mánudagur, október 24, 2005
Kvennafrídagskonan ég
Ég tók daginn í dag eins og átti að gera. Samkvæmt bókinni. Reyndi að standa ákveðið upp frá tölvunni í vinnunni í dag kl. nákvæmlega átta mínútur yfir tvö en smá fljótfærni a la Erla náði ég að skrá mig út kl. 14.07. Ahh!
Þessi dagur byrjaði skringilega. Allar konur í B27, húsinu sem ég vinn í, fengu rauða rós í tilefni dagsins. Það átti víst að vera frá strákunum í húsinu. Tja, tja. Þeir vissu reyndar ekki að því en sætt engu að síður. En rós fyrir hvað? Skildi þetta ekki alveg. Sumir sögðu til hamingju með daginn. Ég veit það ekki, til hamingju með fokkings hvað? Munurinn á kvk og kk er enn svo skringilega mikill þótt það sé komið 2005 að mér finnast hamingjuóskir ekki beint viðeigandi þegar maður er í miðri baráttu fyrir kvenfrelsi og kynjajafnrétti. Eins sendi einn af yfirMÖNNUNUM tölvupóst á konurnar í fyrirtækinu til að segja þeim að það væri leyfilegt fyrir þær að hætta fyrr, þeir myndu ekki verða reiðir. Það væri jú sveigjanlegur vinnutími í fyrirtækinu svo það væri hægt að vinna upp tapaðan tíma síðar. Soldið svona gremjulegt að fá leyfi til að mótmæla. Hvers konar mótmæli eru það eiginlega? Ok, auðvitað var þetta líka stuðningur en eftir þetta og fleiri kvenfrelsisbrandara sem gengu á netinu undanfarið var ég alveg að fá upp í kok af þessum degi.
En þar sem ég er kona og með alltof lágt kaup að mínu mati miðað við það sem ég veit að strákarnir í sama geira hafa, ákvað ég að fara. Og líka til að virða Veruna mína. Berjast fyrir hennar framtíð sem skiptir mig öllu heimsins máli. Svo ég sótti Veru, við klæddum okkur vel og töltum á Skólavörðuholtið. Þar hittum við ömmu Gunnu og fleiri stelpur úr vinnunni, að sjálfsögðu öll með börnin. Ekki mátti jú raska vinnutíma pabbanna svo konurnar tóku með sér börnin úr leikskólunum sem voru lokaðir vegna manneklu.
Og þvílíkur kvennakraftur og kúlheit! Vá. Það er erfitt að lýsa þessu. Heill hellingur af alls konar flottum konum á öllum aldri að fagna og mótmæla í senn. Ég fagnaði því sem áunnist hefur en barðist fyrir því sem vantar upp á. Ég fékk gæsahúð yfir fagnaðaröskrunum og söngnum sem ómaði og öllu klappinu og látunum. Oh, hvað ég fílaði þetta! Ég sá allt í einu virkilega eftir því að hafa ekki föndrað mér og Veru eitthvað gott baráttuskilti eða fána! "Mamma þín er kona", "Hærra kaup fyrir mömmu"!
Vonandi þarf ég ekki að föndra það eftir 30 ár.
Úlfhildur Arna litla frænka og Vera saman að mótmæla - um að gera að byrja snemma
Þessi dagur byrjaði skringilega. Allar konur í B27, húsinu sem ég vinn í, fengu rauða rós í tilefni dagsins. Það átti víst að vera frá strákunum í húsinu. Tja, tja. Þeir vissu reyndar ekki að því en sætt engu að síður. En rós fyrir hvað? Skildi þetta ekki alveg. Sumir sögðu til hamingju með daginn. Ég veit það ekki, til hamingju með fokkings hvað? Munurinn á kvk og kk er enn svo skringilega mikill þótt það sé komið 2005 að mér finnast hamingjuóskir ekki beint viðeigandi þegar maður er í miðri baráttu fyrir kvenfrelsi og kynjajafnrétti. Eins sendi einn af yfirMÖNNUNUM tölvupóst á konurnar í fyrirtækinu til að segja þeim að það væri leyfilegt fyrir þær að hætta fyrr, þeir myndu ekki verða reiðir. Það væri jú sveigjanlegur vinnutími í fyrirtækinu svo það væri hægt að vinna upp tapaðan tíma síðar. Soldið svona gremjulegt að fá leyfi til að mótmæla. Hvers konar mótmæli eru það eiginlega? Ok, auðvitað var þetta líka stuðningur en eftir þetta og fleiri kvenfrelsisbrandara sem gengu á netinu undanfarið var ég alveg að fá upp í kok af þessum degi.
En þar sem ég er kona og með alltof lágt kaup að mínu mati miðað við það sem ég veit að strákarnir í sama geira hafa, ákvað ég að fara. Og líka til að virða Veruna mína. Berjast fyrir hennar framtíð sem skiptir mig öllu heimsins máli. Svo ég sótti Veru, við klæddum okkur vel og töltum á Skólavörðuholtið. Þar hittum við ömmu Gunnu og fleiri stelpur úr vinnunni, að sjálfsögðu öll með börnin. Ekki mátti jú raska vinnutíma pabbanna svo konurnar tóku með sér börnin úr leikskólunum sem voru lokaðir vegna manneklu.
Og þvílíkur kvennakraftur og kúlheit! Vá. Það er erfitt að lýsa þessu. Heill hellingur af alls konar flottum konum á öllum aldri að fagna og mótmæla í senn. Ég fagnaði því sem áunnist hefur en barðist fyrir því sem vantar upp á. Ég fékk gæsahúð yfir fagnaðaröskrunum og söngnum sem ómaði og öllu klappinu og látunum. Oh, hvað ég fílaði þetta! Ég sá allt í einu virkilega eftir því að hafa ekki föndrað mér og Veru eitthvað gott baráttuskilti eða fána! "Mamma þín er kona", "Hærra kaup fyrir mömmu"!
Vonandi þarf ég ekki að föndra það eftir 30 ár.
Úlfhildur Arna litla frænka og Vera saman að mótmæla - um að gera að byrja snemma
Comments:
Skrifa ummæli