<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 29, 2006

Afhroðið 

Ég lærði nýtt orðasamband á laugardagskvöldið við áhorf mitt á kosningavökuna á NFS. Að gjalda afhroð. Það voru allir að gjalda afhroð alls staðar á landinu þar sem illa gekk. Sigmundur Ernir gat ekki sagt þetta nógu oft.
Algjört afhroð. Eða eitthvað.

sunnudagur, maí 28, 2006

Veruleysi 

Vera var í láni hjá afa Sigga og ömmu Jónu frá því í gærdag og fram að háttatíma í kvöld. Ástæðan var engin sérstök, bara að gista hjá þeim og kynnast þeim betur. Og kannski gefa mömmunni og pabbanum smá "frí".

Strax eftir að ég skilaði Veru af mér helltist yfir mig þessi svakalega þreyta. Þegar maður er með krakkann er það einhvern veginn eins og maður keyri sig áfram á útopnu og leyfi sér einhvern veginn ekki að verða þreyttur. Svo strax og hún fór í lán varð ég svona líka svakalega þreytt að ég ætlaði varla að ná að keyra heim með opin augun. Lá svo uppi í sófa svaka hress eða þannig, undir teppi, á sjálfu kosningakvöldinu. Ég var þreytt og stóð mig líka að því að vera smá sorgmædd. Að hafa Veru ekki sofandi inni í herbergi og geta ekki kíkt á hana af og til sofandi sæta. Alveg klikkað. Og ég eyddi s.s. barnlausu kvöldinu undir teppi að fylgjast með kosningasjónvarpinu með öðru og dottaði inn á milli með hinu. Ég sem ætlaði á kosningadjamm!

Undir morgunn sakanði ég hennar aftur. Það kallaði engin Vera á mig og kom upp í rúm til að kúra og knúsast. En ég komst nú alveg yfir það og svaf eins og steinn fram að hádegi sem hefur ekki gerst í Verutíð.

Ég var búin að gleyma því hvað maður kemur miklu í verk barnlaus. Ég er búin að vera þvílíkt dugleg í dag og tasklistinn styttist um helming á no time. Það er búið að þvo þvottinn endalausa og meira að segja handþvo lopapeysu sem er ekki létt verk, það er búið að kantskera öll beðin og reyta njóla í maaarga svarta ruslapoka, það er búið að fara með haugfulla kerru í Sorpu af drasli úr kjallaranum og garðinum, það er búið að slá garðinn (í fyrsta sinn! gaman gaman - og ekki eitt ofnæmishnerr) það er búið að taka til í íbúðinni niðri sem er á leið í leigu og ganga frá ýmsum öðrum smálegum hlutum sem annars hefði tekið mig ár og aldir með Veru. Svo Veruleysið var ekki all bad. Ó nei.

Klukkan fimm var ég samt aðeins farin að vanta hana og leit í sífellu að bílastæðinu til að athuga hvort að bíllinn afa og ömmu færi nú ekki að renna í hlaðið. Hringdi svo bara í þau til að hætta þessari örvæntingu og fékk þá þær fréttir að þau ætluðu ekki að skila henni fyrr en eftir kvöldmat. Jæja þá. Ég reytti þá bara eitt beð í viðbót í stóra garðinum mínum. Þegar Vera kom heim var hún alsæl, sagði mér sögur af ömmu og afa og Gínu voffa sem ég skildi tæplega, en samt. Og svo fór hún að sofa.

Hvað maður var öflugur barnlaus, sko þegar þreytan var farin eftir hvíldina. Ég fatta samt ekki núna, og er hreinlega búin að gleyma því, hvað maður náði að gera við allan tímann sem maður hafði áður en Vera varð til.

fimmtudagur, maí 25, 2006

Vera 22 mánaða 

Vera á sitt mánaðarlega afmæli í dag.
Hún er orðin svo stór og klár að það er erfitt að halda utan um allt það nýja sem hún tekur upp á og lærir. Hún kann fullt af orðum og talar helling, en ég held að fáir aðrir en foreldrarnir skilji það sem hún segir...


Sæt og fín á leið í jurovisjonparty Posted by Picasa


Já, hún er stærst af Smjattabörnunum - hér má sjá Veru standandi, Gabríel Snæ Emblu- og Gunnarsson sitjandi a kollinum og Freyju Vilborgar- og Rúnarsdóttur í góðu gamni Posted by Picasa

Egó 

Ég er alveg við það að óverdósa af egóbústi.
Eftir gæsunina og brúðkaupið var varla á persónudýrkunina bætandi. En í gærkvöldi (og nótt og alveg undir morgun að sjálfsögðu...) var bætt vel á pakkann þegar ég var kvödd af Gallupvinum mínum. Ég er frábær og æðisleg og allir eiga eftir að sakna mín sárt þegar ég hætti í næstu viku. Ég fékk m.a. að sjá ansi skemmtilegt myndband af fólkinu mínu tala til mín og kveðja mig, gjafir og söng og gítarspil, bara til mín. Ég grenjaði úr mér augun og brosti hringinn um leið.

Ég á svo mikið af flottu fólki allt í kringum mig og er endalaust þakklát fyrir það.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Despó 

Var að horfa á grey Silvíu Nótt alltof desperate í að vinna leikinn, tapa júróvisjon og hló innra með mér. Auðvitað! Ég nenni því varla í júróvisjonpartýið á laugardaginn. Hvernig væri að vera bara heima hjá sér for once og tjilla = gera ekkert. Kannski vera desperate og setja í eina vél. Það er húsverk sem aldrei klárast. Ég er búin að vera svo bissí og blaut í maí að það fer sko alveg að koma að ströngu straffi. Eh..eftir Ítalíu sko. Það er óvissuferð annað kvöld og TVÖ (já, stjörnufélagarnir mínir klikka ekki á því að halda prívat stjörnupartý frekar en allir hinir - sjá bloggið "Stjarnan ég" frá því í nóvember ´05) Gallupkveðjupartý fyrir MIG vikuna á eftir, snöktisnökt. En ég er svona frekar desperate í að djamma svo tvö kveðjupartý eru bara hæfilegur skammtur fyrir mig. Svo er ég búin að vera bissí við að gæsast og giftast og halda grillpartý, fara í grillpartý, halda tónleika, fara á tónleika, kantskera garðinn og reita arfa (og komst að því að gróðurofnæmið mitt hlýtur að vera farið þar sem ég hnerraði ekki einu sinni - sem betur fer, enda með rihisa garð) slá og mála. Já, garðvinna á kvöldin er frekar kósí! Soldið húsmóðurslegt, ég veit, en ég fíla það.

Það var líka svolítið despó-húsmó-legt þegar við 4 vinkonurnar sátum inni í stofu í gærkvöldi, sötrandi hvítvín, og föttuðum þó nokkuð seint þegar allt var allt í einu ofurhljótt inni að litlu sætu krakkarnir okkar höfðu stungið af út í garð á stuttermabolunum og sokkaleistunum (sokkaleistar - það er eitthvað svo ömmulegt að segja sokkaleistar!) og voru á kafi að leika sér í sandkassanum og í bílaleik! Við vorum svo djúpt sokknar í vinkonusamræðurnar (nei, ekki í vínið) að við tókum ekki eftir neinu. Krakkanir skildu lítið í þessum mömmum og voru frekar ósáttir við að þurfa að fara inn aftur...

Og nú ætla að fara að horfa á Desperate houswifes, og vera hæstánægð með mig yfir því hvað ég er frábær eiginkona og húsmóðir miðað við þær. Ekkert desperate - nei, neeeeeiiiii.

Hér má sjá litlu ljóshærðu krúttlegu fjórburana okkar - Emil Vilborgar-Helguson, Elísa Elísabetudóttir, Vera Víglunds og Dagur Sóleyjarson.


þriðjudagur, maí 16, 2006

HJÓNIN myndarlegu 



Fengum myndirnar frá ljósmyndaranum okkar áðan. Og ég er ekki að ná því hvað þær eru flottar! Við erum náttúrulega súper trúper falleg og flott á þeim fyrir utan hvað þær eru skemmtilegar og öðruvísi!
Hér er smá tíser... og þið þurfið svo að koma í heimsókn til að sjá meira!
Heitt á könnunni í höllinni.

Sjáumst!
Erla myndarlega brúðurin.

mánudagur, maí 15, 2006

Krossaramegapían ég 

Fyrst ég er búin að vera að breyta alveg óvart um líf undanfarið hálft ár, eins og ég talaði um hér í blogginu Nýtt líf, fannst mér kominn tími til að fá mér líka nýtt áhugamál og eyddi gærdeginum í að mótorkrossast uppi í sveit. Jamm, ég og hossaði mér mjúklega á grýttri braut á krossaranum svilkonu minnar sem er mikill krossaratöffari. Ég skrúfaði bara af mér heilann í smá stund og keyrði eins og ég hefði aldrei gert annað. Og dem hvað ég var að fíla þetta. Nú þarf ég bara að finna pééééninga fyrir tveimur stykkjum krossurum (því EIGINmaðurinn er eiginlega löngu kominn með mótorhjólabakteríuna)og galla og kerru og tryggingum og bílskúr...Þeir hljóta að leynast einhvers staðar undir koddanum.


Eg ad fara a hjolid hennar Helgu Hlinar sem fylgist grant med hvernig eg ber mig ad hehe Posted by Picasa


Viggi a fleygiferd Posted by Picasa


Snullurnar okkar leku ser eins og foreldrarnir - Ulfhildur Jólasveinn Arna Unnarsdottir litla fraenka og Vera Viglunds Posted by Picasa

sunnudagur, maí 14, 2006

Nokkrar myndir 


David Arnar annar hlutinn af veislustjora teaminu okkar sem for a kostum - lika EIGINMADUR. Posted by Picasa


Kolla elsku veislustyran okkar stod sig svo vel - hun er s.s. EIGINKONAN hans Arons sem leggur hana her mjuklega a brjost ser Posted by Picasa


"Viggi" tvitugur toffari... Posted by Picasa


"Eg" thegar eg var 16... Posted by Picasa


Eftir athofnina Posted by Picasa

laugardagur, maí 13, 2006

Tónleikar! 


Ég er svo upptekin af því að vera Frú að ég hreinlega er að gleyma öðrum aðalatriðum í lífi mínu eins og þessum tónleikum sem ég er hluti af á morgun.

Á sunnudagskvöldið kl. 20 í Hásölum (Tónlistarskóla Hafnarfjarðar) mun Guitar Islansio og Kammerkór Hafnarfjarðar (=MOI) halda tónleika á norrænum nótum. Sjitt hvað þessir gæjar eru klárir á hljóðfærin sín og við alveg hreint ágæt á raddböndin. Ég held að sjónvarpsdagskráin sé frekar dræm á sunnudagskvöldið og því alveg tilvalið að gera eitthvað annað og öðruvísi og rúnta hingað í Hafnarfjarðarsveit og hlýða á yndislega tóna.

Ok, ef mér tekst ekki að selja þig inn á tónleikana með þessu þá veit ég ekki hvað. Ekki það að ég búist við að sjá any of you anyways frekar en fyrri daginn - en ég má nú samt til að reyna. Ekki það, það eru alltaf allir tónleikar smekkfullir hjá okkur. Við erum nebblega best.
Vinnum ´dda.

Erla sópranó

föstudagur, maí 12, 2006

Hvar? 

Fólk hefur komið að máli við mig því það sér ekki brúðkaupsbloggið á síðunni eftir að ég setti inn þennan haug af myndum.

Til að geta séð það þurfið þið að smella á maí 2006 hér til vinstri neðst á spássíunni og þá birtast öll blogg í maí.

Gjörið svo vel og takk fyrir.
Frú Erla

fimmtudagur, maí 11, 2006

Myndarleg Vera 

Ég er búin að taka svo mikið af skemmtilegum myndum af múslunni minni undanfarið svo hér fáið þið að sjá hluta.
Vera Víglunds - gleðjumst! (svo ég vitni nú í eitt hræðilega fyndið frumsamið-ljóð-á-staðnum sem flutt var í brúðkaupinu hehe...)

Gjörið svo vel.


Í knúsuleik (og já, miiikið rétt, ég er bæði með nýja hringa og nýtt úr ef þið tókið ekki eftir því ;)) Posted by Picasa


I flugvel Posted by Picasa


Svona getur daman dundad ser to nokkud lengi oft og tidum, vid ad reyna ad thraeda skoreimar i sko, binda og leysa... aftur og aftur... Posted by Picasa


Vera sterka - her er hun med thrjar dukkur i takinu Posted by Picasa


I nyja sandkassanum Posted by Picasa


Vera er nybuin ad fa sandkassa og her er hun ad adstoda pabbann vid ad setja hann saman - hun hefur erft handlagnina fodur sins! Posted by Picasa


Hveitibraudsdagarnir foru fram heima i goda vedrinu - og ju, tid sjaid rett, thetta er EG tharna i baksyn ad rota i bedinu - thvilik sem madur er ordinn myndo eftir ad vera ordin fru... Posted by Picasa


A leid i giftinguna hja mommu og pabba Posted by Picasa


A leid heim i husid Posted by Picasa


Amma Jona, Gina voffi, Vera og afi Siggi Posted by Picasa


Ad vidra voffa Posted by Picasa


Vera og Gina Posted by Picasa


A oruggum stad Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker