<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 09, 2004

Foreldrafræðsla 

Í gær byrjuðum við Viggi á námskeiði sem kennir manni hvernig það er að verða foreldri. Já, ekki veitir af því að læra það. Auðvitað er ekkert hægt að kenna þetta hlutverk á námskeiði en jú jú maður gæti fengið einhver góð tips. Svo þroskast maður auðvitað inn í hlutverkið með tímanum. Í gær var fyrsta kvöldið af fimm. Og þetta var bara einkar áhugavert. Þetta var nú allt sem ég vissi nú þegar, en það var m.a. fjallað um meðgöngukvilla og hvernig fæðingin byrjar. Mér fannst fínt að Viggi skyldi hafa verið þarna að hlusta á þetta. Þá fattar hann kannski betur hvað það er afar nauðsynlegt að nudda fæturna á óléttir spúsu sinni og stjana í kringum hana. Ekki það að hann geri það ekki, en það má jú alltaf brýna þörfina og bæta um betur!

Ég missi af næsta tíma þar sem ég verð á Mývatni að syngja. Í þeim tíma á að sýna myndbönd með fæðingum. Gúpp. Ég varð í fyrstu voða fegin að „sleppa“ við það. Að þurfa ekki að horfa á þennan horror áður en ég upplifi hann svo sjálf, en sagðist ljósan endilega þurfa að lána mér spólurnar fyrst ég komist ekki. Svo ég þarf að plana vídjókvöld með Vigganum á næstunni. Ég ætla alla vega ekki að vera ein heima uppi í risi að horfa á fæðingar á vídjó... ó, nei. Popp og kók og fæðingarvídjó. Gerist ekki betra.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker