miðvikudagur, júní 30, 2004
Að strauja
Yfirleitt finnst mér alls ekki gaman að strauja. Og ég strauja eiginlega alls ekki. Alla vega helst ekki. Ef ég strauja þá eru það kannski helst einhverjar leiðinlegar hefðbundnar skyrtur fyrir mikilvæga fundi í vinnunni. Og jú, það hefur einhvern veginn yfirleitt komið í minn hlut að strauja skyrturnar hans Vigga líka (how did this happen?!). Fyrir jakkafatadjömm og boð. En mér hefur ekki fundist gaman að strauja.
Þar til um helgina. Þá fór ég í það stuð að byrja að þvo basic barnaföt eins og samfellur og galla sem við höfum fengið lánað hér og þar um bæinn. Og hafði ég heyrt að það sé best að strauja þessi litlu föt til að fá þau mjúk (nei, ég á ekki þurrkara...). Ég ætlaði nú að reyna að sleppa við það þar sem ég hef eiginlega aldrei trúað á straujárnið sem nauðsynlegt heimilistæki. En þegar ég var að taka þessi litlu snúllulegu föt af snúrunum grjóthörð gerðist eitthvað. Ég gat bara ekki annað en tekið fram heitt járnið. Og svo byrjaði ég að strauja. Og ég straujaði og straujaði. Og það var bara svo gaman að strauja þessi litlu sætu föt og undirbúa komu krúttsins í kúlunni. Hvað er að gerast með mig? Mér finnst orðið gaman að strauja! Hvar endar þetta? Hef lesið um að það séu einhverjir hormónar sem myndast á meðgöngu og við brjóstagjöf sem gera konur devoted heimilinu og barninu... en hei - þetta er bara fyndið. Áhugamál: Að strauja og taka til. Neeeee... held ekki takk. En í alvöru, þá fannst mér þessi strauj törn frekar skemmtileg.
Ég deildi þessari nýju tilfinningu með Vigga og bað hann um að taka aðeins í járnið með mér þar sem ég væri orðin þreytt. Þá svaraði hann hneykslaður: "Ég strauja ekki". Svo einfalt var það. Hana nú. Ég sagði honum nú að ég straujaði heldur yfirleitt ekki nema í neyð og reyndi að lýsa því fyrir honum hversu ægilega skemmtilegt það væri að dunda sér við strauj á þessum litlu fötum. Viggi hélt svari sínu til streitu og neitaði að prófa járnið. Svo þegar ég skrapp frá heimilinu um helgina í smá stund laumaðist Vigginn til að byrja að strauja. Og þegar ég kom til baka ljómaði hann af stolti yfir straujinu sínu. Og hann straujaði heilan helling. Er ég að smita hann af heimilis-strauj-hormónaflæðinu? Strauj, strauj. Gaman, gaman!! Við erum orðin strauj-par. Jesús minn.
Þrátt fyrir skemmtilega strauj helgi þá hefur samt sem áður verið tekin ákvörðun um að þiggja lán á forláta þurrkara sem bauðst. Hann gerir fötin víst mjúk og strauj-frí. En það var samt gaman að prófa þetta. Og upplifa straujandi gleði yfir heimilisstörfunum.
Ég lofa samt ekki að ég laumist ekki í járnið í orlofinu þegar enginn sér...gúpp.
Þar til um helgina. Þá fór ég í það stuð að byrja að þvo basic barnaföt eins og samfellur og galla sem við höfum fengið lánað hér og þar um bæinn. Og hafði ég heyrt að það sé best að strauja þessi litlu föt til að fá þau mjúk (nei, ég á ekki þurrkara...). Ég ætlaði nú að reyna að sleppa við það þar sem ég hef eiginlega aldrei trúað á straujárnið sem nauðsynlegt heimilistæki. En þegar ég var að taka þessi litlu snúllulegu föt af snúrunum grjóthörð gerðist eitthvað. Ég gat bara ekki annað en tekið fram heitt járnið. Og svo byrjaði ég að strauja. Og ég straujaði og straujaði. Og það var bara svo gaman að strauja þessi litlu sætu föt og undirbúa komu krúttsins í kúlunni. Hvað er að gerast með mig? Mér finnst orðið gaman að strauja! Hvar endar þetta? Hef lesið um að það séu einhverjir hormónar sem myndast á meðgöngu og við brjóstagjöf sem gera konur devoted heimilinu og barninu... en hei - þetta er bara fyndið. Áhugamál: Að strauja og taka til. Neeeee... held ekki takk. En í alvöru, þá fannst mér þessi strauj törn frekar skemmtileg.
Ég deildi þessari nýju tilfinningu með Vigga og bað hann um að taka aðeins í járnið með mér þar sem ég væri orðin þreytt. Þá svaraði hann hneykslaður: "Ég strauja ekki". Svo einfalt var það. Hana nú. Ég sagði honum nú að ég straujaði heldur yfirleitt ekki nema í neyð og reyndi að lýsa því fyrir honum hversu ægilega skemmtilegt það væri að dunda sér við strauj á þessum litlu fötum. Viggi hélt svari sínu til streitu og neitaði að prófa járnið. Svo þegar ég skrapp frá heimilinu um helgina í smá stund laumaðist Vigginn til að byrja að strauja. Og þegar ég kom til baka ljómaði hann af stolti yfir straujinu sínu. Og hann straujaði heilan helling. Er ég að smita hann af heimilis-strauj-hormónaflæðinu? Strauj, strauj. Gaman, gaman!! Við erum orðin strauj-par. Jesús minn.
Þrátt fyrir skemmtilega strauj helgi þá hefur samt sem áður verið tekin ákvörðun um að þiggja lán á forláta þurrkara sem bauðst. Hann gerir fötin víst mjúk og strauj-frí. En það var samt gaman að prófa þetta. Og upplifa straujandi gleði yfir heimilisstörfunum.
Ég lofa samt ekki að ég laumist ekki í járnið í orlofinu þegar enginn sér...gúpp.
fimmtudagur, júní 24, 2004
Tilbúin í slaginn
Jæja, þá er maður orðinn reddí fyrir að verða foreldri. Eða svo að segja... vonandi! Held reyndar að maður verði aldrei alveg reddí fyrir þetta svona fyrirfram, ég veit lítið hverju ég á von á! En svo þroskast maður jú inn í mömmuhlutverkið. En ég segi bara að ég sé tilbúin því nú er foreldrafræðslunni formlega lokið. Námskeiðið er búið. Búið að fara í gegnum allt það mikilvægasta sem gott er að vita. T.d. um brjóstagjöf og fæðinguna. Já, þetta er búið að vera mikið lærdómsferli. Og skemmtilegt. Og verður víst ennþá skemmtilegra segja þær með reynsluna!
Fyrir utan það að verða mamma og fæða barn og eiga það sem eftir er ævinnar, sem tekur alla athygli manns, elskar mann (og hatar svo á unglingsárum víst) og stólar á mann að öllu leyti, þá finnst mér alveg súrrealískast af öllu að ég sé að fara að gefa brjóst! Veit ekki af hverju... þetta virkar bara eitthvað furðulega á mig eins og er. Ég meina, ég er með þessi þvílíkt flottu brjóst (aha...) sem ég hef bara alltaf átt út af fyrir mig, í góðu og illu, notað þau þegar ég hef þurft, þau gera mig að kynveru og Vigginn á þau líka smá - að hugsa sér að einhver lítill eigi eftir að sjúga þau... og það lengi. Og oft. Og einoka þau. Úffí. En hei, ég geri mitt besta. Þær segja það stelpurnar að þetta sé víst bara frábært. Ok. Segjum það. Þangað til annað kemur í ljós.
Annars var fæðingarvídjókvöld hjá okkur Vigga í fyrrakvöld. Stilltum okkur fyrir framan kassann og settum okkur í stellingarnar. Ég get svo svarið það að ég var varla að meika það að horfa á þetta. 3 mismunandi konur að fæða á þrjá ólíka vegu... ég var bara hágrenjandi allan tímann og varla að meika þetta. Samt mátti Viggi ekki slökkva. Ég varð að sjá þetta. Ég hef nú alltaf vitað að hollywood fæðingarnar sem við sjáum í sjónvarpinu eru ekki alveg málið, en gerði mér samt ekki alveg grein fyrir því hvernig þetta er í alvöru... hvað þetta tekur t.d. laaaaangan tíma og svo þegar kellurnanr í sjónvarpinu fengu hríðir þá var eins og einhver væri fyrir aftan þær að gefa þeim raflost í bakið... áts. Svo þegar barnið kom út, blátt og krumpað, skellt upp á mömmuna... þá helltist veruleikinn yfir mig. Ég bara næ þessu varla! Náttúran er alveg mögnuð... snökt.
En við Viggi mössum þetta eins og annað. Ég er líka farin að hlakka smá til, þótt ég viti lítið hvað bíði mín þannig. Gvuð, hvernig ætli tilfinningin sé að sjá barnið mitt í fyrsta sinn... hlýtur að vera spes. Furðuleg. Allt í einu á ég barn... ok, er aðeins að missa mig í þessu núna, en það er líka stutt eftir!
45 dagar to go...
Berjast!
Fyrir utan það að verða mamma og fæða barn og eiga það sem eftir er ævinnar, sem tekur alla athygli manns, elskar mann (og hatar svo á unglingsárum víst) og stólar á mann að öllu leyti, þá finnst mér alveg súrrealískast af öllu að ég sé að fara að gefa brjóst! Veit ekki af hverju... þetta virkar bara eitthvað furðulega á mig eins og er. Ég meina, ég er með þessi þvílíkt flottu brjóst (aha...) sem ég hef bara alltaf átt út af fyrir mig, í góðu og illu, notað þau þegar ég hef þurft, þau gera mig að kynveru og Vigginn á þau líka smá - að hugsa sér að einhver lítill eigi eftir að sjúga þau... og það lengi. Og oft. Og einoka þau. Úffí. En hei, ég geri mitt besta. Þær segja það stelpurnar að þetta sé víst bara frábært. Ok. Segjum það. Þangað til annað kemur í ljós.
Annars var fæðingarvídjókvöld hjá okkur Vigga í fyrrakvöld. Stilltum okkur fyrir framan kassann og settum okkur í stellingarnar. Ég get svo svarið það að ég var varla að meika það að horfa á þetta. 3 mismunandi konur að fæða á þrjá ólíka vegu... ég var bara hágrenjandi allan tímann og varla að meika þetta. Samt mátti Viggi ekki slökkva. Ég varð að sjá þetta. Ég hef nú alltaf vitað að hollywood fæðingarnar sem við sjáum í sjónvarpinu eru ekki alveg málið, en gerði mér samt ekki alveg grein fyrir því hvernig þetta er í alvöru... hvað þetta tekur t.d. laaaaangan tíma og svo þegar kellurnanr í sjónvarpinu fengu hríðir þá var eins og einhver væri fyrir aftan þær að gefa þeim raflost í bakið... áts. Svo þegar barnið kom út, blátt og krumpað, skellt upp á mömmuna... þá helltist veruleikinn yfir mig. Ég bara næ þessu varla! Náttúran er alveg mögnuð... snökt.
En við Viggi mössum þetta eins og annað. Ég er líka farin að hlakka smá til, þótt ég viti lítið hvað bíði mín þannig. Gvuð, hvernig ætli tilfinningin sé að sjá barnið mitt í fyrsta sinn... hlýtur að vera spes. Furðuleg. Allt í einu á ég barn... ok, er aðeins að missa mig í þessu núna, en það er líka stutt eftir!
45 dagar to go...
Berjast!
mánudagur, júní 21, 2004
Lopapeysur og gúmmískór
Þá er maður mættur aftur í vinnuna eftir gott frí. Tók mér frí á föstudaginn eftir sautjánda júní og fékk þá þetta frábæra 4 daga frí í einni bunu. Og Viggi var líka í fríi svo þetta var doppelt frábært. Það fór nú lítið fyrir hátíðarhöldum á 17. júní hjá mér þetta árið. Jú, skrúðgangan (eins og allar aðrar hafnfirskar skrúðgöngur) gekk með glæsileika framhjá húsinu okkar á Hverfisgötunni. Og maður skrapp aðeins út til að nikka til þeirra Hafnfirðinga sem maður þekkti í rununni. Sem voru barasta all margir þetta árið. Allir komnir með börn og svona sem verða að fá blöðru og sleikjó og fara í skrúðgöngu. Ó, je. Það fer að koma að manni...
Grilluðum svo heima hjá ömmu með Axel og Guðrúnu Lind í góða veðrinu.
Á laugardaginn útskrifuðust svo Kolla og Aron úr HÍ, hún úr lækninum og hann úr verkfræðinni! Þvílíkt par! Til haaaaaamingju! Við rétt náðum að mæta í veisluna þeirra áður en við þurftum að rjúka á annan veislustað. Ég reyndar náði að segja nokkur góð orð í lítilli ræðu við útskriftarparið flotta áður en ég rauk í næsta geim.
Í því geimi varð Torfi þrítugur. Og það byrjaði allt í rólegheitum, uppi í Ljósuklifum sem er í hrauninu í Hafnarfirði aðeins fyrir utan bæinn úti í sveit, svaka kósí. Svo breyttist þrítugsafmælið í skírn (Úlfur skírður) og svo breyttist skírnin í brúðkaup!! Ó, já. Elva og Torfi eru orðin hjón. Hjónakorn. Eiginkona og eiginmaður. Gift. Að eilífu. Amen.
Þetta var s.s. surprise sem einungis fáeinir veislugestir vissu um. Sem var frábært. Alveg þeirra stíll að taka heitið góða bara á gúmmískóm og lopapeysu, en það var þema afmælisins. Svo voru grillaðar kræsingar ofan í gestina og dansað fram á nótt og spilað á gítar úti í góða veðrinu.
Ég er svo ánægð með E+T. Bæði fyrir það hvernig þau stóðu að þessu og svo auðvitað líka bara fyrir það hvað þau eru æðisleg og sæt. Ég sé mér gott til glóðarinnar á næstunni... ég og Elva höfum hingað til verið samferða í gegnum lífið á frekar líkan og fyndinn hátt. Förum saman í heimsreisu, útskrifumst saman úr sama námi, kaupum fyrstu íbúðina okkar nánast hlið við hlið í 101 Rvk, Elva flytur í gamalt einbýli í Hafnarfirði og ég flyt í gamalt einbýli í Hafnarfirði ári síðar, Elva eignast Úlf í fyrra og var sett 8.8. 2003 og ég á von á mér í ár - auðvitað líka 8.8...! Svo eru þau búin að gifta sig núna...
Svo ég veit hvað bíður mín... hehe... ;)
Grilluðum svo heima hjá ömmu með Axel og Guðrúnu Lind í góða veðrinu.
Á laugardaginn útskrifuðust svo Kolla og Aron úr HÍ, hún úr lækninum og hann úr verkfræðinni! Þvílíkt par! Til haaaaaamingju! Við rétt náðum að mæta í veisluna þeirra áður en við þurftum að rjúka á annan veislustað. Ég reyndar náði að segja nokkur góð orð í lítilli ræðu við útskriftarparið flotta áður en ég rauk í næsta geim.
Í því geimi varð Torfi þrítugur. Og það byrjaði allt í rólegheitum, uppi í Ljósuklifum sem er í hrauninu í Hafnarfirði aðeins fyrir utan bæinn úti í sveit, svaka kósí. Svo breyttist þrítugsafmælið í skírn (Úlfur skírður) og svo breyttist skírnin í brúðkaup!! Ó, já. Elva og Torfi eru orðin hjón. Hjónakorn. Eiginkona og eiginmaður. Gift. Að eilífu. Amen.
Þetta var s.s. surprise sem einungis fáeinir veislugestir vissu um. Sem var frábært. Alveg þeirra stíll að taka heitið góða bara á gúmmískóm og lopapeysu, en það var þema afmælisins. Svo voru grillaðar kræsingar ofan í gestina og dansað fram á nótt og spilað á gítar úti í góða veðrinu.
Ég er svo ánægð með E+T. Bæði fyrir það hvernig þau stóðu að þessu og svo auðvitað líka bara fyrir það hvað þau eru æðisleg og sæt. Ég sé mér gott til glóðarinnar á næstunni... ég og Elva höfum hingað til verið samferða í gegnum lífið á frekar líkan og fyndinn hátt. Förum saman í heimsreisu, útskrifumst saman úr sama námi, kaupum fyrstu íbúðina okkar nánast hlið við hlið í 101 Rvk, Elva flytur í gamalt einbýli í Hafnarfirði og ég flyt í gamalt einbýli í Hafnarfirði ári síðar, Elva eignast Úlf í fyrra og var sett 8.8. 2003 og ég á von á mér í ár - auðvitað líka 8.8...! Svo eru þau búin að gifta sig núna...
Svo ég veit hvað bíður mín... hehe... ;)
þriðjudagur, júní 15, 2004
Magnað Mývatn
Þá er ég komin aftur frá Mývatni. Þar var ég í 3 daga ásamt fleirum að syngja á Kórstefnu svokallaðri. Þarna komu saman 4 kórar eða um 160 manns og sungu Sköpunina eftir Haydn. Undir lék svo Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og 5 frægir einsöngvarar voru líka í stóru hlutverki, Gunnar Guðbjörnsson, tenór, Hulda Björk Garðarsdóttir,sópran, Margrét Bóasdóttir,sópran, Bergþór Pálsson, bariton og Jóhann Smári Sævarsson, bassi. Stjórnandi var sá sexí gæi Guðmundur Óli Gunnarsson. Í alvöru, við stelpurnar í Kammerkór Hafnarfjarðar vorum að missa okkur yfir honum á köflum....
Og vá hvað þetta var gaman. Og flott hjá okkur! Ég hef nú hingað til ekki verið ýkja mikill unnandi klassískrar tónlistar (nema þeirrar kórtónlistar sem ég syng sjálf með í!) og hef beisikklí ekki mikið tónlistarvit, en úff hvað þetta er magnað verk og enn magnaðri flutningur! Óratorían Sköpunin er s.s. samin á 16. öld og tekur 2 klst. í flutningi. Hún fjallar um texta Biblíunnar er Guð skapaði heiminn. Sköpunin er talin ein allra vinsælasta óratoría heims, þar sem glæsileg tónlist lýsir á mjög myndrænan hátt, sköpun himins og jarðar, ljóss og myrkurs, lands og sjávar, dýra og jarðargróða og síðast manneskjunnar. Og að heyra sinfóníuna t.d. spila allra fyrstu sólarupprás heimsins er bara mögnuð upplifun. Fær mann næstum því til að gráta svo fallegt er það. Og svo 160 manna geggjaður kór undir... ah. Alveg frábært (og þetta er sko ekki óléttuvæmnin að tala!!)
Krakkinn í kúlunni hefur sjaldan hreyft sig eins mikið og þessa helgi, enda var hann á ca. 6 tíma æfingum á Sköpuninni á dag og svo á balli eða skemmtun eftir það. Rannsóknir hafa víst sýnt að ef það er sungið fyrir börn í móðurkviði róist þau frekar við þau lög þegar þau eru komin í heiminn. Ég segi nú bara að þá hljóti þetta barn að róast við Haydn! Ef ekki það þá veit ég ekki hvað! En þetta er nú ekki það mest rólega og sefandi verk svo maður veit ekki... en alla vega hlýtur það að verða tónvisst eftir allt saman! Segi svona...
Á föstudeginum héldu kórarnir 4 (Kammerkór Hfj, Bústaðakirkjukór, Kór Egilsstaðakirkju og Kór Akureyrarkirkju) tónleika þar sem þeir fluttu hver sitt prógramm. Við unnum það að sjálfsögðu, vorum flottust (ok... þetta var ekki keppni!). Á föstudagskvöldinu var svo Hlöðuball hjá Vogabændum þarna á Mývatni og það var mjög gaman, ekta sveitahljómsveit hélt uppi fjörinu og maður náði að taka nokkur dansspor þrátt fyrir þungann. Á laugardagskvöldinu var svo hátíðarkvöldverður þar sem allir kórarnir og einsöngvarar komu saman og átu á sig gat og skemmtu hvor öðrum með atriðum. Kemur á óvart að öll atriðin voru söngatriði...!? hmmmm... svona er þetta.
Haydn tónleikarnir sjálfir voru svo á sunnudeginum. Þeir voru þrusugóðir og ég hlakka til að fá þá á geisladisk og heyra, en þeir voru teknir upp.
Ég er svo ánægð með mig að hafa byrjað í Kammerkórnum. Ég hreinlega elska að syngja með þeim. Nú er komið sumarfrí, en ég ætla að halda áfram í haust.
Ég er stolt af því að vera kórnörd!
Og vá hvað þetta var gaman. Og flott hjá okkur! Ég hef nú hingað til ekki verið ýkja mikill unnandi klassískrar tónlistar (nema þeirrar kórtónlistar sem ég syng sjálf með í!) og hef beisikklí ekki mikið tónlistarvit, en úff hvað þetta er magnað verk og enn magnaðri flutningur! Óratorían Sköpunin er s.s. samin á 16. öld og tekur 2 klst. í flutningi. Hún fjallar um texta Biblíunnar er Guð skapaði heiminn. Sköpunin er talin ein allra vinsælasta óratoría heims, þar sem glæsileg tónlist lýsir á mjög myndrænan hátt, sköpun himins og jarðar, ljóss og myrkurs, lands og sjávar, dýra og jarðargróða og síðast manneskjunnar. Og að heyra sinfóníuna t.d. spila allra fyrstu sólarupprás heimsins er bara mögnuð upplifun. Fær mann næstum því til að gráta svo fallegt er það. Og svo 160 manna geggjaður kór undir... ah. Alveg frábært (og þetta er sko ekki óléttuvæmnin að tala!!)
Krakkinn í kúlunni hefur sjaldan hreyft sig eins mikið og þessa helgi, enda var hann á ca. 6 tíma æfingum á Sköpuninni á dag og svo á balli eða skemmtun eftir það. Rannsóknir hafa víst sýnt að ef það er sungið fyrir börn í móðurkviði róist þau frekar við þau lög þegar þau eru komin í heiminn. Ég segi nú bara að þá hljóti þetta barn að róast við Haydn! Ef ekki það þá veit ég ekki hvað! En þetta er nú ekki það mest rólega og sefandi verk svo maður veit ekki... en alla vega hlýtur það að verða tónvisst eftir allt saman! Segi svona...
Á föstudeginum héldu kórarnir 4 (Kammerkór Hfj, Bústaðakirkjukór, Kór Egilsstaðakirkju og Kór Akureyrarkirkju) tónleika þar sem þeir fluttu hver sitt prógramm. Við unnum það að sjálfsögðu, vorum flottust (ok... þetta var ekki keppni!). Á föstudagskvöldinu var svo Hlöðuball hjá Vogabændum þarna á Mývatni og það var mjög gaman, ekta sveitahljómsveit hélt uppi fjörinu og maður náði að taka nokkur dansspor þrátt fyrir þungann. Á laugardagskvöldinu var svo hátíðarkvöldverður þar sem allir kórarnir og einsöngvarar komu saman og átu á sig gat og skemmtu hvor öðrum með atriðum. Kemur á óvart að öll atriðin voru söngatriði...!? hmmmm... svona er þetta.
Haydn tónleikarnir sjálfir voru svo á sunnudeginum. Þeir voru þrusugóðir og ég hlakka til að fá þá á geisladisk og heyra, en þeir voru teknir upp.
Ég er svo ánægð með mig að hafa byrjað í Kammerkórnum. Ég hreinlega elska að syngja með þeim. Nú er komið sumarfrí, en ég ætla að halda áfram í haust.
Ég er stolt af því að vera kórnörd!
miðvikudagur, júní 09, 2004
Foreldrafræðsla
Í gær byrjuðum við Viggi á námskeiði sem kennir manni hvernig það er að verða foreldri. Já, ekki veitir af því að læra það. Auðvitað er ekkert hægt að kenna þetta hlutverk á námskeiði en jú jú maður gæti fengið einhver góð tips. Svo þroskast maður auðvitað inn í hlutverkið með tímanum. Í gær var fyrsta kvöldið af fimm. Og þetta var bara einkar áhugavert. Þetta var nú allt sem ég vissi nú þegar, en það var m.a. fjallað um meðgöngukvilla og hvernig fæðingin byrjar. Mér fannst fínt að Viggi skyldi hafa verið þarna að hlusta á þetta. Þá fattar hann kannski betur hvað það er afar nauðsynlegt að nudda fæturna á óléttir spúsu sinni og stjana í kringum hana. Ekki það að hann geri það ekki, en það má jú alltaf brýna þörfina og bæta um betur!
Ég missi af næsta tíma þar sem ég verð á Mývatni að syngja. Í þeim tíma á að sýna myndbönd með fæðingum. Gúpp. Ég varð í fyrstu voða fegin að „sleppa“ við það. Að þurfa ekki að horfa á þennan horror áður en ég upplifi hann svo sjálf, en sagðist ljósan endilega þurfa að lána mér spólurnar fyrst ég komist ekki. Svo ég þarf að plana vídjókvöld með Vigganum á næstunni. Ég ætla alla vega ekki að vera ein heima uppi í risi að horfa á fæðingar á vídjó... ó, nei. Popp og kók og fæðingarvídjó. Gerist ekki betra.
Ég missi af næsta tíma þar sem ég verð á Mývatni að syngja. Í þeim tíma á að sýna myndbönd með fæðingum. Gúpp. Ég varð í fyrstu voða fegin að „sleppa“ við það. Að þurfa ekki að horfa á þennan horror áður en ég upplifi hann svo sjálf, en sagðist ljósan endilega þurfa að lána mér spólurnar fyrst ég komist ekki. Svo ég þarf að plana vídjókvöld með Vigganum á næstunni. Ég ætla alla vega ekki að vera ein heima uppi í risi að horfa á fæðingar á vídjó... ó, nei. Popp og kók og fæðingarvídjó. Gerist ekki betra.
þriðjudagur, júní 08, 2004
Til hamingju...
...þú sem varst númer 5000 inn á bloggsíðuna mína! Sé hér að ég hef skrifað 118 bloggpósta frá upphafi, eða í okt í fyrra. Mis góða. Mis lélega. Og þannig mun það halda áfram að vera þangað til ég nenni ekki meiru...(hmmmm... myndi Erla einhvern tímann ekki nenna að tala?)
mánudagur, júní 07, 2004
Sjómannadagurinn
Til hamingju með daginn í gær allir sjómenn nær og fjær.
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í gær og þar á meðal í fiskimannaþorpinu Hafnarfirði. Bryggjan iðaði af lífi sem aldrei fyrr, lúðrasveitin spilaði fjör og gamlir kallar fengu viðurkenningu fyrir sjómansstörf sín á árum áður. Og sólin skein. Við Viggi röltum þarna við á leiðinni til ömmu þar sem við fengum okkur pönnslur og vínarbrauð í blíðunni. Sá viðtal við e-n sjómann á laugardaginn í fréttunum þar sem hann var að tala um einhvern mettúr og kvóta og fiskimannsmál sem ég skil ekki alveg. Fréttamaðurinn spurði hann svo hvað hann ætlaði sér að gera á sjómannadaginn: „Detta í'ða maður" var svarið. Frekar subbulegt svar af sextugum skipsstjóra að vera fannst mér! Eða kannski týpískt? Það voru víst 2 gæjar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi frá Patreksfirði í nótt eftir sjómannadagssukk þar. Er þetta ennþá þannig að sjómenn detti í´ða í landi og þá extra vel á lögbundnum frídegi sínum? Tja, tja. Það er aldeilis.
Viggi var eitt sinn sjómaður. Og ég var þá sjómannsfrú. Þetta var vorið 1996 þegar Vigga bauðst skyndilega að fara á frystitogara að veiða úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Og mínum manni fannst þetta svo spennandi að hann tók hoppandi glaður við starfinu! Ég varð nú ekki alveg eins ánægð en varði næstu 6 vikum heima grenjandi úr söknuði og hræðslu um að hafið myndi gleypa Viggann. Ímyndunarveikin alveg að fara með mig á köflum. Við töluðumst stundum saman í í gegnum Gufunesradíó. Þá grenjaði ég oftar en ekki í símann og sagði Vigga oft og iðulega hvað ég elskaði hann mikið. Hann reyndi að þagga niður í mér og sagði mér ítrekað að allir sjómenn Íslands og víðar væru að hlusta á þetta radíó. Þeir gerðu það að skemmtun sinni þar sem lítið útvarp næst á svæðinu. En ég hunsaði þetta og gerði nákvæmlega það sem mér sýndist í símann Vigga án efa til einhvers ama. Hann talandi við konuna í landi blár í framan af skömm þar sem allir skipsfélagarnir á frívakt voru fyrir aftan hann hlustandi og hlæjandi að honum. Æj, greyið (svona eftir á!). Mér gat ekki verið meira sama þá.
Ég held í alvöru að þetta hafi verið lengstu 37 dagar sem ég hef upplifað. Hingað til. Hef reyndar heyrt að bið eftir barni úr bumbu sé einnig verulega löng og líði hægt... sjáum til hvernig það verður eftir smá tíma...
En alla vega. Vigginn kom svo loks í land. Heill á húfi. Fullskeggjaður í fiskifýlugallanum. Man að hann var á vakt þegar frystitogarann tók að landi og ég man að ég trúði því varla þegar ég sat í bílnum niðri á Sundahöfn að skipið væri að koma. Og hvað þá þegar Viggi veifaði til mín. What a feeling! Og ég man að ég var soldið feimin þegar hann kom á land gangandi að mér með faðminn opinn. Ég vissi bara ekkert hvernig ég átti að vera! Og þegar ég faðmaði hann...það var alla vega í fyrsta og eina skipti sem mér hefur fundist fiskifýla góð.
Svo var það góða við þennan túr að hann var mettúr. Við náðum að greiða niður þvílíkan yfirdrátt og höfum það gott um sumarið. Og Vigga langaði að verða sjómaður. Langaði að fara næsta túr líka. En ég sagðist ekki nenna að vera sjómannsfrú lengur. Og hann fór ekki. Sem betur fer. Man að í þeim túr fengu hásetarnir rétt trygginguna fyrir túrinn - s.s. lágmarkslaun því það veiddist ekkert.
Og mikið er ég fegin að eiga Viggann heima í landi. Jafnvel þótt hann sé mikið að vinna og stundum úti á landi. Þá veit ég alla vega að hafið gleypir hann ekki og hvorki hann né ég þurfum að roðna og blána þegar við knúsumst í símanum.
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í gær og þar á meðal í fiskimannaþorpinu Hafnarfirði. Bryggjan iðaði af lífi sem aldrei fyrr, lúðrasveitin spilaði fjör og gamlir kallar fengu viðurkenningu fyrir sjómansstörf sín á árum áður. Og sólin skein. Við Viggi röltum þarna við á leiðinni til ömmu þar sem við fengum okkur pönnslur og vínarbrauð í blíðunni. Sá viðtal við e-n sjómann á laugardaginn í fréttunum þar sem hann var að tala um einhvern mettúr og kvóta og fiskimannsmál sem ég skil ekki alveg. Fréttamaðurinn spurði hann svo hvað hann ætlaði sér að gera á sjómannadaginn: „Detta í'ða maður" var svarið. Frekar subbulegt svar af sextugum skipsstjóra að vera fannst mér! Eða kannski týpískt? Það voru víst 2 gæjar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi frá Patreksfirði í nótt eftir sjómannadagssukk þar. Er þetta ennþá þannig að sjómenn detti í´ða í landi og þá extra vel á lögbundnum frídegi sínum? Tja, tja. Það er aldeilis.
Viggi var eitt sinn sjómaður. Og ég var þá sjómannsfrú. Þetta var vorið 1996 þegar Vigga bauðst skyndilega að fara á frystitogara að veiða úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Og mínum manni fannst þetta svo spennandi að hann tók hoppandi glaður við starfinu! Ég varð nú ekki alveg eins ánægð en varði næstu 6 vikum heima grenjandi úr söknuði og hræðslu um að hafið myndi gleypa Viggann. Ímyndunarveikin alveg að fara með mig á köflum. Við töluðumst stundum saman í í gegnum Gufunesradíó. Þá grenjaði ég oftar en ekki í símann og sagði Vigga oft og iðulega hvað ég elskaði hann mikið. Hann reyndi að þagga niður í mér og sagði mér ítrekað að allir sjómenn Íslands og víðar væru að hlusta á þetta radíó. Þeir gerðu það að skemmtun sinni þar sem lítið útvarp næst á svæðinu. En ég hunsaði þetta og gerði nákvæmlega það sem mér sýndist í símann Vigga án efa til einhvers ama. Hann talandi við konuna í landi blár í framan af skömm þar sem allir skipsfélagarnir á frívakt voru fyrir aftan hann hlustandi og hlæjandi að honum. Æj, greyið (svona eftir á!). Mér gat ekki verið meira sama þá.
Ég held í alvöru að þetta hafi verið lengstu 37 dagar sem ég hef upplifað. Hingað til. Hef reyndar heyrt að bið eftir barni úr bumbu sé einnig verulega löng og líði hægt... sjáum til hvernig það verður eftir smá tíma...
En alla vega. Vigginn kom svo loks í land. Heill á húfi. Fullskeggjaður í fiskifýlugallanum. Man að hann var á vakt þegar frystitogarann tók að landi og ég man að ég trúði því varla þegar ég sat í bílnum niðri á Sundahöfn að skipið væri að koma. Og hvað þá þegar Viggi veifaði til mín. What a feeling! Og ég man að ég var soldið feimin þegar hann kom á land gangandi að mér með faðminn opinn. Ég vissi bara ekkert hvernig ég átti að vera! Og þegar ég faðmaði hann...það var alla vega í fyrsta og eina skipti sem mér hefur fundist fiskifýla góð.
Svo var það góða við þennan túr að hann var mettúr. Við náðum að greiða niður þvílíkan yfirdrátt og höfum það gott um sumarið. Og Vigga langaði að verða sjómaður. Langaði að fara næsta túr líka. En ég sagðist ekki nenna að vera sjómannsfrú lengur. Og hann fór ekki. Sem betur fer. Man að í þeim túr fengu hásetarnir rétt trygginguna fyrir túrinn - s.s. lágmarkslaun því það veiddist ekkert.
Og mikið er ég fegin að eiga Viggann heima í landi. Jafnvel þótt hann sé mikið að vinna og stundum úti á landi. Þá veit ég alla vega að hafið gleypir hann ekki og hvorki hann né ég þurfum að roðna og blána þegar við knúsumst í símanum.
miðvikudagur, júní 02, 2004
Lifi forsetinn!
Mér finnst Ólafur Ragnar Grímsson í fyrsta sinn á ævinni kúl. Ég hef aldrei fílað hann neitt sérstaklega en eftir að hann ákvað rétt áðan að samþykkja ekki fjölmiðlalögin og leyfa okkur þjóðinni að skrifa undir breyttist afstaða mín. Alla vega um stund. Heyr, heyr. Mér finnst hann kúl fyrir vikið því auðvitað viljum við vera með í þessum skemmtilega leik!
Hann vann sér inn nokkuð mörg vinsældarstig þarna kallinn.
Hann vann sér inn nokkuð mörg vinsældarstig þarna kallinn.