<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júní 24, 2004

Tilbúin í slaginn 

Jæja, þá er maður orðinn reddí fyrir að verða foreldri. Eða svo að segja... vonandi! Held reyndar að maður verði aldrei alveg reddí fyrir þetta svona fyrirfram, ég veit lítið hverju ég á von á! En svo þroskast maður jú inn í mömmuhlutverkið. En ég segi bara að ég sé tilbúin því nú er foreldrafræðslunni formlega lokið. Námskeiðið er búið. Búið að fara í gegnum allt það mikilvægasta sem gott er að vita. T.d. um brjóstagjöf og fæðinguna. Já, þetta er búið að vera mikið lærdómsferli. Og skemmtilegt. Og verður víst ennþá skemmtilegra segja þær með reynsluna!

Fyrir utan það að verða mamma og fæða barn og eiga það sem eftir er ævinnar, sem tekur alla athygli manns, elskar mann (og hatar svo á unglingsárum víst) og stólar á mann að öllu leyti, þá finnst mér alveg súrrealískast af öllu að ég sé að fara að gefa brjóst! Veit ekki af hverju... þetta virkar bara eitthvað furðulega á mig eins og er. Ég meina, ég er með þessi þvílíkt flottu brjóst (aha...) sem ég hef bara alltaf átt út af fyrir mig, í góðu og illu, notað þau þegar ég hef þurft, þau gera mig að kynveru og Vigginn á þau líka smá - að hugsa sér að einhver lítill eigi eftir að sjúga þau... og það lengi. Og oft. Og einoka þau. Úffí. En hei, ég geri mitt besta. Þær segja það stelpurnar að þetta sé víst bara frábært. Ok. Segjum það. Þangað til annað kemur í ljós.

Annars var fæðingarvídjókvöld hjá okkur Vigga í fyrrakvöld. Stilltum okkur fyrir framan kassann og settum okkur í stellingarnar. Ég get svo svarið það að ég var varla að meika það að horfa á þetta. 3 mismunandi konur að fæða á þrjá ólíka vegu... ég var bara hágrenjandi allan tímann og varla að meika þetta. Samt mátti Viggi ekki slökkva. Ég varð að sjá þetta. Ég hef nú alltaf vitað að hollywood fæðingarnar sem við sjáum í sjónvarpinu eru ekki alveg málið, en gerði mér samt ekki alveg grein fyrir því hvernig þetta er í alvöru... hvað þetta tekur t.d. laaaaangan tíma og svo þegar kellurnanr í sjónvarpinu fengu hríðir þá var eins og einhver væri fyrir aftan þær að gefa þeim raflost í bakið... áts. Svo þegar barnið kom út, blátt og krumpað, skellt upp á mömmuna... þá helltist veruleikinn yfir mig. Ég bara næ þessu varla! Náttúran er alveg mögnuð... snökt.

En við Viggi mössum þetta eins og annað. Ég er líka farin að hlakka smá til, þótt ég viti lítið hvað bíði mín þannig. Gvuð, hvernig ætli tilfinningin sé að sjá barnið mitt í fyrsta sinn... hlýtur að vera spes. Furðuleg. Allt í einu á ég barn... ok, er aðeins að missa mig í þessu núna, en það er líka stutt eftir!

45 dagar to go...

Berjast!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker