<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 27, 2005

Fimmtudagur til fjandans... 

Úff.
Elskið þið það ekki þegar bíllinn ykkar fer ekki í gang á morgnana? Þú átt að eiga ágætis bíl í hlaðinu sem svo klikkar alltof oft á ögurstundum. Eins og þegar maður er búinn að græja sig og sína dóttur, orðinn alltof seinn í vinnuna, í skítakulda og byl...og bíllinn bara neitar að fara í gang. Ok, ég vissi að svissinn væri orðinn lélegur en það hefur alltaf sloppið. Svo bara hætti það sleppa í dag og lykillinn haggaðist ekki í svissinum. Hvað er maður að gera á rándýrum glötuðum bíl, upphækkuðum kagga í þokkabót á götum Reykjavíkur. Reyndar eru göturnar holóttar og hálar á veturna, en hei - þarf maður upphækkaðan fjallabíl á 35 tommum í það? Sem svo bara bilar og bilar... Vera fór með pabbanum á vinnubílnum í morgun en ég þurfti að hökta í strætó þar sem vinnubíllinn rúmar bara einn farþega. Æðislegt og meiriháttar. Fór í strætó sem er í sjálfu sér ekkert slæmt, nema hann fór apalega leið sem hentaði mér ekki - svo ég þaut upp í leigubíl á Hlemmi!

Svo líður dagurinn og yfirmaðurinn kanselerar launaviðtalinu sem ég var búin að undirbúa mig undir. Ég vann fram á kvöld með rýnihóp sem var þungur og skrýtinn og komst loks heim að ganga átta. Þá setti ég Veru í rúmið en hún var ekki á því að fara að sofa. Var á útopnu á iði í rúminu sínu allan Bachelor svo ég náði ekki hvern hann var að kyssa og hvern hann rak heim.

Vera var með þvílík læti að hún hristi rúmið sitt í sundur! Ok, þetta er 50 ára gamalt rúm sem amman og öll systikini hennar hafa sofið í, en samt. Svo babblaði hún öll orð sem hún kann og reyndi á öskurröddina sína til skiptis: Labba, labba, labba, namminamm, naaaaammmmi, namm,namm, nei,nei,nei,nei, labbilabb, mamma, babba, mamma, babba, maaaaaaaamma, babba....."
Stuð.
Þvottahrúgan bíður, sömuleiðis fataherbergishrúguklessan og eldhúsið. En ég ætla að dissa það og reyna að bjarga deginum með því að horfa á Ástarfleyið. Gangi mér vel.

Neeeeeeeeehheeeeeiiii... ég er búin að missa af því! Þátturinn var kl. 22 síðast og svo bara færa þeir hann án þess að láta mig vita. Demit.

En eru föstudagar ekki alltaf svo frábærir? ;)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker