bakaði fyrir skírnina hjá Jóni Frímanni Kjartanssyni minnsta frænda. Posted by Picasa


Vera var að læra að segja húfa ("úa") o gfinnst svaka spennandi að setja á sig húfu við hvaða tækifæri eins og sjá má. Og svo má að sjálfsögðu ekki taka húfuna af fyrr en hún segir! Posted by Picasa


Veru finnst gaman að kubba - en það felst ennþá mikið í því að sturta kubbunum úr kassanum og setja kassann svo á hausinn! Posted by Picasa


Varð að láta þessa mynd fylgja með af þeim sætu Helgason bræðrum. Reyndar vantar Unnar ofursæta á myndina. Kjartan, Viggi og Auðun. Posted by Picasa


Vera er svo hrifin af lifandi börnum (ekki bara dúkkur!) og alltaf dugleg að leika við Úlfhildi litlu frænku (4 mán) þegar þær hittast Posted by Picasa


Lítill brjálæðingur með vélsög Posted by Picasa


Krúttið mitt er komið með svo mikið hár að það er léttilega hægt að setja í tíkó og allt! Með þessu áframhaldi lítur allt út fyrir að jólaklippið sé málið. Posted by Picasa

föstudagur, október 28, 2005

Frábært 

Jú...þetta er frábær föstudagur.
Sat í strætó í morgun í klukkutíma frá Hafnarfirði og að Hlemmi. Þar tók við bið eftir öðrum strætó sem mjakaðist hingað í Borgartúnið.
Missti af föstudagsmorgunmatnum og bachelorumræðum í vinnunni.
Tja, tja og sei, sei.

En kvöldið hlýtur bara að verða æðislegt.
Þarf að baka fyrir skírnarveislu hjá litlum frænda sem er á morgun og það verður spennandi að sjá hvort Disneymyndin haldi athygli minni...

fimmtudagur, október 27, 2005

Fimmtudagur til fjandans... 

Úff.
Elskið þið það ekki þegar bíllinn ykkar fer ekki í gang á morgnana? Þú átt að eiga ágætis bíl í hlaðinu sem svo klikkar alltof oft á ögurstundum. Eins og þegar maður er búinn að græja sig og sína dóttur, orðinn alltof seinn í vinnuna, í skítakulda og byl...og bíllinn bara neitar að fara í gang. Ok, ég vissi að svissinn væri orðinn lélegur en það hefur alltaf sloppið. Svo bara hætti það sleppa í dag og lykillinn haggaðist ekki í svissinum. Hvað er maður að gera á rándýrum glötuðum bíl, upphækkuðum kagga í þokkabót á götum Reykjavíkur. Reyndar eru göturnar holóttar og hálar á veturna, en hei - þarf maður upphækkaðan fjallabíl á 35 tommum í það? Sem svo bara bilar og bilar... Vera fór með pabbanum á vinnubílnum í morgun en ég þurfti að hökta í strætó þar sem vinnubíllinn rúmar bara einn farþega. Æðislegt og meiriháttar. Fór í strætó sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, nema hann fór apalega leið sem hentaði mér ekki - svo ég þaut upp í leigubíl á Hlemmi!

Svo líður dagurinn og yfirmaðurinn kanselerar launaviðtalinu sem ég var búin að undirbúa mig undir. Ég vann fram á kvöld með rýnihóp sem var þungur og skrýtinn og komst loks heim að ganga átta. Þá setti ég Veru í rúmið en hún var ekki á því að fara að sofa. Var á útopnu á iði í rúminu sínu allan Bachelor svo ég náði ekki hvern hann var að kyssa og hvern hann rak heim.

Vera var með þvílík læti að hún hristi rúmið sitt í sundur! Ok, þetta er 50 ára gamalt rúm sem amman og öll systikini hennar hafa sofið í, en samt. Svo babblaði hún öll orð sem hún kann og reyndi á öskurröddina sína til skiptis: Labba, labba, labba, namminamm, naaaaammmmi, namm,namm, nei,nei,nei,nei, labbilabb, mamma, babba, mamma, babba, maaaaaaaamma, babba....."
Stuð.
Þvottahrúgan bíður, sömuleiðis fataherbergishrúguklessan og eldhúsið. En ég ætla að dissa það og reyna að bjarga deginum með því að horfa á Ástarfleyið. Gangi mér vel.

Neeeeeeeeehheeeeeiiii... ég er búin að missa af því! Þátturinn var kl. 22 síðast og svo bara færa þeir hann án þess að láta mig vita. Demit.

En eru föstudagar ekki alltaf svo frábærir? ;)

miðvikudagur, október 26, 2005

Miðvikudagskórkvöld 

Eða ekki. Miðvikudagskvöld eru orðin svo girnileg sjónvarpskvöld núna, ábyggilega bara út af því að ég get aldrei horft á sjónvarpið á miðvikudagskvöldum. Ég horfi nú reyndar sama og ekkert á sjónvarpið en það eru sumir þættir sem mig dauðlangar að fylgjast með eins og Americas next top model og auðvitað eru þeir á miðvikudagskvöldum. Miðvikudagskvöld eru frátekin hjá mér fyrir kóræfingar og ekkert nema serious trouble fær mig til að skrópa á þeim. Svo núna voru þeir að lánsa nýjum girnilegum þætti - auðvitað á miðvikudagskvöldi - So you think you can dance. Já, fullt af flottum kroppum og sætu fólki að meika það í sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum og ég missi af öllu. Búhú. Vídeótækið mitt kann ekki að taka upp og svo eru endursýningarnar á ókristilegum tímum. Á miðnætti eða um miðjan laugardag. Þá er ég sko upptekin við annað - að sofa og vera í helgarfrí. Horfi ansi sjaldan á sjónvarp á laugardögum kl. 16.

Fimmtudagar ná varla að bæta þetta upp með piparsveininum og Ástarfleyinu sem ég var ekkert sérlega að fíla þegar ég horfði á fyrsta þáttinn sl. fimmtudag. En við skulum samt leyfa þessu að byrja áður en ég dæmi þetta. Vona að þetta verði eins hallærislegt og bachelor og útlenska Paradise Island til að geta rætt þetta og hlegið í föstudagsmorgunmatnum í vinnunni.

Ég er soldið húkt á þessu raunveruleikasjónvarpi. Greinilega, það er það eina þessa dagana sem mig langar til að fylgjast með. Eftir að Sex&City hætti og Desperate Housewifes. Og Office. Reyndar var sá þáttur á miðvikudagskvöldum en ég náði alltaf í skottið á honum.

Í kvöld var svo vinnunni boðið í Debenhams að sjoppa með góðum afslætti. Á kóræfingartíma. Mig dauðlangaði. Að eyða í sjálfa mig og kannski nokkrar jólagjafir. En kóræfingin kallaði og Mozart þarfnast sko skal ég ykkur segja dágóðrar æfingar. Svo ég skrópaði að sjálfsögðu ekki :)
Miðvikudagskvöld eru og verða alltaf kórkvöld. Þarf bara að redda mér vídeótæki sem kann að taka upp.

þriðjudagur, október 25, 2005

Ættleiðingarpælingar 

Ættleiðingar voru m.a. umræðuefni matartímans í vinnunni í dag.
Ég hef eitthvað velt ættleiðingum fyrir mér. Ég veit að margir telja þær bara fyrir fólk sem getur ekki eignast börn á með aðstoð náttúrunnar. Ég hef hins vegar ekki séð það þannig og hef alltaf sagt sjálfri mér að ég muni ættleiða barn einn daginn. Frá því ég var lítil. Ábyggilega sá hluti sem langar að bjarga heiminum sem er þar að tjá sig. Guess so. Og eftir að hafa séð litlu krúttlegu munaðarlausu börnin á Indlandi varð tilfinningin mun sterkari en áður. Langaði að taka þau öll með mér heim. Bóndi minn hefur þó aldrei almennilega skilið þessa pælingu hjá mér og lái ég honum ekki. Hann um það. En varla fer ég þó að ættleiða ein án pabbans. Eða hvað?

Svo get ég jú eignast börn on my own svo að segja. Heppin með það. Veran er komin og hún er auðvitað einstaklega vel heppnað eintak. Ætli maður setji því ekki í annað slíkt einn daginn. Skilmálarnir fyrir að ættleiða barn frá Indlandi eru að maður eigi ekki fleiri ein eitt barn fyrir og helst þarf að leggja fram staðfestingu frá lækni um ófrjósemi. Það er þó ekki 100% skilyrði. Svo ef maður eignast annað barn sjálfur þá er þessi pæling úti. S.s. annað hvort að gera það nú í næsta barn eða alls ekki. Soldið óþægileg pæling.

Verð reyndar að viðurkenna að þessi tilfinning að langa að ættleiða dofnaði með tilkomu Veru. Maður hefur nú þegar fengið tilfinninguna á að eignast sitt eigið og hvernig mömmuástin þróast í framhaldi af því. Ég var skotin í hausin af hormónaþrumu þegar Vera fæddist og elskaði hana skilyrðislaust frá fyrstu sekúndu. Ég er smeyk við það að það sé engin náttúra til að segja mér að elska ættleidda barnið. Ekki að ég efist beint um að elska það, frekar að ég sé hrædd við samanburðinn.

Wow og vá, er alveg að opinbera mig hérna. Og ekki í fyrsta sinn. Og varla það síðasta.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegu Veruna í ýmsum aðstæðum. Það er svo bara spurning með næsta systkini... En úff, leyfum því að eiga sinn tíma.Vera elskar að róla! Posted by Picasa


Vera kallaði sérstaklega á mig um daginn til að sýna mér hvað hún væri sniðug að halda fyrir eyrun. Talaði svo og talaði til að heyra skringilegu hljóðin í sér! Já, alltaf er daman að uppgötva eitthvað nýtt! Posted by Picasa


Vera uppi í Hallgrímskirkjuturni! Posted by Picasa


Flottar vinkonur á laugardagslabbinu um síðustu helgi. Lentum á kjötsúpudegi á Skólavörðustígnum og það var svo æðislega kósý :) Ég og Vera, Dr. Kolla og Vilborg og dóttir Posted by Picasa


Vera er dugleg að vera aaaaaa við fólk - hér er hún aaaaa við litlu snúllu Vilborgardóttur´, hér sér maður hvað Vera er orðin stór, en Vilborgardóttir er að verða 2 mánaða og er aaaalveg að fara að fá nafn. Posted by Picasa


Á kvennafrídaginn. Karlar að "horfa niður" á konur... nei, halló - ég er nú ekki svona bitur! En þetta er bara svo kúl mynd að ég varð að láta hana fylgja með. Posted by Picasa


Ég, Vera og Solla ská-amma og ömmusystir Veru - á kvennafrídaginn að sjálfsögðu Posted by Picasa

mánudagur, október 24, 2005

Kvennafrídagskonan ég 

Ég tók daginn í dag eins og átti að gera. Samkvæmt bókinni. Reyndi að standa ákveðið upp frá tölvunni í vinnunni í dag kl. nákvæmlega átta mínútur yfir tvö en smá fljótfærni a la Erla náði ég að skrá mig út kl. 14.07. Ahh!

Þessi dagur byrjaði skringilega. Allar konur í B27, húsinu sem ég vinn í, fengu rauða rós í tilefni dagsins. Það átti víst að vera frá strákunum í húsinu. Tja, tja. Þeir vissu reyndar ekki að því en sætt engu að síður. En rós fyrir hvað? Skildi þetta ekki alveg. Sumir sögðu til hamingju með daginn. Ég veit það ekki, til hamingju með fokkings hvað? Munurinn á kvk og kk er enn svo skringilega mikill þótt það sé komið 2005 að mér finnast hamingjuóskir ekki beint viðeigandi þegar maður er í miðri baráttu fyrir kvenfrelsi og kynjajafnrétti. Eins sendi einn af yfirMÖNNUNUM tölvupóst á konurnar í fyrirtækinu til að segja þeim að það væri leyfilegt fyrir þær að hætta fyrr, þeir myndu ekki verða reiðir. Það væri jú sveigjanlegur vinnutími í fyrirtækinu svo það væri hægt að vinna upp tapaðan tíma síðar. Soldið svona gremjulegt að fá leyfi til að mótmæla. Hvers konar mótmæli eru það eiginlega? Ok, auðvitað var þetta líka stuðningur en eftir þetta og fleiri kvenfrelsisbrandara sem gengu á netinu undanfarið var ég alveg að fá upp í kok af þessum degi.

