miðvikudagur, október 26, 2005
Miðvikudagskórkvöld
Eða ekki. Miðvikudagskvöld eru orðin svo girnileg sjónvarpskvöld núna, ábyggilega bara út af því að ég get aldrei horft á sjónvarpið á miðvikudagskvöldum. Ég horfi nú reyndar sama og ekkert á sjónvarpið en það eru sumir þættir sem mig dauðlangar að fylgjast með eins og Americas next top model og auðvitað eru þeir á miðvikudagskvöldum. Miðvikudagskvöld eru frátekin hjá mér fyrir kóræfingar og ekkert nema serious trouble fær mig til að skrópa á þeim. Svo núna voru þeir að lánsa nýjum girnilegum þætti - auðvitað á miðvikudagskvöldi - So you think you can dance. Já, fullt af flottum kroppum og sætu fólki að meika það í sjónvarpinu á miðvikudagskvöldum og ég missi af öllu. Búhú. Vídeótækið mitt kann ekki að taka upp og svo eru endursýningarnar á ókristilegum tímum. Á miðnætti eða um miðjan laugardag. Þá er ég sko upptekin við annað - að sofa og vera í helgarfrí. Horfi ansi sjaldan á sjónvarp á laugardögum kl. 16.
Fimmtudagar ná varla að bæta þetta upp með piparsveininum og Ástarfleyinu sem ég var ekkert sérlega að fíla þegar ég horfði á fyrsta þáttinn sl. fimmtudag. En við skulum samt leyfa þessu að byrja áður en ég dæmi þetta. Vona að þetta verði eins hallærislegt og bachelor og útlenska Paradise Island til að geta rætt þetta og hlegið í föstudagsmorgunmatnum í vinnunni.
Ég er soldið húkt á þessu raunveruleikasjónvarpi. Greinilega, það er það eina þessa dagana sem mig langar til að fylgjast með. Eftir að Sex&City hætti og Desperate Housewifes. Og Office. Reyndar var sá þáttur á miðvikudagskvöldum en ég náði alltaf í skottið á honum.
Í kvöld var svo vinnunni boðið í Debenhams að sjoppa með góðum afslætti. Á kóræfingartíma. Mig dauðlangaði. Að eyða í sjálfa mig og kannski nokkrar jólagjafir. En kóræfingin kallaði og Mozart þarfnast sko skal ég ykkur segja dágóðrar æfingar. Svo ég skrópaði að sjálfsögðu ekki :)
Miðvikudagskvöld eru og verða alltaf kórkvöld. Þarf bara að redda mér vídeótæki sem kann að taka upp.
Fimmtudagar ná varla að bæta þetta upp með piparsveininum og Ástarfleyinu sem ég var ekkert sérlega að fíla þegar ég horfði á fyrsta þáttinn sl. fimmtudag. En við skulum samt leyfa þessu að byrja áður en ég dæmi þetta. Vona að þetta verði eins hallærislegt og bachelor og útlenska Paradise Island til að geta rætt þetta og hlegið í föstudagsmorgunmatnum í vinnunni.
Ég er soldið húkt á þessu raunveruleikasjónvarpi. Greinilega, það er það eina þessa dagana sem mig langar til að fylgjast með. Eftir að Sex&City hætti og Desperate Housewifes. Og Office. Reyndar var sá þáttur á miðvikudagskvöldum en ég náði alltaf í skottið á honum.
Í kvöld var svo vinnunni boðið í Debenhams að sjoppa með góðum afslætti. Á kóræfingartíma. Mig dauðlangaði. Að eyða í sjálfa mig og kannski nokkrar jólagjafir. En kóræfingin kallaði og Mozart þarfnast sko skal ég ykkur segja dágóðrar æfingar. Svo ég skrópaði að sjálfsögðu ekki :)
Miðvikudagskvöld eru og verða alltaf kórkvöld. Þarf bara að redda mér vídeótæki sem kann að taka upp.
Comments:
Skrifa ummæli