mánudagur, júní 07, 2004
Sjómannadagurinn
Til hamingju með daginn í gær allir sjómenn nær og fjær.
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í gær og þar á meðal í fiskimannaþorpinu Hafnarfirði. Bryggjan iðaði af lífi sem aldrei fyrr, lúðrasveitin spilaði fjör og gamlir kallar fengu viðurkenningu fyrir sjómansstörf sín á árum áður. Og sólin skein. Við Viggi röltum þarna við á leiðinni til ömmu þar sem við fengum okkur pönnslur og vínarbrauð í blíðunni. Sá viðtal við e-n sjómann á laugardaginn í fréttunum þar sem hann var að tala um einhvern mettúr og kvóta og fiskimannsmál sem ég skil ekki alveg. Fréttamaðurinn spurði hann svo hvað hann ætlaði sér að gera á sjómannadaginn: „Detta í'ða maður" var svarið. Frekar subbulegt svar af sextugum skipsstjóra að vera fannst mér! Eða kannski týpískt? Það voru víst 2 gæjar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi frá Patreksfirði í nótt eftir sjómannadagssukk þar. Er þetta ennþá þannig að sjómenn detti í´ða í landi og þá extra vel á lögbundnum frídegi sínum? Tja, tja. Það er aldeilis.
Viggi var eitt sinn sjómaður. Og ég var þá sjómannsfrú. Þetta var vorið 1996 þegar Vigga bauðst skyndilega að fara á frystitogara að veiða úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Og mínum manni fannst þetta svo spennandi að hann tók hoppandi glaður við starfinu! Ég varð nú ekki alveg eins ánægð en varði næstu 6 vikum heima grenjandi úr söknuði og hræðslu um að hafið myndi gleypa Viggann. Ímyndunarveikin alveg að fara með mig á köflum. Við töluðumst stundum saman í í gegnum Gufunesradíó. Þá grenjaði ég oftar en ekki í símann og sagði Vigga oft og iðulega hvað ég elskaði hann mikið. Hann reyndi að þagga niður í mér og sagði mér ítrekað að allir sjómenn Íslands og víðar væru að hlusta á þetta radíó. Þeir gerðu það að skemmtun sinni þar sem lítið útvarp næst á svæðinu. En ég hunsaði þetta og gerði nákvæmlega það sem mér sýndist í símann Vigga án efa til einhvers ama. Hann talandi við konuna í landi blár í framan af skömm þar sem allir skipsfélagarnir á frívakt voru fyrir aftan hann hlustandi og hlæjandi að honum. Æj, greyið (svona eftir á!). Mér gat ekki verið meira sama þá.
Ég held í alvöru að þetta hafi verið lengstu 37 dagar sem ég hef upplifað. Hingað til. Hef reyndar heyrt að bið eftir barni úr bumbu sé einnig verulega löng og líði hægt... sjáum til hvernig það verður eftir smá tíma...
En alla vega. Vigginn kom svo loks í land. Heill á húfi. Fullskeggjaður í fiskifýlugallanum. Man að hann var á vakt þegar frystitogarann tók að landi og ég man að ég trúði því varla þegar ég sat í bílnum niðri á Sundahöfn að skipið væri að koma. Og hvað þá þegar Viggi veifaði til mín. What a feeling! Og ég man að ég var soldið feimin þegar hann kom á land gangandi að mér með faðminn opinn. Ég vissi bara ekkert hvernig ég átti að vera! Og þegar ég faðmaði hann...það var alla vega í fyrsta og eina skipti sem mér hefur fundist fiskifýla góð.
Svo var það góða við þennan túr að hann var mettúr. Við náðum að greiða niður þvílíkan yfirdrátt og höfum það gott um sumarið. Og Vigga langaði að verða sjómaður. Langaði að fara næsta túr líka. En ég sagðist ekki nenna að vera sjómannsfrú lengur. Og hann fór ekki. Sem betur fer. Man að í þeim túr fengu hásetarnir rétt trygginguna fyrir túrinn - s.s. lágmarkslaun því það veiddist ekkert.
Og mikið er ég fegin að eiga Viggann heima í landi. Jafnvel þótt hann sé mikið að vinna og stundum úti á landi. Þá veit ég alla vega að hafið gleypir hann ekki og hvorki hann né ég þurfum að roðna og blána þegar við knúsumst í símanum.
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í gær og þar á meðal í fiskimannaþorpinu Hafnarfirði. Bryggjan iðaði af lífi sem aldrei fyrr, lúðrasveitin spilaði fjör og gamlir kallar fengu viðurkenningu fyrir sjómansstörf sín á árum áður. Og sólin skein. Við Viggi röltum þarna við á leiðinni til ömmu þar sem við fengum okkur pönnslur og vínarbrauð í blíðunni. Sá viðtal við e-n sjómann á laugardaginn í fréttunum þar sem hann var að tala um einhvern mettúr og kvóta og fiskimannsmál sem ég skil ekki alveg. Fréttamaðurinn spurði hann svo hvað hann ætlaði sér að gera á sjómannadaginn: „Detta í'ða maður" var svarið. Frekar subbulegt svar af sextugum skipsstjóra að vera fannst mér! Eða kannski týpískt? Það voru víst 2 gæjar fluttir til Reykjavíkur með sjúkraflugi frá Patreksfirði í nótt eftir sjómannadagssukk þar. Er þetta ennþá þannig að sjómenn detti í´ða í landi og þá extra vel á lögbundnum frídegi sínum? Tja, tja. Það er aldeilis.
Viggi var eitt sinn sjómaður. Og ég var þá sjómannsfrú. Þetta var vorið 1996 þegar Vigga bauðst skyndilega að fara á frystitogara að veiða úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Og mínum manni fannst þetta svo spennandi að hann tók hoppandi glaður við starfinu! Ég varð nú ekki alveg eins ánægð en varði næstu 6 vikum heima grenjandi úr söknuði og hræðslu um að hafið myndi gleypa Viggann. Ímyndunarveikin alveg að fara með mig á köflum. Við töluðumst stundum saman í í gegnum Gufunesradíó. Þá grenjaði ég oftar en ekki í símann og sagði Vigga oft og iðulega hvað ég elskaði hann mikið. Hann reyndi að þagga niður í mér og sagði mér ítrekað að allir sjómenn Íslands og víðar væru að hlusta á þetta radíó. Þeir gerðu það að skemmtun sinni þar sem lítið útvarp næst á svæðinu. En ég hunsaði þetta og gerði nákvæmlega það sem mér sýndist í símann Vigga án efa til einhvers ama. Hann talandi við konuna í landi blár í framan af skömm þar sem allir skipsfélagarnir á frívakt voru fyrir aftan hann hlustandi og hlæjandi að honum. Æj, greyið (svona eftir á!). Mér gat ekki verið meira sama þá.
Ég held í alvöru að þetta hafi verið lengstu 37 dagar sem ég hef upplifað. Hingað til. Hef reyndar heyrt að bið eftir barni úr bumbu sé einnig verulega löng og líði hægt... sjáum til hvernig það verður eftir smá tíma...
En alla vega. Vigginn kom svo loks í land. Heill á húfi. Fullskeggjaður í fiskifýlugallanum. Man að hann var á vakt þegar frystitogarann tók að landi og ég man að ég trúði því varla þegar ég sat í bílnum niðri á Sundahöfn að skipið væri að koma. Og hvað þá þegar Viggi veifaði til mín. What a feeling! Og ég man að ég var soldið feimin þegar hann kom á land gangandi að mér með faðminn opinn. Ég vissi bara ekkert hvernig ég átti að vera! Og þegar ég faðmaði hann...það var alla vega í fyrsta og eina skipti sem mér hefur fundist fiskifýla góð.
Svo var það góða við þennan túr að hann var mettúr. Við náðum að greiða niður þvílíkan yfirdrátt og höfum það gott um sumarið. Og Vigga langaði að verða sjómaður. Langaði að fara næsta túr líka. En ég sagðist ekki nenna að vera sjómannsfrú lengur. Og hann fór ekki. Sem betur fer. Man að í þeim túr fengu hásetarnir rétt trygginguna fyrir túrinn - s.s. lágmarkslaun því það veiddist ekkert.
Og mikið er ég fegin að eiga Viggann heima í landi. Jafnvel þótt hann sé mikið að vinna og stundum úti á landi. Þá veit ég alla vega að hafið gleypir hann ekki og hvorki hann né ég þurfum að roðna og blána þegar við knúsumst í símanum.
Comments:
Skrifa ummæli