En þar sem ég er kona og með alltof lágt kaup að mínu mati miðað við það sem ég veit að strákarnir í sama geira hafa, ákvað ég að fara. Og líka til að virða Veruna mína. Berjast fyrir hennar framtíð sem skiptir mig öllu heimsins máli. Svo ég sótti Veru, við klæddum okkur vel og töltum á Skólavörðuholtið. Þar hittum við ömmu Gunnu og fleiri stelpur úr vinnunni, að sjálfsögðu öll með börnin. Ekki mátti jú raska vinnutíma pabbanna svo konurnar tóku með sér börnin úr leikskólunum sem voru lokaðir vegna manneklu.

Og þvílíkur kvennakraftur og kúlheit! Vá. Það er erfitt að lýsa þessu. Heill hellingur af alls konar flottum konum á öllum aldri að fagna og mótmæla í senn. Ég fagnaði því sem áunnist hefur en barðist fyrir því sem vantar upp á. Ég fékk gæsahúð yfir fagnaðaröskrunum og söngnum sem ómaði og öllu klappinu og látunum. Oh, hvað ég fílaði þetta! Ég sá allt í einu virkilega eftir því að hafa ekki föndrað mér og Veru eitthvað gott baráttuskilti eða fána! "Mamma þín er kona", "Hærra kaup fyrir mömmu"!

Vonandi þarf ég ekki að föndra það eftir 30 ár.


Úlfhildur Arna litla frænka og Vera saman að mótmæla - um að gera að byrja snemma Posted by Picasa


Þrír ættliðir sögðu kynjamisrétti stríð á hendur í dag! Posted by Picasa


Soldið kúl sjón! Posted by Picasa


Sóley ofurmamma að mótmæla - með börnin að sjálfsögðu - sko, svona súpermamma ætla ég að vera one day - með eitt í kerru og annað á háhest í kröfugöngu! Posted by Picasa

2 ára 

Bloggið mitt er 2 ára í dag.
Já, ég er búin að tala stanslaust í 2 ár hér á netinu. Um misjafnlega mikilvæga hluti. Aðallega um sjálfa mig og nú í seinni tíð Veruna mína. Minna um Viggann eða vinnuna. Og stundum bara bull. Gott að blogga hlutina bara út og þá þarf ekki að hugsa um þá meir. Þetta er svona ókeypis sálfræðiþerapía fyrir mig. Mjög ódýrt og patent. Gleymi því stundum að einhver sé að lesa en elska að fá komment frá ykkur. Megið endilega vera dugleg í þeim. Ekki vera feimin! Koma so.

sunnudagur, október 23, 2005

Loftkenndar loftbylgjur 

Hitti gamla og núverandi vinkonu hans Vigga á djamminu á föstudagskvöldið. Hún er ein sú alhressasta. Skildi ekkert í því að ég væri orðlaus á blogginu, endar bloggar daman sú einnig og heitir Helen og er með link hér til vinstri á síðunni minni. Hún gaf mér ráð. Blogga bara um eitthvað, skó eða kókosbollu eða eitthvað. Það skipti ekki máli, ég bara yrði að blogga. Hún væri orðin húkt á síðunni minni.
Já, það er spurning hversu mikilvægur maður er orðinn hér...eh...
En kókósbolla - nehh... held ekki í þetta sinn.
Kannski frekar skór seinna.

En núna - Airwaves.

Skelltum okkur á Airwaves á föstudagskvöldið. Vera fór í næturpössun til ömmu Gunnu og við parið lögðum tvö saman út í kvöldið. Fyrst í kokteil til frænda míns sem var að fagna kaupum á fyrirtæki og svo á Airwaves.

Það sem var kannski merkilegast við þetta kvöld fyrir moi, var ekki beint Airwaves giggin sjálf, heldur kannski meira það að við hjónaleysurnar fórum tvö alveg ein og sjálf saman út á lífið. Vá, hvað það er langt síðan. Rifjuðum upp nokkra góða Erla+Viggi takta og þetta var hið skemmtilegasta kvöld. Bara tvö, ekki að hitta neinn eða með neinum, og alveg stolt af því! Vaktaskiptaplanið hefur einhvern veginn ekki boðið upp á svona kvöld áður. En hér eftir hefur verið ákveðið að Veran fer í næturpössun a.m.k. einu sinni í mánuði til að E+V geti átt góðar stundir með sjálfum sér eða öðrum. Saman at least.

Bærinn var í ruglinu í gærkvöldi. Það er eins og allir á Íslandi hafi verið að reyna að komast inn á Nasa eða Hafnarhúsið. Raðirnar náðu marga hringi í kringum miðbæinn. Út um allt. Allt í klessu alls staðar, eða svona nánast. Og flestir komust ekki inn þar sem þeir vildu. Og ef þú varst kominn inn á einhvern ákveðinn stað þorði það ekki að fara út af hættu við að komast ekki aftur inn.

Við byrjuðum á Nasa og heyrðum í KGB félaga okkar í Unsound. Algjörlega klikkað flott hjá kauða. Flökkuðum svo á milli staða þar sem ég náði að blikka yfirdyravörðinn á Nasa, en við gerðum díl við hann um að hleypa okkur aftur inn síðar um kvöldið fram fyrir röðina. Ég hreinlega lýsti því bara fyrir honum að við aumingja parið færum svo sjaldan saman út og barnið væri í næturpössun og okkur langaði svooooo að heyra í Hjálmum síðar um kvöldið. Og hann sá aumur á okkur og lofaði að hleypa okkur framfyrir í röðinni. Svo við fórum út og tókum bjór á hinum og þessum barnum og spjölluðum. Ásamt því að heyra í Ghostdigital og fleiri ómerkilegri böndum hér og þar. Enduðum svo á því að blikka Jonna á Nasa og komast þar með framhjá klessuröðinni fyrir framan m.a. Baltasar og aðra fræga menn. Já, segiði svo að ég hafi ekki sjarma!

Á heildina litið voru þessar loftbylgjur Íslands soldið glataðar. Að fólk sé að kaupa sér miða á hátíðina til að geta séð hin og þessi böndin á hinum og þessum staðnum, en komast svo bara KANNSKI inn á einn stað og þurfa að húka þar allt kvöldið ef þú ætlar ekki bara að verða strandaglópur hvergi og neins staðar í bænum! Bara lost úti í köldum loftbylgjum með rándýrt plastarmband. Nema við Viggi, fengum armböndin ókeypis og ég blikkaði Jonna. Reddaði kvöldinu. Annars ég get ég ímyndað mér að þetta blogg hefði verið með því fúlasta sem ég hef skrifað!

Stíflan er brostin.
Til hamingju. Takk.

miðvikudagur, október 19, 2005

Orðlaus 

God! Getur verið að Erla sé kjaftstopp? Hafi allt í einu ekkert að segja?
Púff.
Jú, mikið rétt. Ég verð að segja að ég er eitthvað svo tóm og skrýtin þessa dagana að ég hef ekki einu sinni ímyndunarafl til að blaðra á blogginu.
Stíflan hlýtur þó að bresta brátt.
Helstu fréttir dagsins eru þær að það þarf að skipta um bremsuklossa allan hringinn á bílnum mínum og bremsudiska að framan. Hversu spennandi umræðuefni getur það svo sem verið?
Þangað til það kemur eitthvað meira krassandi koma kannski einhverjar myndir sem munu tala sínu máli.
Vonandi.

laugardagur, október 15, 2005

Fullkomna Veran mín 

Vera er fullkomin! Og hún var sérstaklega fullkomin í dag. Dagurinn í dag var mömmunni frekar erfiður og það var eins og Vera fyndi það! Gaf mér þvílíkan sjéns og bara bara yndisleg og æðisleg. Róleg og skemmtileg og kvartaði ekki einu sinni! Algjör draumur. Hún lék sér sjálf í hátt 2 tíma á meðan mamman dormaði undir teppi uppi í sófa og svo svaf hún úti í 3 klukkutíma! Allt fyrir mömmuna. Fullkomin! Fór svo að sofa kl. 20 eins og alla aðra daga, og það var áreynslulaust og hljóðlegt eins og venjulega. Bara fær pelann og kúrir sér svo strax í svefn.

Annars er það að frétta af Veru að hún hefur bætt takk (taaa) og allt búið (ahhbú) við orðaforðann sinn. Hún er farin að hlaupa út um allt og finnst fátt skemmtilegra en það. Jú, kannski að snúa sér í hringi á staðnum þar til hún verður ringluð og ráfar um allt skellihlæjandi!
Algjör mús. Verður skemmtilegri, sniðugari og ánægðari með hverjum deginum.
Já, ég er í skýjunum yfir þessari æðislegu stelpu sem ég á!


Vera er farin að hlaupa út um allt og finnst það æðislegt!  Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker