laugardagur, október 15, 2005
Fullkomna Veran mín
Vera er fullkomin! Og hún var sérstaklega fullkomin í dag. Dagurinn í dag var mömmunni frekar erfiður og það var eins og Vera fyndi það! Gaf mér þvílíkan sjéns og bara bara yndisleg og æðisleg. Róleg og skemmtileg og kvartaði ekki einu sinni! Algjör draumur. Hún lék sér sjálf í hátt 2 tíma á meðan mamman dormaði undir teppi uppi í sófa og svo svaf hún úti í 3 klukkutíma! Allt fyrir mömmuna. Fullkomin! Fór svo að sofa kl. 20 eins og alla aðra daga, og það var áreynslulaust og hljóðlegt eins og venjulega. Bara fær pelann og kúrir sér svo strax í svefn.
Annars er það að frétta af Veru að hún hefur bætt takk (taaa) og allt búið (ahhbú) við orðaforðann sinn. Hún er farin að hlaupa út um allt og finnst fátt skemmtilegra en það. Jú, kannski að snúa sér í hringi á staðnum þar til hún verður ringluð og ráfar um allt skellihlæjandi!
Algjör mús. Verður skemmtilegri, sniðugari og ánægðari með hverjum deginum.
Já, ég er í skýjunum yfir þessari æðislegu stelpu sem ég á!
Vera er farin að hlaupa út um allt og finnst það æðislegt!
Annars er það að frétta af Veru að hún hefur bætt takk (taaa) og allt búið (ahhbú) við orðaforðann sinn. Hún er farin að hlaupa út um allt og finnst fátt skemmtilegra en það. Jú, kannski að snúa sér í hringi á staðnum þar til hún verður ringluð og ráfar um allt skellihlæjandi!
Algjör mús. Verður skemmtilegri, sniðugari og ánægðari með hverjum deginum.
Já, ég er í skýjunum yfir þessari æðislegu stelpu sem ég á!
Vera er farin að hlaupa út um allt og finnst það æðislegt!
Comments:
Skrifa ummæli